Innlent

Búið að rjúfa veginn við Stóru Laxá

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Jóhann Þ. Jóhannsson, verkstjóri hjá Ístaki á vinnusvæðinu við Stóru Laxá.
Jóhann Þ. Jóhannsson, verkstjóri hjá Ístaki á vinnusvæðinu við Stóru Laxá. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nú er búið að rjúfa Skeiða- og Hrunamannaveg til að verja nýja tvíbreiða brú, sem er verið að smíða yfir Stóru Laxá í ljósi asahlákunnar framundan.

„Nei, nei, áin kemur ekki strax niður, það er ekki fyrr en seint í kvöld. Við erum að rjúfa veginn til að verja mannvirkið og hleypa fram hjá mannvirkinu því það þolir þetta ekki ef það skellur á nýju brú, sem er verið að smíða hér. Við vitum ekki hvað flóðið verður stórt í nótt en það gætu orðið 70 til 100 rúmmetrar á sekúndu,“ segir Jóhann Þ. Jóhannsson, verkstjóri hjá Ístaki við Stóru Laxá.

Jóhann segir að vegurinn verði lokaður í nokkra daga en það sé stefnt að steypa gólfið á nýju brúnni um miðja næstu viku og þá verði að vera búið að opna veginn.

Á gulasvæðinu á þessu korti má sjá hvar vegurinn er rofinn í sundur.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Vegfarendur geta kynnt sér á heimasíðu Vegagerðarinnar hjáleiðir í uppsveitum Árnessýslu á meðan á lokuninni varir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×