Innlent

Boðar samnings­aðila á fund en deilan enn stál í stál

Atli Ísleifsson skrifar
Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hefur boðað samningsaðila á fund á þriðjudaginn.
Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hefur boðað samningsaðila á fund á þriðjudaginn. Vísir/Vilhelm

Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins á fund klukkan 11 á þriðjudaginn í næstu viku.

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir að lögum samkvæmt þá beri sáttasemjara að boða samningsaðila á fund á að minnsta kosti tveggja vikna fresti. Á þriðjudaginn verða tvær vikur frá því að samninganefnd Eflingar ákvað að slíta viðræðum við SA. Fundurinn á þriðjudag er boðaður frá klukkan 11 til 13.

„Það er ekki þannig að eitthvað hafi breyst. Þessi deila er enn algerlega í hnút. En þessi deila er í algerum forgangi og gríðarlega mikilvægt að hægt sé að finna lausn sem sátt verði um. Deilan er alveg stál í stál, því miður,“ segir Aðalsteinn.

Samninganefnd Eflingar ákvað að slíta viðræðum við SA eftir að ekki var gengið að tilboði Eflingar sem lagt hafi verið fram á fundinum 10. janúar síðastliðinn. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði þá að næstu skref væru að undirbúa verkfallsboðun.

Efling hefur í málflutningi sínum nú lagt áherslu á að framfærslukostnaður sé hærri á höfuðborgarsvæðinu og að óásættanlegt sé að atvinnurekendur krefjist þess að Eflingarfélagar á höfuðborgarsvæðinu starfi á launakjörum sem miðið séu við framfærslukostnað á landsbyggðinni. Hefur samninganefnd Eflingar farið fram á að samið verði um nýja launatöflu og sérstaka framfærsluuppbót upp á 15 þúsund krónur, enda sé erfiðara fyrir verkafólk á höfuðborgarsvæðinu að ná endum saman.


Tengdar fréttir

Stefnir í hörðustu vinnudeilu í áratugi

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ef gengið yrði að kröfum Eflingar yrði að taka upp alla aðra nýgerða kjarasamninga í landinu. Stjórn Eflingar fer yfir næstu skref eftir að hafa slitið viðræðum við atvinnurekendur í dag en stefnir í hörðustu vinnudeilur á Íslandi í áratugi.

Stefnir í hörðustu vinnudeilu í áratugi

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ef gengið yrði að kröfum Eflingar yrði að taka upp alla aðra nýgerða kjarasamninga í landinu. Stjórn Eflingar fer yfir næstu skref eftir að hafa slitið viðræðum við atvinnurekendur í dag en stefnir í hörðustu vinnudeilur á Íslandi í áratugi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×