Skólagjöldin að sliga listnema Jakob Bjarnar skrifar 17. janúar 2023 13:42 Fríða Björk Ingvarsdóttir er rektor Listaháskóla Íslands en nemendur þar krefjast útskýringa á því hvers vegna skólagjöld séu hækkuð árlega. vísir/bjarni Nemendur við Listaháskóla Íslanda hafa sent frá bréf til skólastjórnar þar sem hækkun skólagjalda er mótmælt hástöfum. Nemendurnir krefja stjórn skólans svara og vilja vita hvernig á því standi að skólagjöldin hækki árlega án nokkurra útskýringa: Hvað skýri þá hækkun? „Til dæmis greiddu nemendur skólans sem eru nú á öðru ári 298 þúsund krónur á önn fyrsta árið sitt í skólanum. Nú er ljóst að næsta haust verða þau gjöld orðin 340 þúsund krónur.“ Í bréfinu, sem Vísir hefur undir höndum er rakið að í heimsfaraldri Covid19 hafi hagnaður Listaháskólans, samkvæmt ársreikningi skólans, verið 138 milljónir króna og eigið fé 91 milljón. Skólanum var þá lokað og nemendum meinaður aðgangur. En kennarar hafi af mikilli ósérhlífni hagað námskeiðahaldi sínu að teknu tilliti til aðstæðna. Íslenskir námsmenn steypi sér í skuldir Spurt er hvers vegna ekki hafi verið tekin sú ákvörðun þá að styðja við bak nemenda með afslætti á skólagjöldum líkt og margir erlendir listaháskólar gerðu? „Hluti af skólagjöldum okkar fer að öllum líkindum í einhverja þá hluti sem lögðust af á þessum tíma, er hluti af þessum 138 m.kr. þá ekki peningur nemenda? Það væri því ágætt að fá nákvæmar upplýsingar um það hvert þessi hækkandi upphæð, sem við greiðum skólanum tvisvar á ári er að fara? Fá fyrirtæki myndu boða til sambærilegra verðhækkana án útskýringa eða sérstakrar tilkynningar þess efnis,“ segir í bréfinu. Í bréfi sem nemar við Listaháskóla Íslands hafa sent skólastjórn kemur fram að stuðningur við listnema í nágrannalöndum sé miklu meiri en er á Íslandi.vísir/vilhelm Þá er því velt upp hvort skólagjöld Listaháskólans séu að upplagi of há en samkvæmt upplýsingum sem finna má á síðu Stúdentaráðs Háskóla Íslands eru skólagjöld á Íslandi ekki á pari við það sem þekkist meðal nágranna okkar á Norðurlöndunum né tekjur nemenda. „Sú er staðreyndin að hluti nemenda skuldsetur sig á meðan á námi stendur og því er fjárhagslegt öryggi þeirra til frambúðar ekki tryggt hérlendis.“ Íslenskir stúdentar fá miklu minni stuðning en nágrannar okkar Þá er bent á í bréfinu að 71 prósent íslenskra stúdenta vinni samhliða námi. Af þeim eru 72 prósent íslenskra stúdenta sem vinna því annars hefðu þeir ekki efni á því að stunda nám. Í samanburði við Norðurlöndin skora íslenskir stúdentar þar hæst. Fullyrt er að rúm 30 prósent stúdenta eigi við fjárhagslega örðugleika að stríða og fjórðungur þeirra telur að vinna samhliða námi hafi neikvæð áhrif á námsárangurinn. „Samkvæmt árstölum eru heildartekjur háskóla á ársnema á Norðurlöndunum að meðaltali 4,6 milljónir króna árlega en á Íslandi aðeins 2,9 milljónir. Nemendur á Íslandi fá því um 1,7 milljónum krónum minna. Raunin er því sú að fjárhagslegur stuðningur við fólk í námi er af skornum skammti miðað við önnur Norðurlönd.“ Undir bréfið skrifar Valgerður Birna Jónsdóttir fyrir hönd nemenda en jafnframt fylgir skjal með nöfnum þeirra. Stjórnsýsla Háskólar Skóla - og menntamál Rekstur hins opinbera Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Nemendurnir krefja stjórn skólans svara og vilja vita hvernig á því standi að skólagjöldin hækki árlega án nokkurra útskýringa: Hvað skýri þá hækkun? „Til dæmis greiddu nemendur skólans sem eru nú á öðru ári 298 þúsund krónur á önn fyrsta árið sitt í skólanum. Nú er ljóst að næsta haust verða þau gjöld orðin 340 þúsund krónur.“ Í bréfinu, sem Vísir hefur undir höndum er rakið að í heimsfaraldri Covid19 hafi hagnaður Listaháskólans, samkvæmt ársreikningi skólans, verið 138 milljónir króna og eigið fé 91 milljón. Skólanum var þá lokað og nemendum meinaður aðgangur. En kennarar hafi af mikilli ósérhlífni hagað námskeiðahaldi sínu að teknu tilliti til aðstæðna. Íslenskir námsmenn steypi sér í skuldir Spurt er hvers vegna ekki hafi verið tekin sú ákvörðun þá að styðja við bak nemenda með afslætti á skólagjöldum líkt og margir erlendir listaháskólar gerðu? „Hluti af skólagjöldum okkar fer að öllum líkindum í einhverja þá hluti sem lögðust af á þessum tíma, er hluti af þessum 138 m.kr. þá ekki peningur nemenda? Það væri því ágætt að fá nákvæmar upplýsingar um það hvert þessi hækkandi upphæð, sem við greiðum skólanum tvisvar á ári er að fara? Fá fyrirtæki myndu boða til sambærilegra verðhækkana án útskýringa eða sérstakrar tilkynningar þess efnis,“ segir í bréfinu. Í bréfi sem nemar við Listaháskóla Íslands hafa sent skólastjórn kemur fram að stuðningur við listnema í nágrannalöndum sé miklu meiri en er á Íslandi.vísir/vilhelm Þá er því velt upp hvort skólagjöld Listaháskólans séu að upplagi of há en samkvæmt upplýsingum sem finna má á síðu Stúdentaráðs Háskóla Íslands eru skólagjöld á Íslandi ekki á pari við það sem þekkist meðal nágranna okkar á Norðurlöndunum né tekjur nemenda. „Sú er staðreyndin að hluti nemenda skuldsetur sig á meðan á námi stendur og því er fjárhagslegt öryggi þeirra til frambúðar ekki tryggt hérlendis.“ Íslenskir stúdentar fá miklu minni stuðning en nágrannar okkar Þá er bent á í bréfinu að 71 prósent íslenskra stúdenta vinni samhliða námi. Af þeim eru 72 prósent íslenskra stúdenta sem vinna því annars hefðu þeir ekki efni á því að stunda nám. Í samanburði við Norðurlöndin skora íslenskir stúdentar þar hæst. Fullyrt er að rúm 30 prósent stúdenta eigi við fjárhagslega örðugleika að stríða og fjórðungur þeirra telur að vinna samhliða námi hafi neikvæð áhrif á námsárangurinn. „Samkvæmt árstölum eru heildartekjur háskóla á ársnema á Norðurlöndunum að meðaltali 4,6 milljónir króna árlega en á Íslandi aðeins 2,9 milljónir. Nemendur á Íslandi fá því um 1,7 milljónum krónum minna. Raunin er því sú að fjárhagslegur stuðningur við fólk í námi er af skornum skammti miðað við önnur Norðurlönd.“ Undir bréfið skrifar Valgerður Birna Jónsdóttir fyrir hönd nemenda en jafnframt fylgir skjal með nöfnum þeirra.
Stjórnsýsla Háskólar Skóla - og menntamál Rekstur hins opinbera Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira