12. umferð CS:GO | Ármann lagði Dusty | Hreyfingar á toppnum Snorri Rafn Hallsson skrifar 7. janúar 2023 13:01 Ljósleiðaradeildin í CS:GO hóf aftur göngu sína eftir jólafrí. Nokkrar breytingar hafa orðið á liðunum. Leikmannaskipti Áður en farið er yfir leiki vikunnar er vert að líta á þau leikmannaskipti sem orðið hafa. Stærstu fréttirnar eru þær að fyrrum Dusty leikmennirnir Bjarni og LeFluff eru nú sameinaðir á ný eftir að LeFluff færði sig frá Fylki til Atlantic. LAVA og Þór hafa einnig eflt raðir sínar, J0n og H0Z1D3R leika nú með LAVA en Þór fékk til sín Allee og Tony frá Viðstöðu og CLVR frá Atlantic. Dusty bætti einnig við sig tveimur leikmönnum, hinum unga og upprenandi Hugo ásamt KiddaDisco. Leikir vikunnar Þór 16 – 9 Fylkir Þór og Fylkir hleyptu umferðinni af stað og ekki vantaði kraftinn í Allee sem nú er kominn aftur til Þórs. Þór náði snemma forskoti 3–0 en Fylkir jafnaði um hæl. Þórsarar ruku þá fram úr með 8 lotum í röð þar sem liðið var ævintýragjarnt og áhættusækið, og krækti nýliðin Tony meðal annars í ás í 9. lotu. Ferkst blóð í röðum Þórs er því greinilega að borga sig. Staðan var 11–4 fyrir Þór í hálfleik en í þeim síðari stóðu Fylkismenn sig örlítið betur. Það dugði þó engan veginn til og stórsigur Þórs staðreynd. Ármann 16 – 12 Dusty Ármann átti harma að hefna eftir að hafa tapað 16–3 fyrir Dusty síðast þegar liðin mættust í Ljósleiðaradeildinni. Liðin mættust í Inferno og var leikurinn jafn framan af þar sem Dusty átti auðvelt með að komast inn á sprengjusvæðin. Undir lok hálfleiksins skellti Ármann í lás og vann fimm lotur í röð til að tryggja sér gott forskot, 10–5, og stóð nýliðinn BRNR sig afar vel við hlið reynsluboltanna Vargs og Ofvirks. Í síðari hálfleik komst Dusty afar nærri því að jafna leikinn þar sem PalliB0ndi var lykilmaður í því að sjá við hikandi aðgerðum Ármanns. ármanni tókst þó að setja pressu á Dusty undir lok leiksins og innsiglaði Hundzi sigurinn í 28. lotu. LAVA 13 – 16 TEN5ION Fyrri leikur liðanna hafði verið tæpur þar sem LAVA vann 16–14 og framan af þessum leik stefndi allt í að LAVA hefði sigur á ný. Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur framan af þar sem liðin skiptust á að raða inn hverri lotunni á fætur annarri og taka forystuna en undir lokin jafnaðist hann og var LAVA yfir 8–7 þegar liðin skiptu um hlutverk. LAVA jók enn á forskotið í upphafi síðari hálfleiks en þegar TEN5ION loks fann leið til að komast í gegnum vörnina brustu flóðgáttirnar. Sjö lotu lokasprettur þar sem leikmenn TEN5ION spiluðu einfaldan leik en unnu vel úr erfiðum stöðum skilaði sér í sigri liðsins á LAVA. Atlantic 16 –8 FH Síðast þegar þessi lið mættust gekk Atlantic undir nafninu NÚ og FH lék undir merkjum SAGA. Þá hafði SAGA betur 16–9 en síðan hefur Atlantic bæði vaxið fiskur um hrygg og tekist að nappa lykilmanni Fylkis, LeFluff. Atlnatic hafði yfirhöndina í leiknum allt frá upphafi, en það þýddi ekki að FH kæmist ekki inn á sprengjusvæðin og ylli þar usla. Flest stig FH komu í kjölfarið á vel heppnuðum sprengingum en nokkrum sinnum tókst Atlantic líka að aftengja. Staðan í hálfleik var 9–6 fyrir Atlantic en forskotið átti eftir að aukast til muna. Sóknarleikur Atlantic var virkilega beittur og síðari hálfleikur því afar einhliða og náði FH einungis í tvær lotur áður en Atlantic sigldi sigrinum heim. Breiðablik 16 – 10 Viðstöðu Lið Breiðabliks hefur heldur betur gert sig gildandi eftir að hafa komið nýtt inn í deildina og á fimmtudaginn varð engin breyting þar á. Liðið leiddi leikinn í fyrri hálfleik og voru leikmenn þess snöggir að koma til baka þegar Viðstöðu fann veika bletti á vörninni. LiLLehh og Viruz voru í fararbroddi Breiðabliks sem var yfir 9–6 þegar liðin skiptu um hlutverk. Viðstöðu tókst að minnka muninn í 9–7 þar sem Mozar7 og Blazter fóru á kostum í gegnum leikinn en sex lotu runa þar sem Breiðablik hélt ró sinni og stillti andstæðingunum upp við vegg tryggði Blikum að lokum sigurinn. Staðan Stöðutaflan hefur breyst töluvert frá því í síðustu umferð. Atlantic trónir enn á toppnum en Þór hefur tekið annað sætið af Dusty. Sannkallaður toppslagur verður því á milli Atlantic og Þórs þegar liðin mætast næsta fimmtudag. Breiðablik og Ármann hafa lyft sér upp í fjórða og fimmta sætið og enn er nóg eftir af deildinni til að liðin geti gert atlögu að toppliðunum ef þau spila vel. Eftir ta Næstu leikir 13. umferðin fer fram dagana 10. og 12. janúar og er dagskráin eftirfarandi: TEN5ION – Dusty, þriðjudaginn 10/1 kl. 19:30 Ármann – Fylkir, þriðjudaginn 10/1 kl. 20:30 LAVA – Breiðablik, fimmtudaginn 12/1 kl. 19:30 Þór – Atlantic, fimmtudaginn 12/1 kl. 20:30 FH – Viðstöðu, fimmtudaginn 12/1 kl. 21:30 Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Dusty Þór Akureyri Ármann Breiðablik FH Fylkir Tengdar fréttir Allee rauf 30-fellu múrinn í fyrsta leik sínum fyrir Þór Ljósleiðaradeildin í CS:GO sneri aftur eftir frí með viðureign Fylkis og Þórs í Mirage 4. janúar 2023 14:16 Vargur og félagar lögðu meistarana Síðari leikur gærkvöldsins í Ljósleiðaradeildinni var á milli Dusty og Ármanns sem farið er að ógna liðunum á toppnum. 4. janúar 2023 16:01 Tilþrifin: Th0r mætti ferskur eftir pásuna löngu Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það Th0r í liði Dusty sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 4. janúar 2023 10:45 Tilþrifin: Pabo tekur út þrjá og klárar lotuna Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það Pabo í liði Viðstöðu sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 6. janúar 2023 10:46 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1
Leikmannaskipti Áður en farið er yfir leiki vikunnar er vert að líta á þau leikmannaskipti sem orðið hafa. Stærstu fréttirnar eru þær að fyrrum Dusty leikmennirnir Bjarni og LeFluff eru nú sameinaðir á ný eftir að LeFluff færði sig frá Fylki til Atlantic. LAVA og Þór hafa einnig eflt raðir sínar, J0n og H0Z1D3R leika nú með LAVA en Þór fékk til sín Allee og Tony frá Viðstöðu og CLVR frá Atlantic. Dusty bætti einnig við sig tveimur leikmönnum, hinum unga og upprenandi Hugo ásamt KiddaDisco. Leikir vikunnar Þór 16 – 9 Fylkir Þór og Fylkir hleyptu umferðinni af stað og ekki vantaði kraftinn í Allee sem nú er kominn aftur til Þórs. Þór náði snemma forskoti 3–0 en Fylkir jafnaði um hæl. Þórsarar ruku þá fram úr með 8 lotum í röð þar sem liðið var ævintýragjarnt og áhættusækið, og krækti nýliðin Tony meðal annars í ás í 9. lotu. Ferkst blóð í röðum Þórs er því greinilega að borga sig. Staðan var 11–4 fyrir Þór í hálfleik en í þeim síðari stóðu Fylkismenn sig örlítið betur. Það dugði þó engan veginn til og stórsigur Þórs staðreynd. Ármann 16 – 12 Dusty Ármann átti harma að hefna eftir að hafa tapað 16–3 fyrir Dusty síðast þegar liðin mættust í Ljósleiðaradeildinni. Liðin mættust í Inferno og var leikurinn jafn framan af þar sem Dusty átti auðvelt með að komast inn á sprengjusvæðin. Undir lok hálfleiksins skellti Ármann í lás og vann fimm lotur í röð til að tryggja sér gott forskot, 10–5, og stóð nýliðinn BRNR sig afar vel við hlið reynsluboltanna Vargs og Ofvirks. Í síðari hálfleik komst Dusty afar nærri því að jafna leikinn þar sem PalliB0ndi var lykilmaður í því að sjá við hikandi aðgerðum Ármanns. ármanni tókst þó að setja pressu á Dusty undir lok leiksins og innsiglaði Hundzi sigurinn í 28. lotu. LAVA 13 – 16 TEN5ION Fyrri leikur liðanna hafði verið tæpur þar sem LAVA vann 16–14 og framan af þessum leik stefndi allt í að LAVA hefði sigur á ný. Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur framan af þar sem liðin skiptust á að raða inn hverri lotunni á fætur annarri og taka forystuna en undir lokin jafnaðist hann og var LAVA yfir 8–7 þegar liðin skiptu um hlutverk. LAVA jók enn á forskotið í upphafi síðari hálfleiks en þegar TEN5ION loks fann leið til að komast í gegnum vörnina brustu flóðgáttirnar. Sjö lotu lokasprettur þar sem leikmenn TEN5ION spiluðu einfaldan leik en unnu vel úr erfiðum stöðum skilaði sér í sigri liðsins á LAVA. Atlantic 16 –8 FH Síðast þegar þessi lið mættust gekk Atlantic undir nafninu NÚ og FH lék undir merkjum SAGA. Þá hafði SAGA betur 16–9 en síðan hefur Atlantic bæði vaxið fiskur um hrygg og tekist að nappa lykilmanni Fylkis, LeFluff. Atlnatic hafði yfirhöndina í leiknum allt frá upphafi, en það þýddi ekki að FH kæmist ekki inn á sprengjusvæðin og ylli þar usla. Flest stig FH komu í kjölfarið á vel heppnuðum sprengingum en nokkrum sinnum tókst Atlantic líka að aftengja. Staðan í hálfleik var 9–6 fyrir Atlantic en forskotið átti eftir að aukast til muna. Sóknarleikur Atlantic var virkilega beittur og síðari hálfleikur því afar einhliða og náði FH einungis í tvær lotur áður en Atlantic sigldi sigrinum heim. Breiðablik 16 – 10 Viðstöðu Lið Breiðabliks hefur heldur betur gert sig gildandi eftir að hafa komið nýtt inn í deildina og á fimmtudaginn varð engin breyting þar á. Liðið leiddi leikinn í fyrri hálfleik og voru leikmenn þess snöggir að koma til baka þegar Viðstöðu fann veika bletti á vörninni. LiLLehh og Viruz voru í fararbroddi Breiðabliks sem var yfir 9–6 þegar liðin skiptu um hlutverk. Viðstöðu tókst að minnka muninn í 9–7 þar sem Mozar7 og Blazter fóru á kostum í gegnum leikinn en sex lotu runa þar sem Breiðablik hélt ró sinni og stillti andstæðingunum upp við vegg tryggði Blikum að lokum sigurinn. Staðan Stöðutaflan hefur breyst töluvert frá því í síðustu umferð. Atlantic trónir enn á toppnum en Þór hefur tekið annað sætið af Dusty. Sannkallaður toppslagur verður því á milli Atlantic og Þórs þegar liðin mætast næsta fimmtudag. Breiðablik og Ármann hafa lyft sér upp í fjórða og fimmta sætið og enn er nóg eftir af deildinni til að liðin geti gert atlögu að toppliðunum ef þau spila vel. Eftir ta Næstu leikir 13. umferðin fer fram dagana 10. og 12. janúar og er dagskráin eftirfarandi: TEN5ION – Dusty, þriðjudaginn 10/1 kl. 19:30 Ármann – Fylkir, þriðjudaginn 10/1 kl. 20:30 LAVA – Breiðablik, fimmtudaginn 12/1 kl. 19:30 Þór – Atlantic, fimmtudaginn 12/1 kl. 20:30 FH – Viðstöðu, fimmtudaginn 12/1 kl. 21:30 Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Dusty Þór Akureyri Ármann Breiðablik FH Fylkir Tengdar fréttir Allee rauf 30-fellu múrinn í fyrsta leik sínum fyrir Þór Ljósleiðaradeildin í CS:GO sneri aftur eftir frí með viðureign Fylkis og Þórs í Mirage 4. janúar 2023 14:16 Vargur og félagar lögðu meistarana Síðari leikur gærkvöldsins í Ljósleiðaradeildinni var á milli Dusty og Ármanns sem farið er að ógna liðunum á toppnum. 4. janúar 2023 16:01 Tilþrifin: Th0r mætti ferskur eftir pásuna löngu Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það Th0r í liði Dusty sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 4. janúar 2023 10:45 Tilþrifin: Pabo tekur út þrjá og klárar lotuna Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það Pabo í liði Viðstöðu sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 6. janúar 2023 10:46 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1
Allee rauf 30-fellu múrinn í fyrsta leik sínum fyrir Þór Ljósleiðaradeildin í CS:GO sneri aftur eftir frí með viðureign Fylkis og Þórs í Mirage 4. janúar 2023 14:16
Vargur og félagar lögðu meistarana Síðari leikur gærkvöldsins í Ljósleiðaradeildinni var á milli Dusty og Ármanns sem farið er að ógna liðunum á toppnum. 4. janúar 2023 16:01
Tilþrifin: Th0r mætti ferskur eftir pásuna löngu Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það Th0r í liði Dusty sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 4. janúar 2023 10:45
Tilþrifin: Pabo tekur út þrjá og klárar lotuna Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það Pabo í liði Viðstöðu sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 6. janúar 2023 10:46