Nýársspá Siggu Kling - Vogin Sigga Kling skrifar 6. janúar 2023 08:01 Elsku Vogin mín, það er allt að fara á fulla ferð á þessu herrans ári 2023. Það er eins og þú sért í sérstökum tengslum við hið Almáttuga, máttinn í öllu. Þú þarft þar af leiðandi að fara varlega í því hvers þú óskar þér og hvað þú þráir. Lífið verður jafn breytilegt og veðráttan á Íslandi, alltaf að koma manni eitthvað á óvart. Fyrstu tveir mánuðirnir á árinu laga, breyta og bæta það sem þú ert búin að vona að gangi upp. Þú færð samþykki frá þeim sem þarf til þess að klára mál sem eru búin að hanga í töluverðan tíma yfir þér. Þú skalt vara þig á því að rífast ekki við þá sem eru þér hliðhollir, heldur að beina einungis gleði, frið og hamingju í þeirra hjarta. Það er nefnilega oft þannig að maður er erfiðastur við þá sem eru englarnir í lífinu manns. Lífstalan 8 skreytir lífið þitt þetta árið og er hún tákn eilífðarinnar, lífs og dauða, alveg eins og dagurinn er lífið og nóttin dauðinn. Þú þarft að vera á tánum þetta árið og það er þér reyndar eðlislægt. Þetta verður ekki sá tími sem þú slappar af og gerir ekki neitt. Það verður mikið af fólki í kringum þig, jafnvel fleiri munu flytjast á heimili þitt eða að þú farir þar sem er meiri mannskapur. Í því sem þú ferð að gera verður fjöldinn allur af fólki og ef við getum kallað hugann internet, þá ertu með allar stöðvarnar. Hugur þinn skerpist svo mikið og það borgar sig ekki fyrir neinn að fara á bakvið þig; þú veist hluti sem jafnvel þú átt alls ekki að vita. Það er líka þannig að ef þú ert föst á núll punkti eða ekki á neinum, þá getur Alheimsorkan komið og rifið þig úr aðstæðum á harkalegan hátt sem þú ert ekki sátt við. Því að þegar þér finnst ekkert vera að gerast þá ertu bara ekki að fylgja því mynstri á því sem þú ákvaðst að gera áður en þú komst inn í þetta líf. Þegar líða tekur á þetta blessaða ár, þá ákveður þú að venda kvæði þínu í kross og að taka afstöðu með fólki sem er að gera áberandi hluti. Þú munt samt vinna mikið sjálfstætt og það besta sem þú gerir á árinu er akkúrat að finna allt það sjálfstæði og hugrekki sem þú getur. Heppnin mun fylgja þér í peningamálum, en þú skalt líka skoða vandlega hvað þú ætlar að gera við þau veraldlegu gæði sem þér áskotnast. Því að í þessum hraða getur svo margt gerst á einu augnabliki. Sumarið verður sveipað mýkt, mannlegri reisn, tengingu við Jörðina, náttúruna og dýrin og fólkið þitt. Knús og kossar, Sigga Kling Þekktir Íslendingar í stjörnumerkinu. Vísir Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira
Lífið verður jafn breytilegt og veðráttan á Íslandi, alltaf að koma manni eitthvað á óvart. Fyrstu tveir mánuðirnir á árinu laga, breyta og bæta það sem þú ert búin að vona að gangi upp. Þú færð samþykki frá þeim sem þarf til þess að klára mál sem eru búin að hanga í töluverðan tíma yfir þér. Þú skalt vara þig á því að rífast ekki við þá sem eru þér hliðhollir, heldur að beina einungis gleði, frið og hamingju í þeirra hjarta. Það er nefnilega oft þannig að maður er erfiðastur við þá sem eru englarnir í lífinu manns. Lífstalan 8 skreytir lífið þitt þetta árið og er hún tákn eilífðarinnar, lífs og dauða, alveg eins og dagurinn er lífið og nóttin dauðinn. Þú þarft að vera á tánum þetta árið og það er þér reyndar eðlislægt. Þetta verður ekki sá tími sem þú slappar af og gerir ekki neitt. Það verður mikið af fólki í kringum þig, jafnvel fleiri munu flytjast á heimili þitt eða að þú farir þar sem er meiri mannskapur. Í því sem þú ferð að gera verður fjöldinn allur af fólki og ef við getum kallað hugann internet, þá ertu með allar stöðvarnar. Hugur þinn skerpist svo mikið og það borgar sig ekki fyrir neinn að fara á bakvið þig; þú veist hluti sem jafnvel þú átt alls ekki að vita. Það er líka þannig að ef þú ert föst á núll punkti eða ekki á neinum, þá getur Alheimsorkan komið og rifið þig úr aðstæðum á harkalegan hátt sem þú ert ekki sátt við. Því að þegar þér finnst ekkert vera að gerast þá ertu bara ekki að fylgja því mynstri á því sem þú ákvaðst að gera áður en þú komst inn í þetta líf. Þegar líða tekur á þetta blessaða ár, þá ákveður þú að venda kvæði þínu í kross og að taka afstöðu með fólki sem er að gera áberandi hluti. Þú munt samt vinna mikið sjálfstætt og það besta sem þú gerir á árinu er akkúrat að finna allt það sjálfstæði og hugrekki sem þú getur. Heppnin mun fylgja þér í peningamálum, en þú skalt líka skoða vandlega hvað þú ætlar að gera við þau veraldlegu gæði sem þér áskotnast. Því að í þessum hraða getur svo margt gerst á einu augnabliki. Sumarið verður sveipað mýkt, mannlegri reisn, tengingu við Jörðina, náttúruna og dýrin og fólkið þitt. Knús og kossar, Sigga Kling Þekktir Íslendingar í stjörnumerkinu. Vísir
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira