„Þetta slær mig náttúrulega ekki vel“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 14. janúar 2023 21:17 Hanna Katrín Friðriksdóttir þingmaður Viðreisnar segir að skipun forstjóra Sjúkratrygginga sé ekki til þess fallin að viðhalda trausti almennings á ráðstöfunum í opinberar stöður. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segist fylgja þeirri reglu að auglýsa í opinber störf en að í tilviki Sigurðar Helga Helgasonar, nýskipaðs forstjóra Sjúkratrygginga, sé hann svo öflugur stjórnandi að ekki hafi verið talin ástæða til að auglýsa stöðuna. Þingmaður segir útskýringarnar hálf kjánalegar. Ráðning nýs forstjóra Sjúkratrygginga vakti athygli í vikunni en eins og fyrr segir var ekki auglýst í starfið. Undantekningarheimild er í lögum sem gerir stjórnvöldum kleift að „færa“ starfsmann úr einu embætti í annað, án auglýsingar. Heimildina nýtti Lilja Dögg Alfreðsdóttir til að mynda við umdeilda skipun Þjóðminjavarðar fyrr á árinu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í gær að undantekningarheimildin væri ekki orðin að almennri reglu. Í tilviki nýráðins forstjóra Sjúkratrygginga hafi þó verið tilvalið að nýta heimildina, enda taldi heilbrigðisráðherra Sigurð Helga svo öflugan að ekki væri ástæða til að auglýsa. „Auðvitað er þetta hálf kjánalegt“ Hanna Katrín Friðriksdóttir þingmaður Viðreisnar segir athæfið ekki til eftirbreytni. „Þetta slær mig náttúrulega ekki vel. Við vitum það að auglýsingar og það að hafa opið og gegnsætt, bæði umsóknarferli og ráðningarferli, miðar að því að ráða hæfustu manneskjuna til starfa. Og það sem er ekki síður mikilvægt er að skapa traust um það nákvæmlega hvernig fólk velst í þessar opinberu stöður, þessar háu stöður.“ Hún segir gagnrýnina ekki snúast um þann sem var valinn var í starfið persónulega, frekar en í fyrri tilfellum. Málið snúist um það verkefni stjórnvalda að viðhalda trausti almennings. „Auðvitað er þetta hálf kjánalegt, vegna þess að hæf manneskja hefði þá bara farið fljúgandi í gegnum umsóknarferlið og allir vita það að þarna var verið að ráða hæfustu manneskjuna. Og allir verið sáttir þannig séð. Þannig að aftur, algjörlega burtséð frá þeirri manneskju sem um er að ræða, og ég dreg það ekkert í efa að hún sé hæf, [þá geta] hvorki ég né ráðherra – né aðrir – vitað hvort hún var best í starfið.“ Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Alþingi Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Sigurður svo öflugur að ekki hafi verið tilefni til að auglýsa starfið Heilbrigðisráðherra segist fylgja þeirri reglu að auglýsa í opinber störf en að í tilviki Sigurðar Helga Helgasonar, nýskipaðs forstjóra Sjúkratrygginga, sé hann svo öflugur stjórnandi að ekki hafi verið talin ástæða til að auglýsa stöðuna. 13. janúar 2023 12:04 Skipaður forstjóri Sjúkratrygginga án auglýsingar Sigurður Helgi Helgason, skrifstofustjóri skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, hefur verið skipaður forstjóri Sjúkratryggingar. Þetta staðfestir Sigurður í samtali við Vísi og segist spenntur að taka við starfinu. Stofnunin heyrir undir heilbrigðisráðuneyti Willums Þórs Þórssonar. 12. janúar 2023 15:02 Harpa sé hæf og staða Þjóðminjavarðar því ekki auglýst Lilja Dögg Alfreðsdóttir, safnaráðherra, hefur mátt sæta harðri gagnrýni vegna skipunar í stöðu Þjóðminjavarðar, án auglýsingar. Hún vísar gagnrýni á bug, vísar til lagaheimildar og segir Hörpu Þórsdóttur virkilega hæfa í starfið. 30. ágúst 2022 12:16 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Ráðning nýs forstjóra Sjúkratrygginga vakti athygli í vikunni en eins og fyrr segir var ekki auglýst í starfið. Undantekningarheimild er í lögum sem gerir stjórnvöldum kleift að „færa“ starfsmann úr einu embætti í annað, án auglýsingar. Heimildina nýtti Lilja Dögg Alfreðsdóttir til að mynda við umdeilda skipun Þjóðminjavarðar fyrr á árinu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í gær að undantekningarheimildin væri ekki orðin að almennri reglu. Í tilviki nýráðins forstjóra Sjúkratrygginga hafi þó verið tilvalið að nýta heimildina, enda taldi heilbrigðisráðherra Sigurð Helga svo öflugan að ekki væri ástæða til að auglýsa. „Auðvitað er þetta hálf kjánalegt“ Hanna Katrín Friðriksdóttir þingmaður Viðreisnar segir athæfið ekki til eftirbreytni. „Þetta slær mig náttúrulega ekki vel. Við vitum það að auglýsingar og það að hafa opið og gegnsætt, bæði umsóknarferli og ráðningarferli, miðar að því að ráða hæfustu manneskjuna til starfa. Og það sem er ekki síður mikilvægt er að skapa traust um það nákvæmlega hvernig fólk velst í þessar opinberu stöður, þessar háu stöður.“ Hún segir gagnrýnina ekki snúast um þann sem var valinn var í starfið persónulega, frekar en í fyrri tilfellum. Málið snúist um það verkefni stjórnvalda að viðhalda trausti almennings. „Auðvitað er þetta hálf kjánalegt, vegna þess að hæf manneskja hefði þá bara farið fljúgandi í gegnum umsóknarferlið og allir vita það að þarna var verið að ráða hæfustu manneskjuna. Og allir verið sáttir þannig séð. Þannig að aftur, algjörlega burtséð frá þeirri manneskju sem um er að ræða, og ég dreg það ekkert í efa að hún sé hæf, [þá geta] hvorki ég né ráðherra – né aðrir – vitað hvort hún var best í starfið.“
Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Alþingi Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Sigurður svo öflugur að ekki hafi verið tilefni til að auglýsa starfið Heilbrigðisráðherra segist fylgja þeirri reglu að auglýsa í opinber störf en að í tilviki Sigurðar Helga Helgasonar, nýskipaðs forstjóra Sjúkratrygginga, sé hann svo öflugur stjórnandi að ekki hafi verið talin ástæða til að auglýsa stöðuna. 13. janúar 2023 12:04 Skipaður forstjóri Sjúkratrygginga án auglýsingar Sigurður Helgi Helgason, skrifstofustjóri skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, hefur verið skipaður forstjóri Sjúkratryggingar. Þetta staðfestir Sigurður í samtali við Vísi og segist spenntur að taka við starfinu. Stofnunin heyrir undir heilbrigðisráðuneyti Willums Þórs Þórssonar. 12. janúar 2023 15:02 Harpa sé hæf og staða Þjóðminjavarðar því ekki auglýst Lilja Dögg Alfreðsdóttir, safnaráðherra, hefur mátt sæta harðri gagnrýni vegna skipunar í stöðu Þjóðminjavarðar, án auglýsingar. Hún vísar gagnrýni á bug, vísar til lagaheimildar og segir Hörpu Þórsdóttur virkilega hæfa í starfið. 30. ágúst 2022 12:16 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Sigurður svo öflugur að ekki hafi verið tilefni til að auglýsa starfið Heilbrigðisráðherra segist fylgja þeirri reglu að auglýsa í opinber störf en að í tilviki Sigurðar Helga Helgasonar, nýskipaðs forstjóra Sjúkratrygginga, sé hann svo öflugur stjórnandi að ekki hafi verið talin ástæða til að auglýsa stöðuna. 13. janúar 2023 12:04
Skipaður forstjóri Sjúkratrygginga án auglýsingar Sigurður Helgi Helgason, skrifstofustjóri skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, hefur verið skipaður forstjóri Sjúkratryggingar. Þetta staðfestir Sigurður í samtali við Vísi og segist spenntur að taka við starfinu. Stofnunin heyrir undir heilbrigðisráðuneyti Willums Þórs Þórssonar. 12. janúar 2023 15:02
Harpa sé hæf og staða Þjóðminjavarðar því ekki auglýst Lilja Dögg Alfreðsdóttir, safnaráðherra, hefur mátt sæta harðri gagnrýni vegna skipunar í stöðu Þjóðminjavarðar, án auglýsingar. Hún vísar gagnrýni á bug, vísar til lagaheimildar og segir Hörpu Þórsdóttur virkilega hæfa í starfið. 30. ágúst 2022 12:16