Langar að hefja loðnuvertíð en sigla til kolmunnaveiða Kristján Már Unnarsson skrifar 3. janúar 2023 22:30 Arnþór Pétursson, skipstjóri á Hákoni EA. Sigurjón Ólason Ekkert af íslensku loðnuskipunum virðist ætla til loðnuveiða núna í byrjun ársins. Uppsjávarflotanum virðist öllum stefnt til kolmunnaveiða norðan Skotlands. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Hákon EA frá Grenivík, sem legið hefur bundinn við bryggju í Reykjavík frá 14. desember. Skipverjar voru að gera allt klárt í dag, fyrir kolmunnaveiðar, og stefnt að því að leysa landfestar í kvöld. Þegar við gripum skipstjórann Arnþór Pétursson í spjall var framundan löng sigling: „Já, já. Suður undir skosku lögsöguna. Mér sýndist Færeyingarnir vera þar á veiðum. Þannig við við förum þangað bara. Galvaskir bara,“ segir Arnþór. Skipverjar á Hákoni EA voru að gera klárt á Vogabakka í Sundahöfn í dag.Sigurjón Ólason Aðeins þrír loðnufarmar hafa borist á land á vertíðinni þennan veturinn. Skipin Víkingur, Venus og Beitir lönduðu hvert sínum farmi fyrir miðjan desember, á Vopnafirði og Norðfirði. Skipverjarnir á Hákoni leyndu því að ekki að þeir myndu frekar vilja vera á leið til loðnuveiða. „Jú. Að sjálfsögðu. Að sjálfsögðu. En það er bara ekki nægur kvóti. Þannig að þá byrjum við í kolmunna. Og vonumst eftir meiri kvóta náttúrlega eftir næstu mælingu. Það kemur bara í ljós svo hvað verður úr því.“ -Hundfúlir yfir því að komast ekki strax í loðnuna? „Jú, jú. Verðum við ekki að segja það. En svona er þetta bara,“ svarar Arnþór. Skipstjórinn á Hákoni EA í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 í dag.Sigurjón Ólason Og það sama átti við um hin íslensku uppsjávarskipin sem við höfðum spurnir af í dag. Þau voru öll á leið til kolmunnaveiða og ætla að spara sér takmarkaðan loðnukvóta þar til loðnan kemst í sitt verðmætasta ástand. En hvenær býst skipstjórinn á Hákoni við að geta farið í loðnuna? „Vonandi í lok janúar. Ég held að það eigi ekki að fara í næsta leiðangur á loðnu fyrr en eftir 15. janúar. Þannig að það verður enginn meiri kvóti kominn fyrr en í fyrsta lagi í lok janúar.“ -Þannig að þið bara bíðið eftir að Hafró gefi eitthvað meira út? „Já, þá förum við fyrr. Annars förum við svona 10. febrúar, myndi ég giska, til þess að ná í tonnin sem eru útgefin. Frysta á Japan og svo vonandi eitthvað í hrogn.“ Hákon EA að draga saman nótina.Ingi Guðnason Hákon EA á þátt í því að gera Grenvíkinga að kvótahæstu íbúum landsins og skipið er sagt svo stórt að það komist ekki að bryggju í heimahöfn. -Getið þið lagt að bryggju þar? „Nei. Það er bara þannig.“ -Af hverju eiga Grenvíkingar svona stórt skip? „Þeir eru bara svo útsjónarsamir og duglegir,“ svarar skipstjórinn Arnþór Pétursson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Loðnuveiðar Grýtubakkahreppur Reykjavík Tengdar fréttir Loðna flæðir inn í vinnslur á Vopnafirði og Norðfirði Fyrstu loðnuförmum vertíðarinnar var landað í tveimur Austfjarðahöfnum í dag. Á Vopnafirði sögðu menn loðnuna sannkallaðan jólabónus en áratugur er liðinn frá því síðast tókst að hefja þar loðnuvinnslu fyrir jól. 13. desember 2022 22:24 Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina. 12. desember 2022 12:20 Útgerðir kosta mælingar í von um aukinn loðnukvóta Rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, héldu til loðnumælinga eftir hádegi í gær og er gert ráð fyrir að túrinn taki allt að tíu daga. 6. desember 2022 10:43 Komandi loðnuvertíð gæti skilað allt að 30 milljörðum í þjóðarbúið Þrátt fyrir að loðnukvóti komandi vertíðar stefni í að verða um fjórðungur af síðustu vertíð í lönduðum tonnum mælt, dregst vænt útflutningsverðmæti loðnuafurða aðeins saman um helming. Þetta kom fram í máli Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar í kynningu á uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. 25. nóvember 2022 12:49 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Hákon EA frá Grenivík, sem legið hefur bundinn við bryggju í Reykjavík frá 14. desember. Skipverjar voru að gera allt klárt í dag, fyrir kolmunnaveiðar, og stefnt að því að leysa landfestar í kvöld. Þegar við gripum skipstjórann Arnþór Pétursson í spjall var framundan löng sigling: „Já, já. Suður undir skosku lögsöguna. Mér sýndist Færeyingarnir vera þar á veiðum. Þannig við við förum þangað bara. Galvaskir bara,“ segir Arnþór. Skipverjar á Hákoni EA voru að gera klárt á Vogabakka í Sundahöfn í dag.Sigurjón Ólason Aðeins þrír loðnufarmar hafa borist á land á vertíðinni þennan veturinn. Skipin Víkingur, Venus og Beitir lönduðu hvert sínum farmi fyrir miðjan desember, á Vopnafirði og Norðfirði. Skipverjarnir á Hákoni leyndu því að ekki að þeir myndu frekar vilja vera á leið til loðnuveiða. „Jú. Að sjálfsögðu. Að sjálfsögðu. En það er bara ekki nægur kvóti. Þannig að þá byrjum við í kolmunna. Og vonumst eftir meiri kvóta náttúrlega eftir næstu mælingu. Það kemur bara í ljós svo hvað verður úr því.“ -Hundfúlir yfir því að komast ekki strax í loðnuna? „Jú, jú. Verðum við ekki að segja það. En svona er þetta bara,“ svarar Arnþór. Skipstjórinn á Hákoni EA í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 í dag.Sigurjón Ólason Og það sama átti við um hin íslensku uppsjávarskipin sem við höfðum spurnir af í dag. Þau voru öll á leið til kolmunnaveiða og ætla að spara sér takmarkaðan loðnukvóta þar til loðnan kemst í sitt verðmætasta ástand. En hvenær býst skipstjórinn á Hákoni við að geta farið í loðnuna? „Vonandi í lok janúar. Ég held að það eigi ekki að fara í næsta leiðangur á loðnu fyrr en eftir 15. janúar. Þannig að það verður enginn meiri kvóti kominn fyrr en í fyrsta lagi í lok janúar.“ -Þannig að þið bara bíðið eftir að Hafró gefi eitthvað meira út? „Já, þá förum við fyrr. Annars förum við svona 10. febrúar, myndi ég giska, til þess að ná í tonnin sem eru útgefin. Frysta á Japan og svo vonandi eitthvað í hrogn.“ Hákon EA að draga saman nótina.Ingi Guðnason Hákon EA á þátt í því að gera Grenvíkinga að kvótahæstu íbúum landsins og skipið er sagt svo stórt að það komist ekki að bryggju í heimahöfn. -Getið þið lagt að bryggju þar? „Nei. Það er bara þannig.“ -Af hverju eiga Grenvíkingar svona stórt skip? „Þeir eru bara svo útsjónarsamir og duglegir,“ svarar skipstjórinn Arnþór Pétursson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Loðnuveiðar Grýtubakkahreppur Reykjavík Tengdar fréttir Loðna flæðir inn í vinnslur á Vopnafirði og Norðfirði Fyrstu loðnuförmum vertíðarinnar var landað í tveimur Austfjarðahöfnum í dag. Á Vopnafirði sögðu menn loðnuna sannkallaðan jólabónus en áratugur er liðinn frá því síðast tókst að hefja þar loðnuvinnslu fyrir jól. 13. desember 2022 22:24 Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina. 12. desember 2022 12:20 Útgerðir kosta mælingar í von um aukinn loðnukvóta Rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, héldu til loðnumælinga eftir hádegi í gær og er gert ráð fyrir að túrinn taki allt að tíu daga. 6. desember 2022 10:43 Komandi loðnuvertíð gæti skilað allt að 30 milljörðum í þjóðarbúið Þrátt fyrir að loðnukvóti komandi vertíðar stefni í að verða um fjórðungur af síðustu vertíð í lönduðum tonnum mælt, dregst vænt útflutningsverðmæti loðnuafurða aðeins saman um helming. Þetta kom fram í máli Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar í kynningu á uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. 25. nóvember 2022 12:49 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Loðna flæðir inn í vinnslur á Vopnafirði og Norðfirði Fyrstu loðnuförmum vertíðarinnar var landað í tveimur Austfjarðahöfnum í dag. Á Vopnafirði sögðu menn loðnuna sannkallaðan jólabónus en áratugur er liðinn frá því síðast tókst að hefja þar loðnuvinnslu fyrir jól. 13. desember 2022 22:24
Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina. 12. desember 2022 12:20
Útgerðir kosta mælingar í von um aukinn loðnukvóta Rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, héldu til loðnumælinga eftir hádegi í gær og er gert ráð fyrir að túrinn taki allt að tíu daga. 6. desember 2022 10:43
Komandi loðnuvertíð gæti skilað allt að 30 milljörðum í þjóðarbúið Þrátt fyrir að loðnukvóti komandi vertíðar stefni í að verða um fjórðungur af síðustu vertíð í lönduðum tonnum mælt, dregst vænt útflutningsverðmæti loðnuafurða aðeins saman um helming. Þetta kom fram í máli Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar í kynningu á uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. 25. nóvember 2022 12:49