Lisa Marie Presley er látin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. janúar 2023 06:16 Lisa Marie Presley lést í gærkvöldi. Getty Lisa Marie Presley, söngkona og eina dóttir Elvis og Priscillu Presley, er látin. Hún var 54 ára. Presley var flutt á sjúkrahús í gær eftir að hafa farið í hjartastopp. Móðir hennar, 77 ára, staðfesti andlát Presley í gærkvöldi. „Það er með harm í hjarta sem ég deili þeim fréttum með ykkur að fallega dóttir mín, Lisa Marie, hefur yfirgefið okkur,“ sagði Priscilla Presley í yfirlýsingu. Hún sagði dóttur sína hafa verið ástríðufulla, sterka og ástríka og bað um frið til handa fjölskyldunni til að fást við sorgina. Það var slúðursíðan TMZ sem greindi fyrst frá því í gær að Lisa Marie hefði verið flutt á sjúkrahús eftir að hafa farið í hjartastopp á heimili sínu í Calabasas í Kaliforníu. Í kjölfarið biðlaði Priscilla aðdáendur hennar um að biðja fyrir henni. Rest in Peace Lisa Marie Presley. #RIPLisaMarie #RIPLisaMariePresley pic.twitter.com/aJauQMEt8m— Classic Rock In Pics (@crockpics) January 13, 2023 Aðeins tveir sólahringar eru liðnir frá því að Lisa Marie og Priscilla mættu saman á Golden Globe verðalaunahátíðina, þar sem leikarinn Austin Butler hlaut verðlaun fyrir hlutverk sitt sem Elvis í samnefndri kvikmynd. Presley fæddist í Memphis Tennessee árið 1968 en flutti með móður sinni til Los Angeles þegar foreldrar hennar skildu. Þegar Elvis dó árið 1977 erfði Lisa Marie eignir hans ásamt afa sínum og ömmu en varð eini erfingi föður síns 25 ára, að þeim látnum. Dánarbúið var á sínum tíma metið á 100 milljónir dala en hún seldi meirihluta eignanna til Industrial media árið 2005, fyrir utan Graceland. Nicolas Cage shared an emotional tribute to Lisa Marie Presley after her tragic death on Thursday https://t.co/8AsftwV28q pic.twitter.com/MQsGRXBEqg— The Hollywood Reporter (@THR) January 13, 2023 Presley giftist fjórum sinnum; fyrst tónlistarmanninum Danny Keough, sem hún eignaðist með börnin Riley og Benjamin. Riley er þekkt leikkona en Benjamin svipti sig lífi árið 2020, aðeins 27 ára gamall. Presley sagði á sínum tíma að hún væri eyðilögð eftir fráfall sonar síns. Skömmu eftir skilnaðinn við Keough giftist Presley tónlistarmanninum Michael Jackson en það hjónband varði í 18 mánuði. Presley sagðist seinna hafa trúað á sakleysi Jackson, sem hafði verið sakaður um barnaníð, og hafa viljað bjarga honum. View this post on Instagram A post shared by John Travolta (@johntravolta) Presley giftist leikaranum Nicolas Cage í ágúst 2002 en Cage sótti um skilnað í nóvember sama ár. Árið 2006 gekk hún svo í hjónband með gítarleikaranum Michael Lockwood og eignaðist með honum tvíburana Harper og Finley. Presley og Lockwood voru gift í tíu ár, áður en hún sótti um skilnað. Presley var ávallt opinská varðandi baráttu sína við ópíóðafíkn, sem hún glímdi við eftir fæðingu tvíburanna. Hún tilheyrði Vísindakirkjunni í tvo áratugi en er sögð hafa gengið úr henni árið 2014. Hollywood Andlát Bandaríkin Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Sjá meira
„Það er með harm í hjarta sem ég deili þeim fréttum með ykkur að fallega dóttir mín, Lisa Marie, hefur yfirgefið okkur,“ sagði Priscilla Presley í yfirlýsingu. Hún sagði dóttur sína hafa verið ástríðufulla, sterka og ástríka og bað um frið til handa fjölskyldunni til að fást við sorgina. Það var slúðursíðan TMZ sem greindi fyrst frá því í gær að Lisa Marie hefði verið flutt á sjúkrahús eftir að hafa farið í hjartastopp á heimili sínu í Calabasas í Kaliforníu. Í kjölfarið biðlaði Priscilla aðdáendur hennar um að biðja fyrir henni. Rest in Peace Lisa Marie Presley. #RIPLisaMarie #RIPLisaMariePresley pic.twitter.com/aJauQMEt8m— Classic Rock In Pics (@crockpics) January 13, 2023 Aðeins tveir sólahringar eru liðnir frá því að Lisa Marie og Priscilla mættu saman á Golden Globe verðalaunahátíðina, þar sem leikarinn Austin Butler hlaut verðlaun fyrir hlutverk sitt sem Elvis í samnefndri kvikmynd. Presley fæddist í Memphis Tennessee árið 1968 en flutti með móður sinni til Los Angeles þegar foreldrar hennar skildu. Þegar Elvis dó árið 1977 erfði Lisa Marie eignir hans ásamt afa sínum og ömmu en varð eini erfingi föður síns 25 ára, að þeim látnum. Dánarbúið var á sínum tíma metið á 100 milljónir dala en hún seldi meirihluta eignanna til Industrial media árið 2005, fyrir utan Graceland. Nicolas Cage shared an emotional tribute to Lisa Marie Presley after her tragic death on Thursday https://t.co/8AsftwV28q pic.twitter.com/MQsGRXBEqg— The Hollywood Reporter (@THR) January 13, 2023 Presley giftist fjórum sinnum; fyrst tónlistarmanninum Danny Keough, sem hún eignaðist með börnin Riley og Benjamin. Riley er þekkt leikkona en Benjamin svipti sig lífi árið 2020, aðeins 27 ára gamall. Presley sagði á sínum tíma að hún væri eyðilögð eftir fráfall sonar síns. Skömmu eftir skilnaðinn við Keough giftist Presley tónlistarmanninum Michael Jackson en það hjónband varði í 18 mánuði. Presley sagðist seinna hafa trúað á sakleysi Jackson, sem hafði verið sakaður um barnaníð, og hafa viljað bjarga honum. View this post on Instagram A post shared by John Travolta (@johntravolta) Presley giftist leikaranum Nicolas Cage í ágúst 2002 en Cage sótti um skilnað í nóvember sama ár. Árið 2006 gekk hún svo í hjónband með gítarleikaranum Michael Lockwood og eignaðist með honum tvíburana Harper og Finley. Presley og Lockwood voru gift í tíu ár, áður en hún sótti um skilnað. Presley var ávallt opinská varðandi baráttu sína við ópíóðafíkn, sem hún glímdi við eftir fæðingu tvíburanna. Hún tilheyrði Vísindakirkjunni í tvo áratugi en er sögð hafa gengið úr henni árið 2014.
Hollywood Andlát Bandaríkin Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Sjá meira