Lífið

Hringdi út á land og reyndi að kaupa sér at­kvæði

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Guðjón Smári er einn af þeim átta keppendum sem munu stíga á svið í fyrstu beinu útsendingu Idol í kvöld.
Guðjón Smári er einn af þeim átta keppendum sem munu stíga á svið í fyrstu beinu útsendingu Idol í kvöld. stöð 2

Í stórskemmtilegum símahrekk má heyra Idol keppandann Guðjón Smára hringja út á land og freista þess að tryggja sér atkvæði í þættinum í kvöld.

Idol keppendurnir Guðjón Smári og Bía voru gestir Gústa B í Veislunni á FM957 í gær. Í þættinum ræddu þau meðal annars um það hvaða áhrif Idol þátttakan hefur haft á líf þeirra hingað til.

Þá tókst Gústa B að plata Guðjón Smára til þess að gera símahrekk. Fyrirmælin voru þau að Guðjón skyldi hringja í bónda úti á landi og vera smá með stjörnustæla. Þá átti hann að reyna að sannfæra viðkomandi um að kjósa sig í kvöld þegar fyrsta beina útsending Idol fer fram.

Það var Aðalsteinn, bóndi á Akureyri, sem var fórnarlamb hrekksins. Aðalsteinn hafði fylgst vel með Idolinu og hafði sínar skoðanir á málunum. Í símtalinu bauðst Guðjón meðal annars til þess að borga honum pening fyrir hans atkvæði.

„Það þýðir ekkert að kaupa mig,“ heyrist Aðalsteinn bóndi segja áður en hann skellir á.

Hér að neðan má hlusta á símahrekkinn í heild sinni. Viðtalið við Guðjón og Bíu hefst á mínútu 24:45 en símahrekkurinn hefst á mínútu 55:32.


Tengdar fréttir

Þetta eru lögin sem Idol kepp­endur munu flytja í kvöld

Spennan magnast í Idol því fyrsta beina útsendingin fer fram í Idolhöllinni í Gufunesi í kvöld. Dómnefndin hefur valið þá átta keppendur sem standa eftir en í kvöld mun þjóðin velja þá sjö keppendur sem komast áfram.

Skipti um lag á síðustu stundu og til­einkaði Birgittu flutninginn

Í síðasta þætti af Idol fylgdumst við með keppendum, sem höfðu komist áfram úr fyrstu dómaraprufum, spreyta sig á svokölluðu millistigi sem fram fór í Salnum í Kópavogi. Einn þeirra keppenda var hinn tuttugu og fjögurra ára gamli Guðjón Smári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.