Joe & the Juice gefast upp á Leifsstöð Jakob Bjarnar skrifar 6. janúar 2023 11:03 Joe & Juice hefur ákveðið að hætta starfsemi sinni á Leifsstöð vegna óásættanlegra kvaða í útboðsgögnum, þess efnis að veitingasala á Keflavíkurflugvelli feli í sér sölu á áfengum drykkjum. aðsend Veitingastaðurinn Joe & The Juice hefur dregið sig út úr útboðsferli Isavia varðandi veitingasölu á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Joe & Juice. Fyrirtækið hefur verið með sölustaði á flugvellinum um árabil. Ástæðan er sú að krafa um áfengissölu og tilbúna rétti samræmist ekki áherslum Joe & Juice. Báðum sölustöðum á vellinum, á efri hæð eftir að farið er í gegnum öryggisleitina og neðri hæð við brottfararsal, verður því lokað á næstu mánuðum eftir tæplega átta ára veru í flugstöðinni. Isavia setur skilyrði um að allir þeir veitingastaðir sem verði fyrir valinu í útboðinu verði að bjóða bæði upp á áfengi og tilbúna rétti. Kröfur um áfengissölu komu á óvart „Joe & The Juice hefur ekki selt áfengi á sínum stöðum og sömuleiðis hefur staðurinn aldrei boðið upp á mat sem útbúinn var mörgum klukkustundum áður. Þvert á móti er það eitt helsta einkenni staðarins að bjóða upp á eins ferskar samlokur og djúsa og mögulegt er, sem útbúnir eru eftir pöntun,“ segir í tilkynningunni: Joe & The Juice hugnist einfaldlega ekki að gera þær breytingar á vöruvali sínu sem Isavia setur kröfu um á Keflavíkurflugvelli, þótt það þýði að félagið eigi ekki möguleika á að halda áfram rekstri í flugstöðinni. Joe & The Juice rekur áfram níu staði á höfuðborgarsvæðinu og á Selfossi, en sá nýjasti var opnaður í desember og er við Birkimel í Vesturbænum. Stefnt er að opnun fleiri staða á næstunni. Birgir Bieltvedt er eigandi Joe & The Juice og hann segir engan skort á stöðum sem bjóða upp á áfengi og tilbúna rétti, en það var skilyrði að hálfu Isavia í útboðinu.aðsend Í tilkynningunni er vitnað til orða Birgis Bieltvedt, eiganda keðjunnar, sem segir meðal annars að Joe & The Juice hafi verið með rekstur í flugstöðinni til áramóta og vitað væri að til stæði að fara í útboð. „Það kom okkur hins vegar á óvart síðasta sumar, þegar útboðsgögnin lágu fyrir, hvers konar breytingar ætti að gera á veitingasölu í flugstöðinni. Við ákváðum engu að síður að taka þátt í útboðinu. Í ferlinu varð sífellt ljósara hversu mikil áhersla var lögð á ýmsa þætti sem hefðu þýtt stórfelldar breytingar á „konsepti“ Joe & The Juice, til að mynda krafa um sölu áfengis og ýmissa tilbúinna rétta.“ Enginn skortur á stöðum sem bjóða áfengi Í útboðinu var verið að bjóða út rekstur þriggja staðsetninga og Joe & the Jucie lýsti því yfir að þeir þar væru reiðubúnir að vera með þriðja staðinn undir nýju vörumerki þar sem selt yrði áfengi, gos og tilbúnir réttir. „En að lokum gátum við ekki sætt okkur við að breyta hinum tveimur stöðunum og hverfa með því frá grunngildum Joe & The Juice um ferskleika. Okkar upplifun er að það sé enginn skortur á stöðum sem bjóða tilbúna rétti og áfengi í flugstöðinni og erfitt að sjá af hverju það megi ekki vera sem mest fjölbreytni í veitingaframboði vallarins,“ segir Birgir. Keflavíkurflugvöllur Veitingastaðir Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Ástæðan er sú að krafa um áfengissölu og tilbúna rétti samræmist ekki áherslum Joe & Juice. Báðum sölustöðum á vellinum, á efri hæð eftir að farið er í gegnum öryggisleitina og neðri hæð við brottfararsal, verður því lokað á næstu mánuðum eftir tæplega átta ára veru í flugstöðinni. Isavia setur skilyrði um að allir þeir veitingastaðir sem verði fyrir valinu í útboðinu verði að bjóða bæði upp á áfengi og tilbúna rétti. Kröfur um áfengissölu komu á óvart „Joe & The Juice hefur ekki selt áfengi á sínum stöðum og sömuleiðis hefur staðurinn aldrei boðið upp á mat sem útbúinn var mörgum klukkustundum áður. Þvert á móti er það eitt helsta einkenni staðarins að bjóða upp á eins ferskar samlokur og djúsa og mögulegt er, sem útbúnir eru eftir pöntun,“ segir í tilkynningunni: Joe & The Juice hugnist einfaldlega ekki að gera þær breytingar á vöruvali sínu sem Isavia setur kröfu um á Keflavíkurflugvelli, þótt það þýði að félagið eigi ekki möguleika á að halda áfram rekstri í flugstöðinni. Joe & The Juice rekur áfram níu staði á höfuðborgarsvæðinu og á Selfossi, en sá nýjasti var opnaður í desember og er við Birkimel í Vesturbænum. Stefnt er að opnun fleiri staða á næstunni. Birgir Bieltvedt er eigandi Joe & The Juice og hann segir engan skort á stöðum sem bjóða upp á áfengi og tilbúna rétti, en það var skilyrði að hálfu Isavia í útboðinu.aðsend Í tilkynningunni er vitnað til orða Birgis Bieltvedt, eiganda keðjunnar, sem segir meðal annars að Joe & The Juice hafi verið með rekstur í flugstöðinni til áramóta og vitað væri að til stæði að fara í útboð. „Það kom okkur hins vegar á óvart síðasta sumar, þegar útboðsgögnin lágu fyrir, hvers konar breytingar ætti að gera á veitingasölu í flugstöðinni. Við ákváðum engu að síður að taka þátt í útboðinu. Í ferlinu varð sífellt ljósara hversu mikil áhersla var lögð á ýmsa þætti sem hefðu þýtt stórfelldar breytingar á „konsepti“ Joe & The Juice, til að mynda krafa um sölu áfengis og ýmissa tilbúinna rétta.“ Enginn skortur á stöðum sem bjóða áfengi Í útboðinu var verið að bjóða út rekstur þriggja staðsetninga og Joe & the Jucie lýsti því yfir að þeir þar væru reiðubúnir að vera með þriðja staðinn undir nýju vörumerki þar sem selt yrði áfengi, gos og tilbúnir réttir. „En að lokum gátum við ekki sætt okkur við að breyta hinum tveimur stöðunum og hverfa með því frá grunngildum Joe & The Juice um ferskleika. Okkar upplifun er að það sé enginn skortur á stöðum sem bjóða tilbúna rétti og áfengi í flugstöðinni og erfitt að sjá af hverju það megi ekki vera sem mest fjölbreytni í veitingaframboði vallarins,“ segir Birgir.
Keflavíkurflugvöllur Veitingastaðir Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira