Börsungar styrktu stöðu sína á toppnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. janúar 2023 21:56 Ousmane Dembele skoraði eina mark leiksins í kvöld. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images Barcelona er nú með þriggja stiga forskot á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir sterkan 0-1 útisigur gegn Atlético Madrid í stórleik 16. umferðarinnar. Ousmane Dembele skoraði eina mark leiksins á 22. mínútu eftir stoðsendingu frá Gavi og Börsungar hafa því skapað sér smá andrými frá erkifjendum sínum í Real Madrid sem sitja í öðru sæti deildarinnar. Þrátt fyrir að aðeins eitt mark hafi verið skorað í leiknum er ekki þar með sagt að ekkert annað hafi gerst. Undir lok uppbótartímans í síðari hálfleik var allt á suðupunkti sem endaði með því að tveir leikmenn voru sendir af velli með rautt spjald. Stefan Savic og Ferran Torres fengu báðir að líta beint rautt spjald og missa því af næstu leikjum. Barcelona er sem áður segir á toppi deildarinnar, en liðið er með 41 stig eftir 16 leiki. Atlético Madrid situr hins vegar í fimmta sæti með 27 stig, en liðið hafði unnið fimm leiki í röð í öllum keppnum. Spænski boltinn
Barcelona er nú með þriggja stiga forskot á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir sterkan 0-1 útisigur gegn Atlético Madrid í stórleik 16. umferðarinnar. Ousmane Dembele skoraði eina mark leiksins á 22. mínútu eftir stoðsendingu frá Gavi og Börsungar hafa því skapað sér smá andrými frá erkifjendum sínum í Real Madrid sem sitja í öðru sæti deildarinnar. Þrátt fyrir að aðeins eitt mark hafi verið skorað í leiknum er ekki þar með sagt að ekkert annað hafi gerst. Undir lok uppbótartímans í síðari hálfleik var allt á suðupunkti sem endaði með því að tveir leikmenn voru sendir af velli með rautt spjald. Stefan Savic og Ferran Torres fengu báðir að líta beint rautt spjald og missa því af næstu leikjum. Barcelona er sem áður segir á toppi deildarinnar, en liðið er með 41 stig eftir 16 leiki. Atlético Madrid situr hins vegar í fimmta sæti með 27 stig, en liðið hafði unnið fimm leiki í röð í öllum keppnum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti