Handbolti

„Stundum gott að hætta að hugsa um handbolta“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Björgvin Páll þekkir allar hæðirnar sem og lægðirnar.
Björgvin Páll þekkir allar hæðirnar sem og lægðirnar. vísir/vilhelm

„Það er virkilega þung stemning og menn gríðarlega svekktir,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson á liðshóteli Íslands í gær en þá voru drengirnir að sleikja sárin eftir tapið gegn Svíum.

„Menn reyndu að sofa sem lengst. Svo er kaffi og ræða málin. Nú þurfum að við að komast út í ferskt loft og hlaða batteríin fyrir leikinn gegn Brasilíu sem við viljum skila frá okkur.“

Klippa: Björgvin Páll vill enda mótið vel

Björgvin Páll er elsti og reyndasti leikmaður liðsins og þekkir þessar hæðir og lægðir sem leikmenn ganga í gegnum á svona mótum.

„Það er mjög erfitt að standa aftur á lappir en þjálfarateymið gerði vel í að fækka um vídeófund svo menn geti hugsað um sjálfan sig. Það er gott að hætta aðeins að hugsa um handbolta líka.“

„Við vinnum leikinn ekki með því að horfa meira á vídeó heldur með því að koma okkur í gírinn og gera okkur grein fyrir að við erum spila um sæti sem gæti skipt máli. Svo erum við að spila fyrir fólkið sem er komið hingað til að styðja okkur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×