„Hugsa yfirleitt ekki um það sem öðrum finnst“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 8. janúar 2023 07:01 Tómas Urbancic starfar í tískuheiminum í Kaupmannahöfn og er viðmælandi í Tískutali. Aðsend Tómas Urbancic lifir og hrærist í heimi tískunnar í Kaupmannahöfn en hann starfar sem vörumerkjastjóri hjá tískufyrirtækinu NOW Agency. Hans megin regla er að klæðast því sem honum líður best í en er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt í heimi tískunnar og því óhræddur við að prófa sig áfram. Tómas Urbancic er viðmælandi í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Tómas Urbancic lifir og hrærist í heimi tískunnar.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Mér þykir gaman að fylgjast með tískunni og taka eftir því hvað hún getur verið fljót að breytast og þróast með tímanum. Einnig að allir geti tjáð sinn stíl með mismunandi hætti. Tómas er búsettur í Kaupmannahöfn.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Uppáhalds flíkin mín núna er annað hvort svört húfa frá Maison Margiela, sem ég er búinn að nota daglega yfir veturinn, eða golla frá Stüssy sem ég fékk nýlega í jólagjöf og hef notað mikið síðan. Hún er ótrúlega hlý, þægileg og passar við næstum allt sem ég á. Svarta húfan er í miklu uppáhaldi hjá Tómasi.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Ég reyni að eyða ekki of miklum tíma í það að velja föt. Ég er oftast búin að ákveða hverju mig langar að klæðast kvöldinu áður, en þar sem ég er búsettur í Kaupmannahöfn og hjóla í vinnuna er mikilvægt fyrir mig að klæðast eftir veðri. Þess vegna er ekki alltaf hægt að treysta á það sem ég ákvað deginum áður. Ég vel samt oftast víðar buxur, stuttermabol og annað hvort knit gollu eða peysu yfir. Tómas og sambýliskona hans Kristín Auður.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Mér finnst stíllinn minn vera stöðugt að breytast með tímanum. Hann er frekar einfaldur heilt yfir en mér þykir þó gaman að prófa nýja hluti og hugsa yfirleitt ekki um það sem öðrum finnst. Það sem mér finnst skipta mestu máli er að líða vel í því sem ég klæðist. Tómas segir stíl sinn stöðugt vera að breytast en sé þó heilt yfir frekar einfaldur.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Mér finnst stíllinn minn hafa breyst töluvert í gegnum árin en þá sérstaklega sérstaklega eftir að ég flutti til Kaupmannahafnar og byrjaði að starfa innan um tískuheiminn. Ég lifi og hrærist í þessu og er mikið innan um stóru tískumerkin. Mér finnst ég alltaf vera að sjá og uppgötva eitthvað nýtt sem mig langar prófa. View this post on Instagram A post shared by To mas Urbancic (@tomasurbancic) Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég sæki minn innblástur frá merkjum og hönnuðum sem ég fylgist með, bæði í vinnunni og á samfélagsmiðlum. Auk þess er alltaf auðvelt að fá innblástur af götum Kaupmannahafnar eða Parísar þegar ég er þar í vinnuferðum. Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Regla númer eitt, tvö og þrjú er að klæðast því sem þér líður best í. Tómas reynir að kaupa flíkur sem passa við það sem hann á nú þegar í fataskápnum.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Eftirminnilegasta flík sem ég hef klæðst er örugglega rauður jakki sem ég fékk um 4 ára aldurinn. Afi minn átti eins jakka og hélt ég því mikið upp á hann. Hann var notaður þar til hann varð orðinn allt of lítill eða þangað til mamma lét hann líklega hverfa. Þessi jakki er mín fyrsta minning um að hafa skoðanir á því sem ég vildi vera í og tískuáhuganum. Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Ég reyni að kaupa færri og gæðameiri flíkur sem endast lengur og passa við margt af því sem ég á nú þegar. Síðan er sniðugt að vera duglegur að búa til pláss og losa úr fataskápnum það sem maður er hættur að nota og annað hvort selja eða gefa. Tískutal Tíska og hönnun Danmörk Tengdar fréttir Best klæddu Íslendingarnir árið 2022 Litagleði eða svart og hvítt? Látlaust eða áberandi? Klæðaburður er fjölbreytt listform sem getur með sanni dreift gleði til hvers og eins og öll eigum við það sameiginlegt að búa yfir persónulegum stíl, þó hann geti verið mis mikið úthugsaður. 16. desember 2022 06:00 „Hætt að reyna að selja sjálfri mér að ég sé einhver önnur týpa“ Athafnakonan, bæjarfulltrúinn og lífskúnstnerinn Brynja Dan elskar að sjá hvernig fólk tjáir sig með tískunni á alls konar hátt. Uppáhalds flíkin hennar er Burberry frakki sem hana dreymdi um frá því hún man eftir sér en hún segir annars fataskápinn sinn vera 95% svartar flíkur. Brynja Dan er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 27. nóvember 2022 09:02 Markmiðið að fylgja ekki því sem er í tísku hverju sinni Aníta Björk Jóhannsdóttir er litaglaður lífskúnstner sem starfar sem pípari og vann sem landvörður í mörg ár en draumurinn hjá henni er að sinna píparastörfum yfir veturinn og landvörslu á sumrin. Aníta Björk er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 13. nóvember 2022 07:01 „Skiptir mestu að fötin passi á mig en ekki að ég reyni að passa í þau“ Júlíana Dögg Önnudóttir Chipa segist með aldrinum hafa orðið meiri skvísa í klæðaburði en heldur alltaf í þægindin og segir öllu máli skipta að líða vel í flíkinni hverju sinni. Uppáhalds flíkin hennar er frakki sem amma hennar keypti árið 1983 en Júlíana Dögg er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 30. október 2022 09:00 „Tíska er list í lifandi formi“ Karítas Spano stundar nám við fatahönnun í Listaháskóla Íslands og vinnur sem sjálfstætt starfandi stílisti. Fatnaður er hennar helsta tjáningarform en hún býr yfir einkennandi persónulegum stíl sem hún er óhrædd við að þróa. Karítas Spano er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 9. október 2022 07:01 Ágætis staðfesting að fá hrós frá Virgil Abloh Bergur Guðnason er þrítugur fatahönnuður sem hefur komið víða að í heimi tískunnar. Bergur útskrifaðist úr LHÍ árið 2017, bjó um stund í París þar sem hann starfaði fyrir tískuhús á borð við Haider Ackermann og Acne Studios og hannaði þar flíkur fyrir tískupalla sem fóru í sölu síðar meir. Hann starfar nú hjá 66 norður og er meðal annars að hanna sérstakar línur fyrir væntanlega verslun fyrirtækisins í Bretlandi. Bergur Guðna er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 2. október 2022 07:00 „Munur á því að fá innblástur og að stela hugmyndum annarra“ Diana Rós Hanh Breckmann er sjálfstætt starfandi tískustílisti sem hefur alltaf leyft sér að prófa og þróa alls konar stíla. Hún velur sér föt samkvæmt skapi og stemningu og er hrifin af austur asíska götustílnum í bland við metal fíling. Diana Rós er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 4. september 2022 07:00 „Fyrir mig er þetta hugarleikfimi“ Ármann Reynisson er mikill lífskúnstner sem hefur bæði áhuga og þekkingu á tísku og klæðaburði og segir góða hugarleikfimi að setja saman flíkur fyrir hin ýmsu tilefni. Ármann hefur ferðast víða um heiminn og skrifað tuttugu og tvær vinjettubækur en í október næstkomandi kemur tuttugasta og önnur bókin út. Hann hefur gaman að því að klæða sig upp fyrir hin ýmsu tilefni, er alltaf snyrtilegur til fara og samkvæmur sjálfum sér. Hann bjó um tíma í London þar sem hann lagði stund á viðskiptanám og segir menningarlíf borgarinnar ekki hafa verið síðri lærdóm. Ármann Reynisson bauð blaðamanni í kaffi og veitti innsýn í fataskáp sinn sem býr yfir fataúrvali sem spannar um fjörutíu ár. Hann er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 14. ágúst 2022 07:01 „Smitandi þegar fólk er ánægt með klæðaburðinn sinn“ Elma Dís Árnadóttir finnur fyrir mikilli hamingju þegar hún klæðist litríkum og glitrandi flíkum og segir stílinn sinn hafa þróast með sér í gegnum árin. Henni finnst mikilvægast að fólk sé samkvæmt sjálfu sér í klæðaburði og elskar að sjá það klæða sig eins og þeim sjálfum finnst flott. Elma Dís er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 21. ágúst 2022 07:00 Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Tómas Urbancic lifir og hrærist í heimi tískunnar.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Mér þykir gaman að fylgjast með tískunni og taka eftir því hvað hún getur verið fljót að breytast og þróast með tímanum. Einnig að allir geti tjáð sinn stíl með mismunandi hætti. Tómas er búsettur í Kaupmannahöfn.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Uppáhalds flíkin mín núna er annað hvort svört húfa frá Maison Margiela, sem ég er búinn að nota daglega yfir veturinn, eða golla frá Stüssy sem ég fékk nýlega í jólagjöf og hef notað mikið síðan. Hún er ótrúlega hlý, þægileg og passar við næstum allt sem ég á. Svarta húfan er í miklu uppáhaldi hjá Tómasi.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Ég reyni að eyða ekki of miklum tíma í það að velja föt. Ég er oftast búin að ákveða hverju mig langar að klæðast kvöldinu áður, en þar sem ég er búsettur í Kaupmannahöfn og hjóla í vinnuna er mikilvægt fyrir mig að klæðast eftir veðri. Þess vegna er ekki alltaf hægt að treysta á það sem ég ákvað deginum áður. Ég vel samt oftast víðar buxur, stuttermabol og annað hvort knit gollu eða peysu yfir. Tómas og sambýliskona hans Kristín Auður.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Mér finnst stíllinn minn vera stöðugt að breytast með tímanum. Hann er frekar einfaldur heilt yfir en mér þykir þó gaman að prófa nýja hluti og hugsa yfirleitt ekki um það sem öðrum finnst. Það sem mér finnst skipta mestu máli er að líða vel í því sem ég klæðist. Tómas segir stíl sinn stöðugt vera að breytast en sé þó heilt yfir frekar einfaldur.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Mér finnst stíllinn minn hafa breyst töluvert í gegnum árin en þá sérstaklega sérstaklega eftir að ég flutti til Kaupmannahafnar og byrjaði að starfa innan um tískuheiminn. Ég lifi og hrærist í þessu og er mikið innan um stóru tískumerkin. Mér finnst ég alltaf vera að sjá og uppgötva eitthvað nýtt sem mig langar prófa. View this post on Instagram A post shared by To mas Urbancic (@tomasurbancic) Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég sæki minn innblástur frá merkjum og hönnuðum sem ég fylgist með, bæði í vinnunni og á samfélagsmiðlum. Auk þess er alltaf auðvelt að fá innblástur af götum Kaupmannahafnar eða Parísar þegar ég er þar í vinnuferðum. Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Regla númer eitt, tvö og þrjú er að klæðast því sem þér líður best í. Tómas reynir að kaupa flíkur sem passa við það sem hann á nú þegar í fataskápnum.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Eftirminnilegasta flík sem ég hef klæðst er örugglega rauður jakki sem ég fékk um 4 ára aldurinn. Afi minn átti eins jakka og hélt ég því mikið upp á hann. Hann var notaður þar til hann varð orðinn allt of lítill eða þangað til mamma lét hann líklega hverfa. Þessi jakki er mín fyrsta minning um að hafa skoðanir á því sem ég vildi vera í og tískuáhuganum. Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Ég reyni að kaupa færri og gæðameiri flíkur sem endast lengur og passa við margt af því sem ég á nú þegar. Síðan er sniðugt að vera duglegur að búa til pláss og losa úr fataskápnum það sem maður er hættur að nota og annað hvort selja eða gefa.
Tískutal Tíska og hönnun Danmörk Tengdar fréttir Best klæddu Íslendingarnir árið 2022 Litagleði eða svart og hvítt? Látlaust eða áberandi? Klæðaburður er fjölbreytt listform sem getur með sanni dreift gleði til hvers og eins og öll eigum við það sameiginlegt að búa yfir persónulegum stíl, þó hann geti verið mis mikið úthugsaður. 16. desember 2022 06:00 „Hætt að reyna að selja sjálfri mér að ég sé einhver önnur týpa“ Athafnakonan, bæjarfulltrúinn og lífskúnstnerinn Brynja Dan elskar að sjá hvernig fólk tjáir sig með tískunni á alls konar hátt. Uppáhalds flíkin hennar er Burberry frakki sem hana dreymdi um frá því hún man eftir sér en hún segir annars fataskápinn sinn vera 95% svartar flíkur. Brynja Dan er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 27. nóvember 2022 09:02 Markmiðið að fylgja ekki því sem er í tísku hverju sinni Aníta Björk Jóhannsdóttir er litaglaður lífskúnstner sem starfar sem pípari og vann sem landvörður í mörg ár en draumurinn hjá henni er að sinna píparastörfum yfir veturinn og landvörslu á sumrin. Aníta Björk er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 13. nóvember 2022 07:01 „Skiptir mestu að fötin passi á mig en ekki að ég reyni að passa í þau“ Júlíana Dögg Önnudóttir Chipa segist með aldrinum hafa orðið meiri skvísa í klæðaburði en heldur alltaf í þægindin og segir öllu máli skipta að líða vel í flíkinni hverju sinni. Uppáhalds flíkin hennar er frakki sem amma hennar keypti árið 1983 en Júlíana Dögg er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 30. október 2022 09:00 „Tíska er list í lifandi formi“ Karítas Spano stundar nám við fatahönnun í Listaháskóla Íslands og vinnur sem sjálfstætt starfandi stílisti. Fatnaður er hennar helsta tjáningarform en hún býr yfir einkennandi persónulegum stíl sem hún er óhrædd við að þróa. Karítas Spano er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 9. október 2022 07:01 Ágætis staðfesting að fá hrós frá Virgil Abloh Bergur Guðnason er þrítugur fatahönnuður sem hefur komið víða að í heimi tískunnar. Bergur útskrifaðist úr LHÍ árið 2017, bjó um stund í París þar sem hann starfaði fyrir tískuhús á borð við Haider Ackermann og Acne Studios og hannaði þar flíkur fyrir tískupalla sem fóru í sölu síðar meir. Hann starfar nú hjá 66 norður og er meðal annars að hanna sérstakar línur fyrir væntanlega verslun fyrirtækisins í Bretlandi. Bergur Guðna er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 2. október 2022 07:00 „Munur á því að fá innblástur og að stela hugmyndum annarra“ Diana Rós Hanh Breckmann er sjálfstætt starfandi tískustílisti sem hefur alltaf leyft sér að prófa og þróa alls konar stíla. Hún velur sér föt samkvæmt skapi og stemningu og er hrifin af austur asíska götustílnum í bland við metal fíling. Diana Rós er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 4. september 2022 07:00 „Fyrir mig er þetta hugarleikfimi“ Ármann Reynisson er mikill lífskúnstner sem hefur bæði áhuga og þekkingu á tísku og klæðaburði og segir góða hugarleikfimi að setja saman flíkur fyrir hin ýmsu tilefni. Ármann hefur ferðast víða um heiminn og skrifað tuttugu og tvær vinjettubækur en í október næstkomandi kemur tuttugasta og önnur bókin út. Hann hefur gaman að því að klæða sig upp fyrir hin ýmsu tilefni, er alltaf snyrtilegur til fara og samkvæmur sjálfum sér. Hann bjó um tíma í London þar sem hann lagði stund á viðskiptanám og segir menningarlíf borgarinnar ekki hafa verið síðri lærdóm. Ármann Reynisson bauð blaðamanni í kaffi og veitti innsýn í fataskáp sinn sem býr yfir fataúrvali sem spannar um fjörutíu ár. Hann er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 14. ágúst 2022 07:01 „Smitandi þegar fólk er ánægt með klæðaburðinn sinn“ Elma Dís Árnadóttir finnur fyrir mikilli hamingju þegar hún klæðist litríkum og glitrandi flíkum og segir stílinn sinn hafa þróast með sér í gegnum árin. Henni finnst mikilvægast að fólk sé samkvæmt sjálfu sér í klæðaburði og elskar að sjá það klæða sig eins og þeim sjálfum finnst flott. Elma Dís er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 21. ágúst 2022 07:00 Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Best klæddu Íslendingarnir árið 2022 Litagleði eða svart og hvítt? Látlaust eða áberandi? Klæðaburður er fjölbreytt listform sem getur með sanni dreift gleði til hvers og eins og öll eigum við það sameiginlegt að búa yfir persónulegum stíl, þó hann geti verið mis mikið úthugsaður. 16. desember 2022 06:00
„Hætt að reyna að selja sjálfri mér að ég sé einhver önnur týpa“ Athafnakonan, bæjarfulltrúinn og lífskúnstnerinn Brynja Dan elskar að sjá hvernig fólk tjáir sig með tískunni á alls konar hátt. Uppáhalds flíkin hennar er Burberry frakki sem hana dreymdi um frá því hún man eftir sér en hún segir annars fataskápinn sinn vera 95% svartar flíkur. Brynja Dan er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 27. nóvember 2022 09:02
Markmiðið að fylgja ekki því sem er í tísku hverju sinni Aníta Björk Jóhannsdóttir er litaglaður lífskúnstner sem starfar sem pípari og vann sem landvörður í mörg ár en draumurinn hjá henni er að sinna píparastörfum yfir veturinn og landvörslu á sumrin. Aníta Björk er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 13. nóvember 2022 07:01
„Skiptir mestu að fötin passi á mig en ekki að ég reyni að passa í þau“ Júlíana Dögg Önnudóttir Chipa segist með aldrinum hafa orðið meiri skvísa í klæðaburði en heldur alltaf í þægindin og segir öllu máli skipta að líða vel í flíkinni hverju sinni. Uppáhalds flíkin hennar er frakki sem amma hennar keypti árið 1983 en Júlíana Dögg er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 30. október 2022 09:00
„Tíska er list í lifandi formi“ Karítas Spano stundar nám við fatahönnun í Listaháskóla Íslands og vinnur sem sjálfstætt starfandi stílisti. Fatnaður er hennar helsta tjáningarform en hún býr yfir einkennandi persónulegum stíl sem hún er óhrædd við að þróa. Karítas Spano er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 9. október 2022 07:01
Ágætis staðfesting að fá hrós frá Virgil Abloh Bergur Guðnason er þrítugur fatahönnuður sem hefur komið víða að í heimi tískunnar. Bergur útskrifaðist úr LHÍ árið 2017, bjó um stund í París þar sem hann starfaði fyrir tískuhús á borð við Haider Ackermann og Acne Studios og hannaði þar flíkur fyrir tískupalla sem fóru í sölu síðar meir. Hann starfar nú hjá 66 norður og er meðal annars að hanna sérstakar línur fyrir væntanlega verslun fyrirtækisins í Bretlandi. Bergur Guðna er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 2. október 2022 07:00
„Munur á því að fá innblástur og að stela hugmyndum annarra“ Diana Rós Hanh Breckmann er sjálfstætt starfandi tískustílisti sem hefur alltaf leyft sér að prófa og þróa alls konar stíla. Hún velur sér föt samkvæmt skapi og stemningu og er hrifin af austur asíska götustílnum í bland við metal fíling. Diana Rós er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 4. september 2022 07:00
„Fyrir mig er þetta hugarleikfimi“ Ármann Reynisson er mikill lífskúnstner sem hefur bæði áhuga og þekkingu á tísku og klæðaburði og segir góða hugarleikfimi að setja saman flíkur fyrir hin ýmsu tilefni. Ármann hefur ferðast víða um heiminn og skrifað tuttugu og tvær vinjettubækur en í október næstkomandi kemur tuttugasta og önnur bókin út. Hann hefur gaman að því að klæða sig upp fyrir hin ýmsu tilefni, er alltaf snyrtilegur til fara og samkvæmur sjálfum sér. Hann bjó um tíma í London þar sem hann lagði stund á viðskiptanám og segir menningarlíf borgarinnar ekki hafa verið síðri lærdóm. Ármann Reynisson bauð blaðamanni í kaffi og veitti innsýn í fataskáp sinn sem býr yfir fataúrvali sem spannar um fjörutíu ár. Hann er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 14. ágúst 2022 07:01
„Smitandi þegar fólk er ánægt með klæðaburðinn sinn“ Elma Dís Árnadóttir finnur fyrir mikilli hamingju þegar hún klæðist litríkum og glitrandi flíkum og segir stílinn sinn hafa þróast með sér í gegnum árin. Henni finnst mikilvægast að fólk sé samkvæmt sjálfu sér í klæðaburði og elskar að sjá það klæða sig eins og þeim sjálfum finnst flott. Elma Dís er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 21. ágúst 2022 07:00