Innlent

Ís­lands­banki kunni að hafa brotið lög við út­boðið

Árni Sæberg skrifar
Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka.
Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm

Í frummati fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna athugunar á framkvæmd Íslandsbanka hf. á útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5 prósent eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka segir að FME telji að bankinn kunni að hafa brotið gegn lögum og reglum sem um bankann gilda.

Íslandsbanki hefur fengið í hendur frummat fjármálaeftirlitsins vegna útboðsins sem fór fram þann 22. mars í fyrra, að því er segir í tilkynningu frá Íslandsbanka.

 Þar segir að í frummatinu sé athygli vakin á heimildum FME til að leggja á stjórnvaldssektir og ljúka málinu með sátt. 

Sáttarferli sé hafið og bankinn muni á næstu vikum setja fram skýringar sínar og sjónarmið við frummati FME. Stjórnendur bankans taki frummat FME alvarlega. Eins og áður hafi verið greint frá hafi bankinn þegar gert breytingar á innri reglum og ferlum og muni halda slíkri vinnu áfram í sáttarferlinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×