Tengdur við morðin dularfullu eftir langferð á hvítum Hyundai Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. janúar 2023 11:53 Mynd af Bryan Kohberger í haldi lögreglu. Hann verður líkast til framseldur til Idaho. Lögregla í Pennsylvaníu DNA-sönnunargögn og hvítur Hyundai Elantra bíll í eigu Bryan Christopher Kohberger leiddu til þess að lögregla beindi sjónum sínum að hinum tæplega þrítuga doktorsnema í afbrotafræði í dularfullu morðmáli í Idaho í Bandaríkjunum. Greint var frá því fyrir áramót að Lögreglan í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum handtók karlmann á þrítugsaldri, sem grunaður er um dularfullt morð á fjórum háskólanemum í Idaho í nóvember. Umræddur maður er Bryan Christopher Kohberger, 28 ára doktorsnemi í afbrotafræði við ríkisháskólann í Washington. Háskólanemarnir fjórir sem myrtir voru aðfaranótt 13. nóvember hétu Xana Kernodle, Ethan Chapin, Kaylee Goncalves og Madison Mogen. Þau voru öll rétt um tvítugt og voru stungin til bana í rúmum sínum. Morðin hafa vakið mikinn óhug í Bandaríkjunum, ekki síst vegna þess að lögreglu virtist lítið verða ágengt við rannsókn þess. Í frétt CNN segir hins vegar að lögreglan hafi meðal annars tekið þrjú hundruð viðtöl vegna þess og rannsakað tuttugu þúsund ábendingar. DNA-leifar og hvíti Hyundai-inn Sjónir lögreglu beindust að Kohberger eftir að hafa rannsakað DNA-leifar á vettvangi og borið þær saman við opinberan DNA-gagnagrunn. Skriður komst hins vegar á málið eftir að lögregla komst að því að hægt var að staðfesta að Kohberger væri eigandi hvítrar Hyundai Elantra bifreiðar, en slík bifreið sást nærri vettvangi morðsins. Við rannsókn málsins hafði lögregla gefið út að leitað væri að hvítum Hyundai Elantra-bíl. Var almenningur beðinn um að senda inn ábendingar. Það var svo rétt fyrir jól þegar Kohberger lagði í langferð á bíl hans, hvítum Hyundai Elantra, frá heimili hans, sem er að sögn yfirvalda stutt frá því þar sem morðin voru framin. Ók hann nærri fjögur þúsund kílómetra á bílnum, frá Idaho til Pennsylvaníu þar sem foreldrar hans eiga heima. Í frétt CNN segir að lögregla hafi hafið eftirlit með honum á meðan á bílferðinni stóð. Á meðan lögregla fylgdist með ferðalaginu byggði hún upp mál gegn Kohberger svo að hægt væri að fá heimild til að handtaka hann. Þar komu DNA-gögnin og eign hans á umræddum bíl sér vel fyrir lögreglu. Handtekinn á heimili foreldra hans Kohberger var handtekinn á heimili foreldra hans í Pennsylvaníu síðastliðin föstudag. Fastlega er gert ráð fyrir því að Kohberger verði fluttur til Idaho vegna málsins. Yfirvöld hafa ekki gefið neitt uppi um hver möguleg tenging Kohberger hafi verið við fórnarlömbin eða hvort hann hafi þekkt þau. Þá hefur morðvopnið í málinu ekki fundist. Krufning á líkum hinna fjögurra kvenna gefur til kynna að þær hafi verið sofandi er atlagan var gerð að þeim. Þær voru stungnar ítrekarð og talið er líklegt að einhverjar þeirra hafi reynt að verja sig gegn atlögunni eftir að hún hófst. Kohberger hefur sem fyrr segir stundan doktorsnám í afbrotafræði við Ríkisháskólann í Washington. Þar hafði hann einnig starfað sem stundakennari. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Grunaður um dularfullt morð á fjórum háskólanemum Lögregla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum handtók í gær karlmann á þrítugsaldri, sem grunaður er um dularfullt morð á fjórum háskólanemum í Idaho í nóvember. Málið vakti óhug, og jafnframt mikinn áhuga, á samfélagsmiðlum. 31. desember 2022 09:45 Ungmennin í Idaho voru stungin til bana Komið er í ljós að fjögur ungmenni sem fundust látin á heimili sínu fyrir um viku síðan í Idaho voru stungin til bana. Þau voru nemendur í Idaho háskóla í Bandaríkjunum. 19. nóvember 2022 18:44 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Greint var frá því fyrir áramót að Lögreglan í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum handtók karlmann á þrítugsaldri, sem grunaður er um dularfullt morð á fjórum háskólanemum í Idaho í nóvember. Umræddur maður er Bryan Christopher Kohberger, 28 ára doktorsnemi í afbrotafræði við ríkisháskólann í Washington. Háskólanemarnir fjórir sem myrtir voru aðfaranótt 13. nóvember hétu Xana Kernodle, Ethan Chapin, Kaylee Goncalves og Madison Mogen. Þau voru öll rétt um tvítugt og voru stungin til bana í rúmum sínum. Morðin hafa vakið mikinn óhug í Bandaríkjunum, ekki síst vegna þess að lögreglu virtist lítið verða ágengt við rannsókn þess. Í frétt CNN segir hins vegar að lögreglan hafi meðal annars tekið þrjú hundruð viðtöl vegna þess og rannsakað tuttugu þúsund ábendingar. DNA-leifar og hvíti Hyundai-inn Sjónir lögreglu beindust að Kohberger eftir að hafa rannsakað DNA-leifar á vettvangi og borið þær saman við opinberan DNA-gagnagrunn. Skriður komst hins vegar á málið eftir að lögregla komst að því að hægt var að staðfesta að Kohberger væri eigandi hvítrar Hyundai Elantra bifreiðar, en slík bifreið sást nærri vettvangi morðsins. Við rannsókn málsins hafði lögregla gefið út að leitað væri að hvítum Hyundai Elantra-bíl. Var almenningur beðinn um að senda inn ábendingar. Það var svo rétt fyrir jól þegar Kohberger lagði í langferð á bíl hans, hvítum Hyundai Elantra, frá heimili hans, sem er að sögn yfirvalda stutt frá því þar sem morðin voru framin. Ók hann nærri fjögur þúsund kílómetra á bílnum, frá Idaho til Pennsylvaníu þar sem foreldrar hans eiga heima. Í frétt CNN segir að lögregla hafi hafið eftirlit með honum á meðan á bílferðinni stóð. Á meðan lögregla fylgdist með ferðalaginu byggði hún upp mál gegn Kohberger svo að hægt væri að fá heimild til að handtaka hann. Þar komu DNA-gögnin og eign hans á umræddum bíl sér vel fyrir lögreglu. Handtekinn á heimili foreldra hans Kohberger var handtekinn á heimili foreldra hans í Pennsylvaníu síðastliðin föstudag. Fastlega er gert ráð fyrir því að Kohberger verði fluttur til Idaho vegna málsins. Yfirvöld hafa ekki gefið neitt uppi um hver möguleg tenging Kohberger hafi verið við fórnarlömbin eða hvort hann hafi þekkt þau. Þá hefur morðvopnið í málinu ekki fundist. Krufning á líkum hinna fjögurra kvenna gefur til kynna að þær hafi verið sofandi er atlagan var gerð að þeim. Þær voru stungnar ítrekarð og talið er líklegt að einhverjar þeirra hafi reynt að verja sig gegn atlögunni eftir að hún hófst. Kohberger hefur sem fyrr segir stundan doktorsnám í afbrotafræði við Ríkisháskólann í Washington. Þar hafði hann einnig starfað sem stundakennari.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Grunaður um dularfullt morð á fjórum háskólanemum Lögregla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum handtók í gær karlmann á þrítugsaldri, sem grunaður er um dularfullt morð á fjórum háskólanemum í Idaho í nóvember. Málið vakti óhug, og jafnframt mikinn áhuga, á samfélagsmiðlum. 31. desember 2022 09:45 Ungmennin í Idaho voru stungin til bana Komið er í ljós að fjögur ungmenni sem fundust látin á heimili sínu fyrir um viku síðan í Idaho voru stungin til bana. Þau voru nemendur í Idaho háskóla í Bandaríkjunum. 19. nóvember 2022 18:44 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Grunaður um dularfullt morð á fjórum háskólanemum Lögregla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum handtók í gær karlmann á þrítugsaldri, sem grunaður er um dularfullt morð á fjórum háskólanemum í Idaho í nóvember. Málið vakti óhug, og jafnframt mikinn áhuga, á samfélagsmiðlum. 31. desember 2022 09:45
Ungmennin í Idaho voru stungin til bana Komið er í ljós að fjögur ungmenni sem fundust látin á heimili sínu fyrir um viku síðan í Idaho voru stungin til bana. Þau voru nemendur í Idaho háskóla í Bandaríkjunum. 19. nóvember 2022 18:44