Níu af ríflega fjögur þúsund umsóknum metnar tilhæfulausar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. janúar 2023 12:03 Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Einungis níu af um fjögur þúsund og fimm hundruð umsóknum um alþjóðlega vernd á síðasta ári voru metnar tilhæfulausar. Þingmaður Samfylkingar telur að staðhæfingar um stjórnlaust ástand í útlendingamálum eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingmanns Samfylkingar, kemur fram að frá upphafi árs 2020 til ársloka 2022 hafi alls 32 umsóknir um alþjóðlega vernd verið metnar tilhæfulausar. Þar af voru níu árið 2020, fjórtán árið 2021 og níu í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun bárust ríflega fjögur þúsund umsóknir um alþjóðlega vernd í fyrra og er hlutfallið því vel innan við eitt prósent. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefur sagt í viðtölum að ástandið í útlendingamálum sé stjórnlaust og í umræðum á þinginu í október sagði hann ljóst að verið væri að misnota kerfið sem stæði öllum opið. Þórunn segist hafa lagt fram fyrirspurnina í ljósi þeirrar umræðu. „Fyrst og fremst finnst mér þetta sýna okkur að langflest sem leita hælis á Íslandi hafa fyrir því lögmætar ástæður og mér finnst gott að fá það fram í ljósi umræðunnar um einhvers konar stjórnlausan straum til landsins,“ segir Þórunn. Umræða um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra á að fara fram fljótlega eftir að Alþingi kemur saman á ný í næstu viku.Vísir/Vilhelm Hún telur þetta sýna fram á að svo sé ekki. „Það er hins vegar þannig ástand í heiminum að mjög margt fólk á rétt á alþjóðlegri vernd og við erum hluti af þessum umheimi og þurfum að axla okkar ábyrgð í þessu máli eins og önnur lönd.“ Umdeilt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var afgreitt úr nefnd í desember og gert er ráð fyrir annarri umræðu fljótlega eftir að Alþingi kemur saman á ný í næstu viku. Þórunn segir efnislega umræðu mjög brýna og að Samfylkingin muni beita sér gegn atriðum þess sem hún telur brjóta gegn mannréttindum fólks, líkt og t.d. ákvæði um svokallaða þrjátíu daga reglu. „Að menn missi þjónustu þrjátíu dögum eftir brottvísun hafi þeir ekki yfirgefið landið, eigi þá ekki rétt á heilbrigðisþjónustu eða neinu slíku,“ segir Þórunn. „Ég treysti því að frumvarpið verði ekki afgreitt með þeim hætti.“ Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Alþingi Samfylkingin Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingmanns Samfylkingar, kemur fram að frá upphafi árs 2020 til ársloka 2022 hafi alls 32 umsóknir um alþjóðlega vernd verið metnar tilhæfulausar. Þar af voru níu árið 2020, fjórtán árið 2021 og níu í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun bárust ríflega fjögur þúsund umsóknir um alþjóðlega vernd í fyrra og er hlutfallið því vel innan við eitt prósent. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefur sagt í viðtölum að ástandið í útlendingamálum sé stjórnlaust og í umræðum á þinginu í október sagði hann ljóst að verið væri að misnota kerfið sem stæði öllum opið. Þórunn segist hafa lagt fram fyrirspurnina í ljósi þeirrar umræðu. „Fyrst og fremst finnst mér þetta sýna okkur að langflest sem leita hælis á Íslandi hafa fyrir því lögmætar ástæður og mér finnst gott að fá það fram í ljósi umræðunnar um einhvers konar stjórnlausan straum til landsins,“ segir Þórunn. Umræða um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra á að fara fram fljótlega eftir að Alþingi kemur saman á ný í næstu viku.Vísir/Vilhelm Hún telur þetta sýna fram á að svo sé ekki. „Það er hins vegar þannig ástand í heiminum að mjög margt fólk á rétt á alþjóðlegri vernd og við erum hluti af þessum umheimi og þurfum að axla okkar ábyrgð í þessu máli eins og önnur lönd.“ Umdeilt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var afgreitt úr nefnd í desember og gert er ráð fyrir annarri umræðu fljótlega eftir að Alþingi kemur saman á ný í næstu viku. Þórunn segir efnislega umræðu mjög brýna og að Samfylkingin muni beita sér gegn atriðum þess sem hún telur brjóta gegn mannréttindum fólks, líkt og t.d. ákvæði um svokallaða þrjátíu daga reglu. „Að menn missi þjónustu þrjátíu dögum eftir brottvísun hafi þeir ekki yfirgefið landið, eigi þá ekki rétt á heilbrigðisþjónustu eða neinu slíku,“ segir Þórunn. „Ég treysti því að frumvarpið verði ekki afgreitt með þeim hætti.“
Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Alþingi Samfylkingin Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira