Lífið

Hildur ekki til­nefnd til BAFTA verð­launanna

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Hildur Guðnadóttir er ekki tilnefnd til BAFTA verðlaunanna í ár, þrátt fyrir að hafa komist á svokallaðann stuttlista.
Hildur Guðnadóttir er ekki tilnefnd til BAFTA verðlaunanna í ár, þrátt fyrir að hafa komist á svokallaðann stuttlista. Getty/Kevin Mazur

Tónskáldið Hildur Guðnadóttir er ekki tilnefnd til bresku sjónvarpsverðlaunanna BAFTA í ár.

Tilnefningar til BAFTA verðlaunanna voru tilkynntar í dag. Fyrr í mánuðinum var birtur svokallaður stuttlisti og kom nafn Hildar tvisvar fyrir á þeim lista, annars vegar fyrir tónlistina í kvikmyndinni Tár og hins vegar fyrir tónlistina í kvikmyndinni Women Talking.

Lokatilnefningarnar eru valdar af þeim lista en Hildur var ekki tilnefnd í þetta skiptið. Ellefu tónskáld voru á stuttlistanum en aðeins fimm voru tilnefnd.

BAFTA verðlaunahátíðin fer fram sunnudaginn 19. febrúar í Royal Festival Hall í London. Tilnefningarnar má sjá hér.

Hildur hefur sópað að sér verðlaunum síðustu ár. Fyrr í vikunni vann hún til verðlauna á Critics' Choice verðlaunahátíðinni og fyrr í mánuðinum var hún tilnefnd til Golden Globe verðlaunanna. Þá vann hún Óskarsverðlaunin eftirminnilega, sem og Grammy verðlaunin og BAFTA verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker.


Tengdar fréttir

Tónlist Hildar í tveimur myndum á lista fyrir BAFTA

Tónlist tónskáldsins Hildar Guðnadóttur í kvikmyndunum Tár og Women Talking er á stuttlista fyrir BAFTA verðlaunin. Hildur hefur áður unnið BAFTA verðlaun fyrir tónlist sína auk þess sem hún hefur unnið Óskarsverðlaun, Grammy, Golden Globe og Critic‘s Choice verðlaun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×