Innlent

Sviptu veikan bónda á Suður­landi öllum bú­fénaði og slátruðu

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
MAST segir vörslusviptinguna hafa verið framkvæmda með dýravelferð í huga.
MAST segir vörslusviptinguna hafa verið framkvæmda með dýravelferð í huga. Vísir/Eiður

Matvælastofnun hefur aflífað búfénað bónda á Suðurlandi í kjölfar vörslusviptingar. Um er að ræða nautgripi, hross, sauðfé og hænur.

Í tilkynningu frá MAST segir að allsherjar vörslusvipting hafi farið fram á bæ á Suðurlandi en um er að ræða alla gripi búsins. Þar segir jafnframt að vörslusviptingin hafi farið fram vegna þess að enginn hafi fengist til þess að sjá um dýrin þegar bóndi varð veikur.

Með dýravelferð til hliðsjónar hafi verið gengið í málið strax.

„Vegna veðurfarslegra aðstæðna var ekki hægt að bíða með þessar aðgerðir því vegna dýravelferðar hefði þurft að tryggja gripum aðgengi að vatni og fóðri,“ segir í tilkynningunni.

Tilkynninguna í heild sinni má sjá á vef MAST eða hér að neðan.

Tilkynning MAST

Matvælastofnun hefur vörslusvipt bónda á Suðurlandi öllum gripum þar sem engin fékkst til þess að sjá um gripi í veikindum bónda. Vegna veðurfarslegra aðstæðna var ekki hægt að bíða með þessar aðgerðir því vegna dýravelferðar hefði þurft að tryggja gripum aðgengi að vatni og fóðri.

Nautgripir og hross voru send til slátrunar en sauðfé og hænur voru aflífuð og þeim fargað.


Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×