Newcastle stöðvaði sigurgöngu Arsenal Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. janúar 2023 21:39 Arsenal og Newcastle skiptu stigunum á milli sín. Justin Setterfield/Getty Images Eftir fimm sigurleiki í röð i ensku úrvalsdeildinni þurfti topplið Arsenal að sætta sig við markalaust jafntefli er liðið tók á móti Newcastle í kvöld. Með sigri gat Arsenal komið sér í tíu stiga forskot á toppi deildarinnar, en Newcastle gat hins vegar lyft sér upp fyrir Manchester City í annað sætið með sigri. Það voru heimamenn í Arsenal sem voru meira með boltann í leik kvöldsins, en gestirnir voru skipulagðir og gáfu toppliðinu ekki of mörg færi á sér og því var enn markalaust þegar flautað var til hálfleiks. Síðari hálfleikur bauð svo upp á meira af því sama. Arsenalmenn vildu reyndar fá vítaspyrnu á seinustu mínútu uppbótartíma þargar boltinn fór í hönd Jacob Murphy innan vítateigs, en ekkert dæmt og markalaust jafntefli því niðurstaðan. Arsenal trónir enn á toppi deildarinnar, nú með 44 stig eftir 17 leiki, átta stigum meira en Englandsmeistarar Manchester City og níu stigum meira en Newcastle sem situr í þriðja sæti. Enski boltinn Fótbolti
Eftir fimm sigurleiki í röð i ensku úrvalsdeildinni þurfti topplið Arsenal að sætta sig við markalaust jafntefli er liðið tók á móti Newcastle í kvöld. Með sigri gat Arsenal komið sér í tíu stiga forskot á toppi deildarinnar, en Newcastle gat hins vegar lyft sér upp fyrir Manchester City í annað sætið með sigri. Það voru heimamenn í Arsenal sem voru meira með boltann í leik kvöldsins, en gestirnir voru skipulagðir og gáfu toppliðinu ekki of mörg færi á sér og því var enn markalaust þegar flautað var til hálfleiks. Síðari hálfleikur bauð svo upp á meira af því sama. Arsenalmenn vildu reyndar fá vítaspyrnu á seinustu mínútu uppbótartíma þargar boltinn fór í hönd Jacob Murphy innan vítateigs, en ekkert dæmt og markalaust jafntefli því niðurstaðan. Arsenal trónir enn á toppi deildarinnar, nú með 44 stig eftir 17 leiki, átta stigum meira en Englandsmeistarar Manchester City og níu stigum meira en Newcastle sem situr í þriðja sæti.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti