Handbolti

Svíar ekki í vand­ræðum með Ung­verja

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hampus Wanne fór mikinn í kvöld.
Hampus Wanne fór mikinn í kvöld. Annelie Cracchiolo/Getty Images

Svíþjóð lenti ekki í teljandi vandræðum með lið Ungverjalands í fyrsta leik liðanna í milliriðli á HM í handbolta, lokatölur 37-28 Svíum í vil. Ísland mætir Svíþjóð í Gautaborg á föstudaginn í leik sem Ísland verður í raun að vinna.

Svíar byrja af krafti í milliriðlinum og ljóst að íslenska liðið á erfitt verkefni fyrir höndum á föstudag. Svíþjóð leiddi með fjórum mörkum í hálfleik í kvöld og sá munur var kominn upp í níu mörk þegar loks var flautað til leiksloka, lokatölur 37-28. Hampus Wanne var markahæstur í liði Svíþjóðar í kvöld með 9 mörk.

Staðan í milliriðli tvö er nú þannig að Svíþjóð er á toppnum með sex stig og Ísland í öðru sæti með fjögur stig. Þar á eftir koma Portúgal og Brasilía með þrjú stig, Ungverjaland tvö stig á meðan Grænhöfðaeyjar eru án stiga.

Í milliriðli eitt vann Spánn þriggja marka sigur á Póllandi, lokatölur 27-23. Spánn fer þar með á topp riðilsins með fullt hús stiga líkt og Frakkland sem er í öðru sætinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×