Leikirnir sem beðið er eftir Samúel Karl Ólason skrifar 5. janúar 2023 08:45 Hjól tímans rúllar sífellt áfram og tölvuleikirnir fylgja með. Tölvuleikjaiðnaðurinn verður sífellt umfangsmeiri og leikirnir fleiri og stærri. Fyrstu mánuði ársins 2023 verður lítið um stóra drætti en von er á stórum leikjum seinna meir. Nokkrir gullmolar litu dagsins ljós á árinu sem er liðið en annars var það heldur fátæklegt. Sjá einnig: Nokkrir gullmolar á annars fátæklegu ári Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir helstu leikina sem eiga að koma út á þessu ári. Árið sem er að hefjast lítur ágætlega út en vert er að taka fram að útgáfudagar taka oft miklum breytingum. Sjá einnig: Allt það helsta sem sýnt var á Game Awards Forspoken Leikurinn Forspoken fjallar um Frey Holland. Hún er ung kona sem býr í New York en endar í ævintýraheimi sem kallast Athia. Þar uppgötvar Frey að hún býr yfir miklum mætti. Frey þarf að finna leið til að snúa aftur heim og í leiðinni berjast við skrímsli og drullusokka. Leikurinn átti fyrst að koma út í maí í fyrra. Forspoken kemur út þann 24. janúar á PS5 og PC. Dead Space Hinn sígildi hryllingsleikur Dead Space snýr aftur á árinu eftir að hafa verið endurgerður frá grunni. Eitthvað hræðilegt hefur gerst um borð í geimskipinu USG Ishimura og Isaac Clarke þarf að taka á honum stóra sínum. Hann þarf að berjast fyrir lífi sínu og etja kappi við ódauð skrímsli. Dead Space kemur út þann 27. janúar á PS5, Xbox og PC. Hogwarts Legacy Söguheimur Harry Potter bókanna stækkar enn meira í febrúar þegar leikurinn Hogwarts Legacy verður gefinn út. Þessi leikur gerist í galdraskólanum fræga á nítjándu öld og setur spilara í spor ungs nemenda sem þarf að taka stórar ákvarðanir. Hogwarts Legacy kemur út þann 10. febrúar á Playstation, Xbox, Switch og PC. Company of Heroes 3 Þriðji leikurinn í herkænskuseríunni Company of Heroes kemur út í febrúar, tæpum tíu árum eftir að CoH2 kom út. Leikurinn gerist í seinni heimsstyrjöldinni og munu spilarar geta spilað sem allar helstu fylkingar styrjaldarinnar sem börðust í Afríku og á Ítalíu. Company of Heroes 3 kemur út þann 23. febrúar á Playstation, Xbox og PC. Sons of the Forest Sons of the Forest er framhald leiksins The Forest. Um er að ræða hryllingsleik þar sem spilarar þurfa að leggja mikið á sig til að lifa af á eyju þar sem einnig má finna mannætur og ýmis skrímsli. Sons of the Forest kemur út þann 23. febrúar á PC. Hann á svo að vera gefinn út fyrir leikjatölvur seinna meir. Destiny 2: Lightfall Lightfall er stór aukapakki fyrir hinn vinsæla fjölspilunarleik Destiny 2 og Kjartan vinur minn yrði brjálaður við mig ef ég hefði hann ekki á listanum hérna. Aukapakkinn opnar ný svæði í leiknum og gefur spilurum möguleika á að spila nýja klassa með nýja hæfileika. Aukapakkinn er næstsíðasti kaflinn í sögunni um baráttu ljóss og myrkurs sem hefur verið kjarninn í Destiny-heiminum frá því að fyrsti leikurinn kom út fyrir tæpum áratug. Destiny 2: Lightfall kemur út þann 28. febrúar á Playstation, Xbox og PC. The Day Before The Day Before er fjölspilunarleikur sem gerist í Bandaríkjunum eftir að faraldur hefur gengið þar yfir. Þessi faraldur hefur leitt til fjölda dauðsfalla og það eru auðvitað uppvakningar líka. Leiknum hefur verið líkt sem blöndu af Last of us og The Division. Leikurinn er mjög umdeildur en hann er meðal þeirra leikja sem flestir eru með á óskalista sínum á Steam. Hins vegar grunar marga að ekki sé allt með felldu hjá Fntastic, sem framleiða leikinn. Hann átti fyrst að koma út í fyrra en mánuði fyrir útgáfu var henni frestað og tilkynnt að leikurinn yrði uppfærður fyrir Unreal Engine 5. Þá kom nýverið í ljós að leikurinn er að mestu framleiddur af fólki í sjálfboðavinnu. Það verður áhugavert að sjá hvað verður en ljóst er að margir bíða eftir útgáfu The Day Before. The Day Before kemur út þann 1. mars á Playstation, Xbox og PC. Wo Long: Fallen Dynasty Leikurinn Wo Long: Fallen Dynasty frá Team Ninja gerist á hinum klassíska tíma hinna þriggja konungsríkja í Kína, eða í hliðarheimi þar sem djöflar og alls konar skrímsli ógna heiminum. Spilarar munu þurfa að taka höndum saman við, eða berjast við, helstu hetjur sögunnar og bjarga málunum. Wo Long: Fallen Dynasty kemur út þann 3. mars á Playstation, Xbox og PC. Skull and Bones Ef satt skal segja, þá er ég orðinn ansi þreyttur á að hafa Skull and Bones á þessum lista sem ég hef gert á nánast hverju ári um nokkuð langt skeið. Ubisoft hefur verið í endalausu basli með þennan fjölspilunar-sjóræningjaleik en framleiðsla hans hófst í kjölfar útgáfu Assassins Creed: Black Flag, sem kom út árið 2013. Nú hlýtur bara að vera komið að þessu. Leikurinn gerist á Indlandshafi en spilarar munu byrja leikinn sem ómerkilegur háseti í sjóræningjaheiminum og byggja upp skip sín og áhöfn. Skull and Bones kemur vonandi út þann 9. mars Playstation, Xbox og PC Star Wars Jedi: Survivor Jedi-riddarinn Cal Kestis snýr aftur í Star Wars Jedi: Survivor en þar er um að ræða framhald hins vinsæla Star Wars Jedi: Fallen order. Cal var ungur strákur þegar keisarinn gaf skipun 66 og var einn fárra sem lifðu ódæðið af. Nú er Cal orðinn aðeins eldri en hann virðist enn horn í síðu keisaraveldisins. Star Wars Jedi: Survivor kemur út þann 17. mars á Playstation, Xbox og PC. Crime Boss: Rockay City Leikurinn Crime Boss: Rockay City var opinberaður í fyrra en hann hefur fengið mikla athygli en hana má að miklu leyti rekja til þess hóps leikara sem leika persónur í honum. Meðal þeirra má nefna Michael Madsen, Danny Trejo, Chuck Norris, Vanilla Ice og Danny Glover. Um er að ræða nokkurs konar fjölspilunarleik sem gerist í ímyndaðri útgáfu af borg í Flórída, þar sem spilarar taka höndum saman til að fremja rán. Crime Boss: Rockay City kemur út þann 28. mars á PC. Til stendur að gefa leikinn út á leikjatölvur seinna. Dead Island 2 Guð einn veit hvað framleiðsla uppvakningaleiksins Dead Island 2 hefur tekið langan tíma. Fyrri leikurinn kom út árið 2011 og nú er ég búinn að gúggla það að framleiðsla Dead Island 2 hefur staðið yfir frá árinu 2014. Leikurinn setur spilara í spor manneskju sem hefur verið bitin af uppvakningi og öðlast einhvern veginn aukna krafta við það. Spilarar munu geta beitt fjölbreyttum vopnum til að endurdrepa uppvakninga í massavís. Dead Island 2 kemur út þann 28. apríl á Playstation, Xbox og PC. The Legend of Zelda: Tears of the Kingdom Tölvuleikjaspilarar fá á árinu loksins tækifæri til að heimsækja Hyrule á nýjan leik. Nýjasti Zelda-leikurinn og framhald hins feykivinsæla Breath of the Wild kemur út í maí. En Nintendo hefu enn sem komið er lítið sýnt af leiknum. Breath of the Wild er af mörgum talinn einn þeirra allra bestu tölvuleikur sem hefur verið gerður og hefur lengi verið mikil eftirvænting eftir framhaldsleik um ævintýri Link í Hyrule. The Legend of Zelda: Tears of the Kingdom kemur út þann 12. maí á Nintendo Switch. Suicide Squad: Kill the Justice League Vondu karlarnir í Suicide Squad fá það verkefni á árinu að ganga frá hetjunum í Justice League. Svo virðist sem að Brainiac hafi náð stjórn á hetjunum Superman, Batman og félögum og því þurfa dusilmennin í Suicide Squad að bjarga heiminum. Suicide Squad: Kill the Justice League kemur út þann 26. maí á Playstation, Xbox og PC. Diablo 4 Diablo-leikirnir hafa lengi notið mikilla vinsælda. Í fjórða Diablo leiknum eiga spilarar að berjast gegn Lilith og bjarga heiminum, eins og gengur og gerist í tölvuleikjum. Að þessu sinni gerist leikurinn í opnum heimi, sem djölfar eru að herja á. Forsvarsmenn Blizzard segjast ætla að styðja leikinn og bæta við hann um árabil. Diablo 4 kemur út þann 6. júní á Playstation, Xbox og PC. Final Fantasy 16 Nýjasti leikurinn í Final Fantasy seríunni gerist í landi sem heitir Valisthea. Leikurinn setur spilara í spor Clive Rosfield, sem átti að taka við stjórn ríkisins en yngri bróðir hans var valinn í staðinn. Allt fer þó í rugl og Clive leggur mikið á sig til að ná fram hefndum. Final Fantasy 16 kemur út þann 22. júní á Playstation 5. Homeworld 3 Um tveir áratugiri eru liðnir frá því Homeworld 2 kom út en nú er loks komið að þriðja leiknum í herkænskuseríunni. Eins og áður gerist leikurinn í geimnum og býður hann spilurum upp á að nota þrívíddarumhverfið til að gera árásir á óvini sína. Homeworld 3 er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á fyrri hluta ársins á PC. Redfall Redfall er samspilunar-skotleikur frá Arkane, sem eru þekktastir fyrir Dishonored leikina. Í leiknum taka spilarar höndum saman til að skjóta vampírur og skrímsli í tætlur. Vampírur hafa púllað Mr. Burns og skyggt á sólina á eyjunni Redfall og þær þarf eðli málsins samkvæmt að stöðva. Redfall er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á fyrri hluta ársins á Xbox og PC. S.T.A.L.K.E.R. 2: Heart of Chornobyl Framleiðsla þessa leiks hefur einkennst af vandræðum en búið er að hætta við leikinn einu sinni og fresta útgáfu hans nokkrum sinnum á þrettán árum. Úkraínska fyrirtækið GSC World hefur unnið að framleiðslu leiksins en innrás Rússa hefur komið niður á framleiðslunni þar sem einhverjir starfsmenn fyrirtækisins hafa gengið til liðs við úkraínska herinn og aðrir hafa þurft að flýja heimili sín. Nú virðist þó sem að komið sé að leiðarlokum og að skot/hryllingsleikurinn um Chornobyl-svæðið komi loks út á þessu ári. S.T.A.L.K.E.R. 2: Heart of Chornobyl er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á fyrri hluta ársins á box og PC. Starfield Skyrim í geimnum. Þannig hafa forsvarsmenn Bethesda Studios lýst leiknum Starfield, sem kemur út á árinu. Fyrirtækið er hvað þekktast fyrir Elder Scrolls leikina, eins og Skyrim og Oblivion, og Fallout. Starfield er fyrsti leikur fyrirtækisins í nýjum söguheimi í aldarfjórðung og hefur hans verið beðið af mikilli eftirvæntingu. Hann á að gerast árið 2330 og er sagður innihalda fleiri en þúsund plánetur sem spilarar eiga að geta skoðað og jafnvel byggt bækistöðvar á. Starfield er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á fyrri hluta ársins á Xbox og PC. Marvel’s Spider-Man 2 Sony gefur út nýjan leik um Kóngulóamennina Peter Parker og Miles Morales á þessu ári. Leikirnir um þá báða hafa vakið mikla lukku á undanförnum árum en að þessu sinni þurfa þeir að berjast við Venom og Kraven the Hunter. Framleiðendur leiksins hafa sagt að saga leiksins sé „dekkri“ en saga fyrri leikjanna. Marvel’s Spider-Man 2 er ekki kominn með útgáfudag en á ða koma út í haust á Playstation 5. Assassin’s Creed Mirage Nýjasti leikur Assassins Creed seríunnar á að gerast í Baghdad á níundu öld en hann fjallar um yngri ár Bassim, sem spilarar kynntust í Assassins Creed Valhalla. Leikurinn átti upprunalega að vera aukapakki við Valhalla en framleiðsla hans og umfang vatt upp á sig. Assassin’s Creed Mirage er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á þessu ári á Playstation, Xbox og PC. Lords of the Fallen Árið 2014 var gefinn út leikur sem hét Lords of the Fallen. Það var bardagaleikur þar sem spilarar vörðust innrás djöfla í söguheiminn. Nú er verið að gefa út framhaldsleik sem heitir The Lords of the Fallen og á að gerast þúsund árum á eftir fyrri leiknum. Lords of the Fallen er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á árinu á Playstation, Xbox og PC. Avatar: Frontiers of Pandora Ubisoft hefur um nokkurra ára skeið unnið að framleiðslu leiks úr söguhieimi Avatar. Leikurinn heitir Avatar: Frontiers of Pandora og setur spilara í spor Na’vi-stríðsmanns sem þarf að stöðva hina illu menn. Avatar: Frontiers of Pandora er ekki kominn með útgáfudag enn en á að koma út á árinu, mögulega 2024, á Playstation, Xbox og PC. The Elder Scrolls 6 Það er nú eiginlega bara af gömlum vana sem ég hef þennan leik hérna. Um er að ræða framhald Skyrim sem kom upprunalega út árið 2011 en tilvist leiksins var opinberuð fyrir mörgum árum síðan. Framleiðsla hans er þó ekki langt á veg komin þar sem starfsmenn Bethesda Studios hafa verið að vinna að Starfield. Guð einn veit hvenær þessi leikur kemur út en verður væntanlega gefinn út á Xbox og PC. Leikjavísir Fréttir ársins 2022 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Nokkrir gullmolar litu dagsins ljós á árinu sem er liðið en annars var það heldur fátæklegt. Sjá einnig: Nokkrir gullmolar á annars fátæklegu ári Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir helstu leikina sem eiga að koma út á þessu ári. Árið sem er að hefjast lítur ágætlega út en vert er að taka fram að útgáfudagar taka oft miklum breytingum. Sjá einnig: Allt það helsta sem sýnt var á Game Awards Forspoken Leikurinn Forspoken fjallar um Frey Holland. Hún er ung kona sem býr í New York en endar í ævintýraheimi sem kallast Athia. Þar uppgötvar Frey að hún býr yfir miklum mætti. Frey þarf að finna leið til að snúa aftur heim og í leiðinni berjast við skrímsli og drullusokka. Leikurinn átti fyrst að koma út í maí í fyrra. Forspoken kemur út þann 24. janúar á PS5 og PC. Dead Space Hinn sígildi hryllingsleikur Dead Space snýr aftur á árinu eftir að hafa verið endurgerður frá grunni. Eitthvað hræðilegt hefur gerst um borð í geimskipinu USG Ishimura og Isaac Clarke þarf að taka á honum stóra sínum. Hann þarf að berjast fyrir lífi sínu og etja kappi við ódauð skrímsli. Dead Space kemur út þann 27. janúar á PS5, Xbox og PC. Hogwarts Legacy Söguheimur Harry Potter bókanna stækkar enn meira í febrúar þegar leikurinn Hogwarts Legacy verður gefinn út. Þessi leikur gerist í galdraskólanum fræga á nítjándu öld og setur spilara í spor ungs nemenda sem þarf að taka stórar ákvarðanir. Hogwarts Legacy kemur út þann 10. febrúar á Playstation, Xbox, Switch og PC. Company of Heroes 3 Þriðji leikurinn í herkænskuseríunni Company of Heroes kemur út í febrúar, tæpum tíu árum eftir að CoH2 kom út. Leikurinn gerist í seinni heimsstyrjöldinni og munu spilarar geta spilað sem allar helstu fylkingar styrjaldarinnar sem börðust í Afríku og á Ítalíu. Company of Heroes 3 kemur út þann 23. febrúar á Playstation, Xbox og PC. Sons of the Forest Sons of the Forest er framhald leiksins The Forest. Um er að ræða hryllingsleik þar sem spilarar þurfa að leggja mikið á sig til að lifa af á eyju þar sem einnig má finna mannætur og ýmis skrímsli. Sons of the Forest kemur út þann 23. febrúar á PC. Hann á svo að vera gefinn út fyrir leikjatölvur seinna meir. Destiny 2: Lightfall Lightfall er stór aukapakki fyrir hinn vinsæla fjölspilunarleik Destiny 2 og Kjartan vinur minn yrði brjálaður við mig ef ég hefði hann ekki á listanum hérna. Aukapakkinn opnar ný svæði í leiknum og gefur spilurum möguleika á að spila nýja klassa með nýja hæfileika. Aukapakkinn er næstsíðasti kaflinn í sögunni um baráttu ljóss og myrkurs sem hefur verið kjarninn í Destiny-heiminum frá því að fyrsti leikurinn kom út fyrir tæpum áratug. Destiny 2: Lightfall kemur út þann 28. febrúar á Playstation, Xbox og PC. The Day Before The Day Before er fjölspilunarleikur sem gerist í Bandaríkjunum eftir að faraldur hefur gengið þar yfir. Þessi faraldur hefur leitt til fjölda dauðsfalla og það eru auðvitað uppvakningar líka. Leiknum hefur verið líkt sem blöndu af Last of us og The Division. Leikurinn er mjög umdeildur en hann er meðal þeirra leikja sem flestir eru með á óskalista sínum á Steam. Hins vegar grunar marga að ekki sé allt með felldu hjá Fntastic, sem framleiða leikinn. Hann átti fyrst að koma út í fyrra en mánuði fyrir útgáfu var henni frestað og tilkynnt að leikurinn yrði uppfærður fyrir Unreal Engine 5. Þá kom nýverið í ljós að leikurinn er að mestu framleiddur af fólki í sjálfboðavinnu. Það verður áhugavert að sjá hvað verður en ljóst er að margir bíða eftir útgáfu The Day Before. The Day Before kemur út þann 1. mars á Playstation, Xbox og PC. Wo Long: Fallen Dynasty Leikurinn Wo Long: Fallen Dynasty frá Team Ninja gerist á hinum klassíska tíma hinna þriggja konungsríkja í Kína, eða í hliðarheimi þar sem djöflar og alls konar skrímsli ógna heiminum. Spilarar munu þurfa að taka höndum saman við, eða berjast við, helstu hetjur sögunnar og bjarga málunum. Wo Long: Fallen Dynasty kemur út þann 3. mars á Playstation, Xbox og PC. Skull and Bones Ef satt skal segja, þá er ég orðinn ansi þreyttur á að hafa Skull and Bones á þessum lista sem ég hef gert á nánast hverju ári um nokkuð langt skeið. Ubisoft hefur verið í endalausu basli með þennan fjölspilunar-sjóræningjaleik en framleiðsla hans hófst í kjölfar útgáfu Assassins Creed: Black Flag, sem kom út árið 2013. Nú hlýtur bara að vera komið að þessu. Leikurinn gerist á Indlandshafi en spilarar munu byrja leikinn sem ómerkilegur háseti í sjóræningjaheiminum og byggja upp skip sín og áhöfn. Skull and Bones kemur vonandi út þann 9. mars Playstation, Xbox og PC Star Wars Jedi: Survivor Jedi-riddarinn Cal Kestis snýr aftur í Star Wars Jedi: Survivor en þar er um að ræða framhald hins vinsæla Star Wars Jedi: Fallen order. Cal var ungur strákur þegar keisarinn gaf skipun 66 og var einn fárra sem lifðu ódæðið af. Nú er Cal orðinn aðeins eldri en hann virðist enn horn í síðu keisaraveldisins. Star Wars Jedi: Survivor kemur út þann 17. mars á Playstation, Xbox og PC. Crime Boss: Rockay City Leikurinn Crime Boss: Rockay City var opinberaður í fyrra en hann hefur fengið mikla athygli en hana má að miklu leyti rekja til þess hóps leikara sem leika persónur í honum. Meðal þeirra má nefna Michael Madsen, Danny Trejo, Chuck Norris, Vanilla Ice og Danny Glover. Um er að ræða nokkurs konar fjölspilunarleik sem gerist í ímyndaðri útgáfu af borg í Flórída, þar sem spilarar taka höndum saman til að fremja rán. Crime Boss: Rockay City kemur út þann 28. mars á PC. Til stendur að gefa leikinn út á leikjatölvur seinna. Dead Island 2 Guð einn veit hvað framleiðsla uppvakningaleiksins Dead Island 2 hefur tekið langan tíma. Fyrri leikurinn kom út árið 2011 og nú er ég búinn að gúggla það að framleiðsla Dead Island 2 hefur staðið yfir frá árinu 2014. Leikurinn setur spilara í spor manneskju sem hefur verið bitin af uppvakningi og öðlast einhvern veginn aukna krafta við það. Spilarar munu geta beitt fjölbreyttum vopnum til að endurdrepa uppvakninga í massavís. Dead Island 2 kemur út þann 28. apríl á Playstation, Xbox og PC. The Legend of Zelda: Tears of the Kingdom Tölvuleikjaspilarar fá á árinu loksins tækifæri til að heimsækja Hyrule á nýjan leik. Nýjasti Zelda-leikurinn og framhald hins feykivinsæla Breath of the Wild kemur út í maí. En Nintendo hefu enn sem komið er lítið sýnt af leiknum. Breath of the Wild er af mörgum talinn einn þeirra allra bestu tölvuleikur sem hefur verið gerður og hefur lengi verið mikil eftirvænting eftir framhaldsleik um ævintýri Link í Hyrule. The Legend of Zelda: Tears of the Kingdom kemur út þann 12. maí á Nintendo Switch. Suicide Squad: Kill the Justice League Vondu karlarnir í Suicide Squad fá það verkefni á árinu að ganga frá hetjunum í Justice League. Svo virðist sem að Brainiac hafi náð stjórn á hetjunum Superman, Batman og félögum og því þurfa dusilmennin í Suicide Squad að bjarga heiminum. Suicide Squad: Kill the Justice League kemur út þann 26. maí á Playstation, Xbox og PC. Diablo 4 Diablo-leikirnir hafa lengi notið mikilla vinsælda. Í fjórða Diablo leiknum eiga spilarar að berjast gegn Lilith og bjarga heiminum, eins og gengur og gerist í tölvuleikjum. Að þessu sinni gerist leikurinn í opnum heimi, sem djölfar eru að herja á. Forsvarsmenn Blizzard segjast ætla að styðja leikinn og bæta við hann um árabil. Diablo 4 kemur út þann 6. júní á Playstation, Xbox og PC. Final Fantasy 16 Nýjasti leikurinn í Final Fantasy seríunni gerist í landi sem heitir Valisthea. Leikurinn setur spilara í spor Clive Rosfield, sem átti að taka við stjórn ríkisins en yngri bróðir hans var valinn í staðinn. Allt fer þó í rugl og Clive leggur mikið á sig til að ná fram hefndum. Final Fantasy 16 kemur út þann 22. júní á Playstation 5. Homeworld 3 Um tveir áratugiri eru liðnir frá því Homeworld 2 kom út en nú er loks komið að þriðja leiknum í herkænskuseríunni. Eins og áður gerist leikurinn í geimnum og býður hann spilurum upp á að nota þrívíddarumhverfið til að gera árásir á óvini sína. Homeworld 3 er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á fyrri hluta ársins á PC. Redfall Redfall er samspilunar-skotleikur frá Arkane, sem eru þekktastir fyrir Dishonored leikina. Í leiknum taka spilarar höndum saman til að skjóta vampírur og skrímsli í tætlur. Vampírur hafa púllað Mr. Burns og skyggt á sólina á eyjunni Redfall og þær þarf eðli málsins samkvæmt að stöðva. Redfall er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á fyrri hluta ársins á Xbox og PC. S.T.A.L.K.E.R. 2: Heart of Chornobyl Framleiðsla þessa leiks hefur einkennst af vandræðum en búið er að hætta við leikinn einu sinni og fresta útgáfu hans nokkrum sinnum á þrettán árum. Úkraínska fyrirtækið GSC World hefur unnið að framleiðslu leiksins en innrás Rússa hefur komið niður á framleiðslunni þar sem einhverjir starfsmenn fyrirtækisins hafa gengið til liðs við úkraínska herinn og aðrir hafa þurft að flýja heimili sín. Nú virðist þó sem að komið sé að leiðarlokum og að skot/hryllingsleikurinn um Chornobyl-svæðið komi loks út á þessu ári. S.T.A.L.K.E.R. 2: Heart of Chornobyl er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á fyrri hluta ársins á box og PC. Starfield Skyrim í geimnum. Þannig hafa forsvarsmenn Bethesda Studios lýst leiknum Starfield, sem kemur út á árinu. Fyrirtækið er hvað þekktast fyrir Elder Scrolls leikina, eins og Skyrim og Oblivion, og Fallout. Starfield er fyrsti leikur fyrirtækisins í nýjum söguheimi í aldarfjórðung og hefur hans verið beðið af mikilli eftirvæntingu. Hann á að gerast árið 2330 og er sagður innihalda fleiri en þúsund plánetur sem spilarar eiga að geta skoðað og jafnvel byggt bækistöðvar á. Starfield er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á fyrri hluta ársins á Xbox og PC. Marvel’s Spider-Man 2 Sony gefur út nýjan leik um Kóngulóamennina Peter Parker og Miles Morales á þessu ári. Leikirnir um þá báða hafa vakið mikla lukku á undanförnum árum en að þessu sinni þurfa þeir að berjast við Venom og Kraven the Hunter. Framleiðendur leiksins hafa sagt að saga leiksins sé „dekkri“ en saga fyrri leikjanna. Marvel’s Spider-Man 2 er ekki kominn með útgáfudag en á ða koma út í haust á Playstation 5. Assassin’s Creed Mirage Nýjasti leikur Assassins Creed seríunnar á að gerast í Baghdad á níundu öld en hann fjallar um yngri ár Bassim, sem spilarar kynntust í Assassins Creed Valhalla. Leikurinn átti upprunalega að vera aukapakki við Valhalla en framleiðsla hans og umfang vatt upp á sig. Assassin’s Creed Mirage er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á þessu ári á Playstation, Xbox og PC. Lords of the Fallen Árið 2014 var gefinn út leikur sem hét Lords of the Fallen. Það var bardagaleikur þar sem spilarar vörðust innrás djöfla í söguheiminn. Nú er verið að gefa út framhaldsleik sem heitir The Lords of the Fallen og á að gerast þúsund árum á eftir fyrri leiknum. Lords of the Fallen er ekki kominn með útgáfudag en á að koma út á árinu á Playstation, Xbox og PC. Avatar: Frontiers of Pandora Ubisoft hefur um nokkurra ára skeið unnið að framleiðslu leiks úr söguhieimi Avatar. Leikurinn heitir Avatar: Frontiers of Pandora og setur spilara í spor Na’vi-stríðsmanns sem þarf að stöðva hina illu menn. Avatar: Frontiers of Pandora er ekki kominn með útgáfudag enn en á að koma út á árinu, mögulega 2024, á Playstation, Xbox og PC. The Elder Scrolls 6 Það er nú eiginlega bara af gömlum vana sem ég hef þennan leik hérna. Um er að ræða framhald Skyrim sem kom upprunalega út árið 2011 en tilvist leiksins var opinberuð fyrir mörgum árum síðan. Framleiðsla hans er þó ekki langt á veg komin þar sem starfsmenn Bethesda Studios hafa verið að vinna að Starfield. Guð einn veit hvenær þessi leikur kemur út en verður væntanlega gefinn út á Xbox og PC.
Leikjavísir Fréttir ársins 2022 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira