Blaðamenn gera skammtímasamning Árni Sæberg skrifar 6. janúar 2023 17:56 Farið var vel yfir kjarasamninginn fyrir undirritun. Blaðamannafélag Íslands/AA Blaðamannafélag Íslands og Samtök atvinnulífsins skrifuðu undir skammtímakjarasamning í dag. Samningurinn er samhljóða þeim sem undirritaðir hafa verið á almennum markaði undanfarnar vikur. Í tilkynningu á vef Blaðamannafélagsins segir að samningurinn sé afturvirkur til 1. nóvember síðastliðins og feli í sér hliðstæðar hækkanir launataxta og samið hafði verið um við stóru stéttarfélögin á síðustu vikum, VR, iðnaðarmenn og SGS. Samningurinn verði kynntur strax eftir helgi á þeim vinnustöðum sem SA semja fyrir. Það eru Ríkisútvarpið, Árvakur og Sýn. Í kjölfarið verði samningarnir bornir undir atkvæði hjá félagsfólki BÍ. Þá var einnig samið um það að dagskrárgerðarfólk á RÚV, sem eru félagar í BÍ fengi sömu grunnhækkanir, einnig afturvirkar til 1. nóvember 2022. Ekki kjaraleiðréttingin sem farið var fram á „Þetta er ekki sú kjaraleiðrétting sem við höfðum farið fram á, en vegna aðstæðna töldum við rétt að framlengja núgildandi samninga í samræmi við það sem önnur félög hafa gert,“ er haft eftir Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formanni BÍ, í tilkynningu. Þá segir að samið verði um önnur atriði í upprunalegri kröfugerð BÍ á gildistíma skammtímasamningsins og tímasett áætlun um þær viðræður sé hluti af samningunum sem ritað var undir í dag. Nú þegar hafi verið boðað til fyrsta sameiginlega vinnufundar samningsaðila til að hrinda þeirri viðræðuáætlun i framkvæmd. „Við munum leggja áherslu á að áhersluatriði okkar í kröfugerðinni sem lögð var fram, munu nást fram í nýjum viðræðum sem hafa langtímsamning að markmiði. Þar er meðal annars ætlunin að endurskoða kjarasamninginn frá grunni. Þær viðræður hefjast strax í lok janúar,“ er haft eftir Sigríði Dögg. Að lokum segir að BÍ muni í framhaldinu hefja viðræður við alla þá miðla sem standa utan SA og samið er við sérstaklega. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Fjölmiðlar Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Í tilkynningu á vef Blaðamannafélagsins segir að samningurinn sé afturvirkur til 1. nóvember síðastliðins og feli í sér hliðstæðar hækkanir launataxta og samið hafði verið um við stóru stéttarfélögin á síðustu vikum, VR, iðnaðarmenn og SGS. Samningurinn verði kynntur strax eftir helgi á þeim vinnustöðum sem SA semja fyrir. Það eru Ríkisútvarpið, Árvakur og Sýn. Í kjölfarið verði samningarnir bornir undir atkvæði hjá félagsfólki BÍ. Þá var einnig samið um það að dagskrárgerðarfólk á RÚV, sem eru félagar í BÍ fengi sömu grunnhækkanir, einnig afturvirkar til 1. nóvember 2022. Ekki kjaraleiðréttingin sem farið var fram á „Þetta er ekki sú kjaraleiðrétting sem við höfðum farið fram á, en vegna aðstæðna töldum við rétt að framlengja núgildandi samninga í samræmi við það sem önnur félög hafa gert,“ er haft eftir Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formanni BÍ, í tilkynningu. Þá segir að samið verði um önnur atriði í upprunalegri kröfugerð BÍ á gildistíma skammtímasamningsins og tímasett áætlun um þær viðræður sé hluti af samningunum sem ritað var undir í dag. Nú þegar hafi verið boðað til fyrsta sameiginlega vinnufundar samningsaðila til að hrinda þeirri viðræðuáætlun i framkvæmd. „Við munum leggja áherslu á að áhersluatriði okkar í kröfugerðinni sem lögð var fram, munu nást fram í nýjum viðræðum sem hafa langtímsamning að markmiði. Þar er meðal annars ætlunin að endurskoða kjarasamninginn frá grunni. Þær viðræður hefjast strax í lok janúar,“ er haft eftir Sigríði Dögg. Að lokum segir að BÍ muni í framhaldinu hefja viðræður við alla þá miðla sem standa utan SA og samið er við sérstaklega.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Fjölmiðlar Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira