Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að njósna um Svía fyrir Rússa Fanndís Birna Logadóttir skrifar 19. janúar 2023 12:50 Peyman Kia var dæmdur í lífstíðarfangelsi í dag fyrir njósnir en hann starfaði áður hjá sænsku öryggislögreglunni og sænska hernum. Samsett/Livsmedelsverket/Getty Dómstóll í Stokkhólmi hefur dæmt tvo bræður í fangelsi fyrir njósnir en þeir voru sagðir hafa veitt Rússum upplýsingar sem gætu skaðað þjóðaröryggi Svía. Eldri bróðirinn var dæmdur í lífstíðarfangelsi en sá yngri fékk tæplega tíu ára dóm. Sérfræðingur segir brot af þessari stærðargráðu sjaldgæf í Svíþjóð. Bræðurnir, þeir Peyman og Payam Kia, voru síðastliðinn nóvember ákærðir fyrir „grófar njósnir“ en Peyman, sem er 42 ára, var auk þess ákærður og dæmdur fyrir að misnota leynileg gögn. Peyman hafði áður verið í sænska hernum og starfað hjá sænsku öryggislögreglunni, Säpo, og gegndi stöðu hátt setts embættismanns hjá Matvælastofnun Svíþjóðar þegar hann var handtekinn haustið 2021. Peyman Kia was arrested in September 2021. He was part of the management at the state agency National Food Agency.He had obtained the top-secret information through employment at the Swedish Security Police and the Military Intelligence Service MUST, according to the court. 2:2— Jonas Olsson (@JonasOlsson_) January 19, 2023 Payam, sem er 35 ára, var handtekinn skömmu síðar. Báðir neituðu þeir sök en Peyman fékk lífstíðardóm á meðan Payam var dæmdur í níu ára og tíu mánaða fangelsi. Charlotte von Essen, yfirmaður Säpo, sagði í fréttatilkynningu að brot bræðranna væru mjög alvarleg og að Peyman hafi misnotað traust stofnunarinnar. Það megi aldrei koma fyrir aftur. Talið er að brot bræðranna hafi staðið yfir í áratug. Lögðu á ráðin við að afla og deila leynilegum upplýsingum Héraðsdómstóll í Stokkhólmi sagði það hafið yfir allan vafa að bræðurnir hefðu lagt saman ráðin við það að afla leynilegra upplýsinga sem vörðuðu þjóðaröryggi Svíþjóðar og deila þeim með leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. Rússar væru ein helsta ógnin gegn öryggi Svía og því væri málið mjög alvarlegt. Samkvæmt dóminum hafði Peyman komist yfir um 90 skjöl og Payam 65 en áframsent og upplýst um helming þeirra. Lesa má úr dóminum að þeir hafi gert það í fjárhagslegu skyni en ekki liggur fyrir hvort þeir hafi verið fengnir til verksins. Mikil leynd og öryggisgæsla var í kringum réttarhöldin, að því er kemur fram í frétt sænska ríkisútvarpsins, og verður því ekki upplýst opinberlega um allt það sem átti sér stað. Anton Strand, lögmaður Peyman, tilkynnti í dag að dóminum yrði áfrýjað og vísaði til þess að skjólstæðingur hans hafi neitað sök. Myndu þau áfrýja innan þriggja vikna. Gæti tekið ár að lagfæra skaðann Tony Ingesson, sérfræðingur í leyniþjónustumálum, segir í samtali við SVT að málið sé óvanalegt og sjaldgæft ef litið er til baka í sögu Svíþjóðar. SVT Nyheter sänder direkt: https://t.co/0z6c7R4mj5 pic.twitter.com/OoHxBIJ8Zy— SVT Nyheter (@svtnyheter) January 19, 2023 Eina málið sem væri mögulega sambærilegt væri mál Stig Bergling, sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir landráð árið 1979 eftir að hafa njósnað fyrir Sovétríkin um margra ára skeið. Áður hafði Stig Wennerström verið dæmdur í lífstíðarfangelsi á sjöunda áratugnum. Hugsanlega hafi málið þau áhrif að gagnnjósnir muni reynast erfiðari í Svíþjóð auk þess sem Peyman gæti hafa komið upp um heimildarmenn og aðferðir Svía sem þurfi nú að skipta út. Í sambærilegum málum erlendis hafi það tekið mörg ár að bregðast við og lagfæra skaðann. Svíþjóð Rússland Tengdar fréttir Njósnarinn Stig Bergling látinn Sænski njósnarinn var dæmdur fyrir landráð árið 1979 eftir að hafa njósnað fyrir Sovétríkin um margra ára skeið. 29. janúar 2015 09:28 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Bræðurnir, þeir Peyman og Payam Kia, voru síðastliðinn nóvember ákærðir fyrir „grófar njósnir“ en Peyman, sem er 42 ára, var auk þess ákærður og dæmdur fyrir að misnota leynileg gögn. Peyman hafði áður verið í sænska hernum og starfað hjá sænsku öryggislögreglunni, Säpo, og gegndi stöðu hátt setts embættismanns hjá Matvælastofnun Svíþjóðar þegar hann var handtekinn haustið 2021. Peyman Kia was arrested in September 2021. He was part of the management at the state agency National Food Agency.He had obtained the top-secret information through employment at the Swedish Security Police and the Military Intelligence Service MUST, according to the court. 2:2— Jonas Olsson (@JonasOlsson_) January 19, 2023 Payam, sem er 35 ára, var handtekinn skömmu síðar. Báðir neituðu þeir sök en Peyman fékk lífstíðardóm á meðan Payam var dæmdur í níu ára og tíu mánaða fangelsi. Charlotte von Essen, yfirmaður Säpo, sagði í fréttatilkynningu að brot bræðranna væru mjög alvarleg og að Peyman hafi misnotað traust stofnunarinnar. Það megi aldrei koma fyrir aftur. Talið er að brot bræðranna hafi staðið yfir í áratug. Lögðu á ráðin við að afla og deila leynilegum upplýsingum Héraðsdómstóll í Stokkhólmi sagði það hafið yfir allan vafa að bræðurnir hefðu lagt saman ráðin við það að afla leynilegra upplýsinga sem vörðuðu þjóðaröryggi Svíþjóðar og deila þeim með leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. Rússar væru ein helsta ógnin gegn öryggi Svía og því væri málið mjög alvarlegt. Samkvæmt dóminum hafði Peyman komist yfir um 90 skjöl og Payam 65 en áframsent og upplýst um helming þeirra. Lesa má úr dóminum að þeir hafi gert það í fjárhagslegu skyni en ekki liggur fyrir hvort þeir hafi verið fengnir til verksins. Mikil leynd og öryggisgæsla var í kringum réttarhöldin, að því er kemur fram í frétt sænska ríkisútvarpsins, og verður því ekki upplýst opinberlega um allt það sem átti sér stað. Anton Strand, lögmaður Peyman, tilkynnti í dag að dóminum yrði áfrýjað og vísaði til þess að skjólstæðingur hans hafi neitað sök. Myndu þau áfrýja innan þriggja vikna. Gæti tekið ár að lagfæra skaðann Tony Ingesson, sérfræðingur í leyniþjónustumálum, segir í samtali við SVT að málið sé óvanalegt og sjaldgæft ef litið er til baka í sögu Svíþjóðar. SVT Nyheter sänder direkt: https://t.co/0z6c7R4mj5 pic.twitter.com/OoHxBIJ8Zy— SVT Nyheter (@svtnyheter) January 19, 2023 Eina málið sem væri mögulega sambærilegt væri mál Stig Bergling, sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir landráð árið 1979 eftir að hafa njósnað fyrir Sovétríkin um margra ára skeið. Áður hafði Stig Wennerström verið dæmdur í lífstíðarfangelsi á sjöunda áratugnum. Hugsanlega hafi málið þau áhrif að gagnnjósnir muni reynast erfiðari í Svíþjóð auk þess sem Peyman gæti hafa komið upp um heimildarmenn og aðferðir Svía sem þurfi nú að skipta út. Í sambærilegum málum erlendis hafi það tekið mörg ár að bregðast við og lagfæra skaðann.
Svíþjóð Rússland Tengdar fréttir Njósnarinn Stig Bergling látinn Sænski njósnarinn var dæmdur fyrir landráð árið 1979 eftir að hafa njósnað fyrir Sovétríkin um margra ára skeið. 29. janúar 2015 09:28 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Njósnarinn Stig Bergling látinn Sænski njósnarinn var dæmdur fyrir landráð árið 1979 eftir að hafa njósnað fyrir Sovétríkin um margra ára skeið. 29. janúar 2015 09:28