Felur fjórum að vinna greinargerðir um ákveðna kafla stjórnarskrárinnar Atli Ísleifsson skrifar 6. janúar 2023 13:07 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Sérfræðingunum fjórum er ætlað að taka saman greinargerðir um þá kafla stjórnarskrárinnar sem fjalla um Alþingi, dómstóla og mannréttindi. Vísir/Egill Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur falið fjórum sérfræðingum – þeim Þórði Bogasyni, Hafsteini Þór Haukssyni, Róberti Spanó og Valgerði Sólnes – að taka saman greinargerðir um þá kafla stjórnarskrárinnar sem fjalla um Alþingi, dómstóla og mannréttindi. Sagt er frá þessu á vef forsætisráðuneytisins. Þar segir að sérfræðivinna þessi sé í samræmi við það hvernig ákveðið var í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna að halda áfram þeirri heildstæðu yfirferð yfir stjórnarskrána sem hafi hafist á síðasta kjörtímabili. Þá hafi meðal annars verið tekin fyrir ákvæði um auðlindir og umhverfismál og kafli um handhafa framkvæmdarvalds. „Þórður Bogason hæstaréttarlögmaður mun vinna greinargerð um IV. kafla stjórnarskrárinnar sem fjallar um Alþingi. Þær breytingar sem orðið hafa á kaflanum frá lýðveldisstofnun snúa einkum að afnámi deildaskiptingar Alþingis. Á þeim tíma hafa orðið miklar breytingar á starfsháttum Alþingis og töluverð þróun alþjóðlega er varðar starfsemi þjóðþinga. Hafsteinn Þór Hauksson mun skoða kafla stjórnarskrárinnar um dómstóla.Stöð 2 Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, mun vinna greinargerð um V. kafla stjórnarskrárinnar sem fjallar um dómstóla. Kaflinn hefur lítið breyst frá lýðveldisstofnun en síðan þá hefur dómskerfið þróast auk þess sem mikil þróun hefur verið á alþjóðavettvangi varðandi meðferð dómsvalds í réttarríki. Róbert Spanó, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og fv. forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, og Valgerður Sólnes, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, munu vinna greinargerð um mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Við endurskoðun mannréttindakaflans 1995 var megináhersla lögð á að festa í sessi fyrstu og annarrar kynslóðar mannréttindi, þ.e. borgaraleg, stjórnmálaleg, efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Síðan þá hefur alþjóðleg réttarþróun á sviði mannréttinda orðið til þess að dýpka inntak ýmissa mannréttindahugtaka og skilning á samspili þeirra innbyrðis. Gert er ráð fyrir því að sérfræðingarnir skili greinargerðum sínum til forsætisráðuneytisins eigi síðar en 1. september nk. Munu þeir í vinnu sinni taka mið af þeirri stjórnarskrárvinnu sem fram hefur farið hér á landi frá 2005,“ segir í tilkynningunni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnarskrá Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður The Vivienne er látin Erlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Erlent Fleiri fréttir Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Sagt er frá þessu á vef forsætisráðuneytisins. Þar segir að sérfræðivinna þessi sé í samræmi við það hvernig ákveðið var í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna að halda áfram þeirri heildstæðu yfirferð yfir stjórnarskrána sem hafi hafist á síðasta kjörtímabili. Þá hafi meðal annars verið tekin fyrir ákvæði um auðlindir og umhverfismál og kafli um handhafa framkvæmdarvalds. „Þórður Bogason hæstaréttarlögmaður mun vinna greinargerð um IV. kafla stjórnarskrárinnar sem fjallar um Alþingi. Þær breytingar sem orðið hafa á kaflanum frá lýðveldisstofnun snúa einkum að afnámi deildaskiptingar Alþingis. Á þeim tíma hafa orðið miklar breytingar á starfsháttum Alþingis og töluverð þróun alþjóðlega er varðar starfsemi þjóðþinga. Hafsteinn Þór Hauksson mun skoða kafla stjórnarskrárinnar um dómstóla.Stöð 2 Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, mun vinna greinargerð um V. kafla stjórnarskrárinnar sem fjallar um dómstóla. Kaflinn hefur lítið breyst frá lýðveldisstofnun en síðan þá hefur dómskerfið þróast auk þess sem mikil þróun hefur verið á alþjóðavettvangi varðandi meðferð dómsvalds í réttarríki. Róbert Spanó, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og fv. forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, og Valgerður Sólnes, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, munu vinna greinargerð um mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Við endurskoðun mannréttindakaflans 1995 var megináhersla lögð á að festa í sessi fyrstu og annarrar kynslóðar mannréttindi, þ.e. borgaraleg, stjórnmálaleg, efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Síðan þá hefur alþjóðleg réttarþróun á sviði mannréttinda orðið til þess að dýpka inntak ýmissa mannréttindahugtaka og skilning á samspili þeirra innbyrðis. Gert er ráð fyrir því að sérfræðingarnir skili greinargerðum sínum til forsætisráðuneytisins eigi síðar en 1. september nk. Munu þeir í vinnu sinni taka mið af þeirri stjórnarskrárvinnu sem fram hefur farið hér á landi frá 2005,“ segir í tilkynningunni.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnarskrá Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður The Vivienne er látin Erlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Erlent Fleiri fréttir Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Sjá meira