Erlent

Þingmenn í fangelsi fyrir að sparka í ólétta þingkonu

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Úr myndbandi af árásinni á senegalska þinginu.
Úr myndbandi af árásinni á senegalska þinginu. skjáskot

Tveir þingmenn í Senegal hafa verið dæmdir í sex mánaða fangelsi fyrir að sparka í maga óléttrar þingkonu á senegalska þinginu. Upp úr sauð þegar umræður fjárlög stóðu yfir.

Þingmennirnir, Mamadou Niang og Massata Samb, réðust á þingkonuna. Voru þeir eins og áður segir dæmdir í sex mánaða fangelsi en mönnunum var einnig gert að greiða henni sem nemur rúmri milljón í miskabætur. Þeir neituðu báðir sök. 

Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan:

Árásin hefur verið harðlega gagnrýnd víða um heim. Í myndbandinu sést Samb ganga í átt að Ndiaye á meðan umræður um fjárlög stóðu yfir og slá hana utan undir. Hún brást þá við með því að kasta stól í átt til þingmannanna en í sömu andrá sést annar þingmaður sparka í maga hennar.

Þingkonan Ndiaye fékk aðsvif í kjölfarið og voru áhyggjur uppi um að hún ætti í hættu á að missa fóstrið. Hún hefur nú yfirgefið sjúkrahús en er að sögn lögfræðings hennar við slæma heilsu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×