Stöðvaður við akstur og reyndist með gróft barnaníðsefni í símanum Atli Ísleifsson skrifar 18. janúar 2023 13:19 Ákæran er mjög ítarleg og má þar sjá að í fórum mannsins fundust þúsundir mynda og myndskeiða, meðal annars myndir af nauðgunum á „mjög ungum börnum“. Vísir/Vilhelm Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hefur ákært karlmann, sem handtekinn var vegna umferðarlagabrots á Akureyri í júní 2019, fyrir að hafa haft mikið magn barnaníðsefnis í sinni vörslu í tveimur símum og spjaldtölvu. Maðurinn hafði sömuleiðis dreift efni til ótilgreindra einstaklinga. Ákæra í málinu er mjög ítarleg og má þar sjá að í fórum mannsins hafi fundist þúsundir mynda og myndskeiða, meðal annars myndir af nauðgunum á „mjög ungum börnum“ líkt og þar segir. Fyrirtaka í málinu var á öðrum degi ársins. Fram kemur í ákærunni að barnaníðsefni hafi fundist í síma mannsins sem hann hafi verið með á sér þegar hann var handtekinn vegna umferðarlagabrotsins á Akureyri í júní 2019. Dvalarstaður mannsins á þessum tíma hafi verið sumarhús á Akureyri. Á heimili hans, annars staðar á landinu, fundust svo annar sími og spjaldtölva þar sem einnig var að finna barnaníðsefni. Maðurinn hafði þá skoðað og hlaðið niður efninu nokkru áður en hann var handtekinn, auk þess að hafa dreift klámfengnum teikningum af börnum til ótilgreindra aðila. Þúsundir mynda og hreyfimynda Í símum og spjaldtölvu mannsins fannst mikið magn mynda, hreyfimynda og teiknaðra mynda sem sýndu meðal annars ung stúlkubörn – allt frá ungabörnum og að börnum á táningsaldri – í kynferðislegum athöfnum með karlmönnum. Hafi þau meðal annars verið láta veita mönnum munnmök, mennirnir sett fingur í leggöng þeirra eða þeir brotið á þeim á annan hátt. Sömuleiðis hafi fundist myndir af börnunum í klámfengnum stellingum eða með kynlífstæki. Maðurinn var handtekinn vegna umferðarlagabrots á Akureyri í júní 2019 og í kjölfarið fannst mikið magn barnaníðsefnis í fórum mannsins. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Á Telegram-reikningi mannsins fundust 1.574 stuttar hreyfimyndir sem sýndu meðal annars ungum börnum nauðgað og 18.810 myndir af kynferðislegum toga og sýndi fjöldi þeirra mjög ung börn í kynferðislegum athöfnum með fullorðnum. Flutti til útlanda RÚV hefur eftir Eyþóri Þorbergssyni, aðstoðarsaksóknara hjá embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að rannsókn hafi tekið nokkurn tíma sökum umfangs efnisins. Þá hafi maðurinn flutt til útlanda og unnið á sjó á meðan á rannsókninni stóð. Honum var birt ákæra í málinu í mars síðastliðinn. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar og jafnframt að símarnir tveir og spjaldtölvan verði gerð upptæk. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Akureyri Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Ákæra í málinu er mjög ítarleg og má þar sjá að í fórum mannsins hafi fundist þúsundir mynda og myndskeiða, meðal annars myndir af nauðgunum á „mjög ungum börnum“ líkt og þar segir. Fyrirtaka í málinu var á öðrum degi ársins. Fram kemur í ákærunni að barnaníðsefni hafi fundist í síma mannsins sem hann hafi verið með á sér þegar hann var handtekinn vegna umferðarlagabrotsins á Akureyri í júní 2019. Dvalarstaður mannsins á þessum tíma hafi verið sumarhús á Akureyri. Á heimili hans, annars staðar á landinu, fundust svo annar sími og spjaldtölva þar sem einnig var að finna barnaníðsefni. Maðurinn hafði þá skoðað og hlaðið niður efninu nokkru áður en hann var handtekinn, auk þess að hafa dreift klámfengnum teikningum af börnum til ótilgreindra aðila. Þúsundir mynda og hreyfimynda Í símum og spjaldtölvu mannsins fannst mikið magn mynda, hreyfimynda og teiknaðra mynda sem sýndu meðal annars ung stúlkubörn – allt frá ungabörnum og að börnum á táningsaldri – í kynferðislegum athöfnum með karlmönnum. Hafi þau meðal annars verið láta veita mönnum munnmök, mennirnir sett fingur í leggöng þeirra eða þeir brotið á þeim á annan hátt. Sömuleiðis hafi fundist myndir af börnunum í klámfengnum stellingum eða með kynlífstæki. Maðurinn var handtekinn vegna umferðarlagabrots á Akureyri í júní 2019 og í kjölfarið fannst mikið magn barnaníðsefnis í fórum mannsins. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Á Telegram-reikningi mannsins fundust 1.574 stuttar hreyfimyndir sem sýndu meðal annars ungum börnum nauðgað og 18.810 myndir af kynferðislegum toga og sýndi fjöldi þeirra mjög ung börn í kynferðislegum athöfnum með fullorðnum. Flutti til útlanda RÚV hefur eftir Eyþóri Þorbergssyni, aðstoðarsaksóknara hjá embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að rannsókn hafi tekið nokkurn tíma sökum umfangs efnisins. Þá hafi maðurinn flutt til útlanda og unnið á sjó á meðan á rannsókninni stóð. Honum var birt ákæra í málinu í mars síðastliðinn. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar og jafnframt að símarnir tveir og spjaldtölvan verði gerð upptæk.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Akureyri Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira