Lífið

David Crosby er látinn

Bjarki Sigurðsson skrifar
David Crosby er látinn.
David Crosby er látinn. Getty/Leon Bennett

Bandaríski söngvarinn og gítarleikarinn David Crosby er látinn, 81 árs að aldri. 

Variety greinir frá þessu og vitnar í tilkynningu sem eiginkona Crosby, Jan Dance, sendi miðlinum. Þar segir að hann hafi lengi glímt við veikindi en hann lést umkringdur fjölskyldu. 

Crosby var stofnmeðlimur bæði The Byrds og Crosby, Stills & Nash. Báðar hljómsveitir voru afar vinsælar á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. 

Hann stofnaði The Byrds árið 1964 ásamt félögum sínum og starfaði sveitin allt til ársins 1973. Hún kom saman nokkrum sinnum í gegnum árin en ekkert síðan árið 2000.

Árið 1968 stofnaði hann Crosby, Stills & Nash sem síðar varð að Crosby, Stills, Nash & Young (CSNY). Hljómsveitin starfaði ekki lengi til að byrja með, einungis tvö ár. Það var þó árið 1976 sem þeir tóku saman aftur og unnu saman allt til ársins 2015. 

Crosby hafði glímt við veikindi um nokkur skeið en hann hafði barist við Bakkus allt sitt líf. Árið 1994 fékk hann nýja lifur eftir mikla drykkju allt sitt líf. 

Hann er tvöfaldur meðlimur í Frægðarhöll rokksins, bæði sem meðlimur The Byrds og CSNY.


Tengdar fréttir

Crosby, Egill, Nash & Kári

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason skellti sér í gær á tónleika með Crosby, Stills & Nash í Royal Albert Hall í London. Egill fór ásamt fjölskyldu sinni og segir að tónleikarnir hafi verið frábærir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×