Hafa aldrei keyrt eins mikið af snjó í burtu í borginni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. janúar 2023 14:01 Snjómokstur í Reykjavík stendur enn yfir en gríðarlegt magn af snjó er víða. Vísir/Vilhelm Snjómokstur stendur enn yfir í Reykjavík en vonir eru bundnar við að honum verði að mestu lokið eftir helgi. Á þriðja tug vörubíla vinna nú að því að fjarlægja snjóskafla. Rekstrarstjóri Borgarlandsins segir þau aldrei hafa flutt eins mikinn snjó og hefur vinnan því tekið lengri tíma en vanalega. Víða eru enn margir snjóskaflar í borginni eftir snjókomuna í desember en Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu Borgarlandsins, segir ástandið fara skánandi. Vinna síðustu daga hefur farið í að hreinsa götur, gangstéttir og kanta og verður áfram næstu daga. „Við erum að hreinsa götukassa og keyra í burtu snjó, það hefur verið svona aðalverkefnið hjá okkur og við höfum líka verið að leggja áherslu á vesturhlutann, vesturborgina, í því tilliti. Það eru svona verkefnin þessa dagana, það eru 25 til 30 vörubílar að keyra fram og til baka með snjó,“ segir Hjalti. Kyrrstæðir bílar hafi þó verið til vandræða þegar reynt hefur verið að moka götur og hliðarstæði. „Það hefur sérstaklega valdið okkur vandkvæðum í Vesturhlutanum en núna erum við að prófa það að senda SMS á íbúa í ákveðnum götum. Við sendum SMS á ákveðnar götur í gær og báðum fólk um að færa bílana sína í dag og það gekk bara rosalega vel,“ segir Hjalti. Snjórinn er eins og er fluttur á jarðvegshaug á Geirsnefinu en verið er að skoða fleiri staði þar sem núverandi haugur er að fyllast. „Þetta er bara svo mikið magn, við höfum aldrei keyrt eins mikið af snjó í burtu eins og við erum að gera núna. Þannig við erum svona að leita að öðrum stöðum og það á bara eftir að komast niðurstaða í það,“ segir Hjalti. Moksturinn tekið lengri tíma en muni gagnast í næsta stormi Með því að hreinsa vel núna muni það gagnast þegar næsti snjóstormur kemur óhjákvæmilega, enda miður vetur. „Við getum í raun og veru tekið við þeim snjó þegar við erum búin að hreinsa svona vel, þá erum við ekki í eins miklum vandræðum eins og ef væri fyrir. Þannig þetta hjálpar okkur líka þegar næsti stormur kemur,“ segir Hjalti. Mokstur í borginni hafi annars tekið nokkuð lengri tíma en þau ætluðu. „Við erum eins og ég sagði áðan að moka miklu meiri snjó í burtu en við höfum gert og þess vegna tekur þetta aðeins lengri tíma,“ segir Hjalti. Hvenær gerið þið ráð fyrir að þetta verði komið í nokkuð eðlilegt horf? „Vonandi bara fljótlega eftir helgi, þá vonumst við til að þessu verði að mestu lokið. Það verða náttúrulega alltaf einhverjar snyrtingar en að mestu lokið strax eftir helgi. Það er alla vega planið.“ Snjómokstur Reykjavík Tengdar fréttir Frost að tíu stigum og enn kaldara á morgun Veðurstofan spáir norðan- og norðaustanátt í dag, víða kalda eða strekkingi og éljum, en þurrt að kalla um landið sunnanvert. 12. janúar 2023 07:09 Íbúar beðnir um að sýna þolinmæði Búist er við að það taki fjóra til sex daga að klára að moka allar helstu götur í Reykjavík. Snjóruðningstæki byrjuðu að ryðja götur í nótt. Borgarbúar eru minntir á að moka frá ruslatunnum. 27. desember 2022 12:01 Vantaði 26 snjómoksturstæki á götuna fyrst eftir snjókomuna Borgaryfirvöld kanna nú hvers vegna undirverktakar með samning um viðbótarmokstursþjónustu við borgina hafi ekki verið tilbúnir fyrsta sólarhringinn eftir að mikla snjókomu gerði í síðustu viku. Tuttugu og sex tæki vantaði á göturnar vegna þess. 22. desember 2022 15:50 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Fleiri fréttir Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Sjá meira
Víða eru enn margir snjóskaflar í borginni eftir snjókomuna í desember en Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu Borgarlandsins, segir ástandið fara skánandi. Vinna síðustu daga hefur farið í að hreinsa götur, gangstéttir og kanta og verður áfram næstu daga. „Við erum að hreinsa götukassa og keyra í burtu snjó, það hefur verið svona aðalverkefnið hjá okkur og við höfum líka verið að leggja áherslu á vesturhlutann, vesturborgina, í því tilliti. Það eru svona verkefnin þessa dagana, það eru 25 til 30 vörubílar að keyra fram og til baka með snjó,“ segir Hjalti. Kyrrstæðir bílar hafi þó verið til vandræða þegar reynt hefur verið að moka götur og hliðarstæði. „Það hefur sérstaklega valdið okkur vandkvæðum í Vesturhlutanum en núna erum við að prófa það að senda SMS á íbúa í ákveðnum götum. Við sendum SMS á ákveðnar götur í gær og báðum fólk um að færa bílana sína í dag og það gekk bara rosalega vel,“ segir Hjalti. Snjórinn er eins og er fluttur á jarðvegshaug á Geirsnefinu en verið er að skoða fleiri staði þar sem núverandi haugur er að fyllast. „Þetta er bara svo mikið magn, við höfum aldrei keyrt eins mikið af snjó í burtu eins og við erum að gera núna. Þannig við erum svona að leita að öðrum stöðum og það á bara eftir að komast niðurstaða í það,“ segir Hjalti. Moksturinn tekið lengri tíma en muni gagnast í næsta stormi Með því að hreinsa vel núna muni það gagnast þegar næsti snjóstormur kemur óhjákvæmilega, enda miður vetur. „Við getum í raun og veru tekið við þeim snjó þegar við erum búin að hreinsa svona vel, þá erum við ekki í eins miklum vandræðum eins og ef væri fyrir. Þannig þetta hjálpar okkur líka þegar næsti stormur kemur,“ segir Hjalti. Mokstur í borginni hafi annars tekið nokkuð lengri tíma en þau ætluðu. „Við erum eins og ég sagði áðan að moka miklu meiri snjó í burtu en við höfum gert og þess vegna tekur þetta aðeins lengri tíma,“ segir Hjalti. Hvenær gerið þið ráð fyrir að þetta verði komið í nokkuð eðlilegt horf? „Vonandi bara fljótlega eftir helgi, þá vonumst við til að þessu verði að mestu lokið. Það verða náttúrulega alltaf einhverjar snyrtingar en að mestu lokið strax eftir helgi. Það er alla vega planið.“
Snjómokstur Reykjavík Tengdar fréttir Frost að tíu stigum og enn kaldara á morgun Veðurstofan spáir norðan- og norðaustanátt í dag, víða kalda eða strekkingi og éljum, en þurrt að kalla um landið sunnanvert. 12. janúar 2023 07:09 Íbúar beðnir um að sýna þolinmæði Búist er við að það taki fjóra til sex daga að klára að moka allar helstu götur í Reykjavík. Snjóruðningstæki byrjuðu að ryðja götur í nótt. Borgarbúar eru minntir á að moka frá ruslatunnum. 27. desember 2022 12:01 Vantaði 26 snjómoksturstæki á götuna fyrst eftir snjókomuna Borgaryfirvöld kanna nú hvers vegna undirverktakar með samning um viðbótarmokstursþjónustu við borgina hafi ekki verið tilbúnir fyrsta sólarhringinn eftir að mikla snjókomu gerði í síðustu viku. Tuttugu og sex tæki vantaði á göturnar vegna þess. 22. desember 2022 15:50 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Fleiri fréttir Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Sjá meira
Frost að tíu stigum og enn kaldara á morgun Veðurstofan spáir norðan- og norðaustanátt í dag, víða kalda eða strekkingi og éljum, en þurrt að kalla um landið sunnanvert. 12. janúar 2023 07:09
Íbúar beðnir um að sýna þolinmæði Búist er við að það taki fjóra til sex daga að klára að moka allar helstu götur í Reykjavík. Snjóruðningstæki byrjuðu að ryðja götur í nótt. Borgarbúar eru minntir á að moka frá ruslatunnum. 27. desember 2022 12:01
Vantaði 26 snjómoksturstæki á götuna fyrst eftir snjókomuna Borgaryfirvöld kanna nú hvers vegna undirverktakar með samning um viðbótarmokstursþjónustu við borgina hafi ekki verið tilbúnir fyrsta sólarhringinn eftir að mikla snjókomu gerði í síðustu viku. Tuttugu og sex tæki vantaði á göturnar vegna þess. 22. desember 2022 15:50