Ísþoka við Elliðaár í 25,3 stiga gaddi Kristján Már Unnarsson skrifar 30. desember 2022 22:33 Horft af Vatnsveitubrúnni í Elliðaárdal laust fyrir klukkan tvö í dag. Sólin gægist í gegnum ísþokuna. Sólin náði hæst upp á sjóndeildarhringinn klukkan hálftvö og var sólarhæð þá 2,9 gráður. KMU Frostið í Víðidal í Reykjavík í dag mældist mest 25,3 gráður, samkvæmt tölum Veðurstofu Íslands. Þetta er mesta frost í borginni í kuldkastinu til þessa en fáheyrt er að svo mikill kuldi mælist innan borgarmarkanna. Á aðeins einum stað á láglendi mældist meiri kuldi í dag. Það var á Sandskeiði en þar fór frostið niður í 25,5 gráður. Á einni hálendisstöð mældist meira frost, Kolku við Blöndulón, 27,4 gráður. Ísþokan liggur yfir Elliðaánum, eða Dimmu eins og áin nefnist í Víðidal. Íbúðarhúsin í Hólahverfi í Breiðholti í baksýn. Í forgrunni má sjá hrímuð grösin.KMU Þeir sem lögðu í göngutúr um Víðidalinn í kuldanum í dag voru verðlaunaðir með ægifegurð náttúrunnar. Hrímþoka og raunar ísþoka læddist niður með Elliðaánum og lagðist yfir umhverfi ánna. Svo þétt var þokan um tíma að á göngustíg skammt frá ánni sást varla á milli ljósastaura. Svona var inni í ísþokunni á göngustíg í Víðidalnum um tvöleytið. Varla sást á milli ljósastaura.KMU Talað er um hrímþoku þegar frostið nær allt að tuttugu stigum en ísþoku þegar frost fer niður fyrir tuttugu stig. Frostið í Víðidal hélst meira og minna undir tuttugu stigum í dag. Það var aðeins rétt eftir miðnætti sem „hlýnaði“ örlítið þegar frostið mældist 19,3 gráður. Hrímið lagðist yfir gróður eins og flórsykur í Víðidal í dag. Fjær sést í Hólahverfi í Breiðholti.KMU Þótt vatnshiti Elliðaánna sé vart nema rétt yfir frostmarki þessa dagana, sennilega innan við hálf gráða, er það hátt yfir þeim lofthita sem mældist í Víðidalnum. Rakinn sem steig upp af ánni lagðist svo eins og flórsykur yfir dalinn þegar hann hrímaði trjágróður og grös. Ísingin lagðist einnig á ljósastaura og girðingar.KMU Sólin kórónaði svo dýrðina með geislum sínum og minnti á að hún er farin að hækka á lofti og lengja daginn. Þannig var þessi dagur ellefu mínútum lengri í Reykjavík en á vetrarsólstöðum. Á morgun, gamlársdag, helst sólin nærri þremur mínútum lengur á lofti en í dag og nær þrjár gráður upp á sjóndeildarhringinn, fer örlítið hærra en í dag. Vatnsveitubrúin í dag. Ísþokan sveipar dulúð yfir umhverfið.KMU Veður Reykjavík Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Búvörulögin dæmd ólögmæt Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Innlent Fleiri fréttir Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiðar vegna ofgnóttar fyrir vestan Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Sjá meira
Á aðeins einum stað á láglendi mældist meiri kuldi í dag. Það var á Sandskeiði en þar fór frostið niður í 25,5 gráður. Á einni hálendisstöð mældist meira frost, Kolku við Blöndulón, 27,4 gráður. Ísþokan liggur yfir Elliðaánum, eða Dimmu eins og áin nefnist í Víðidal. Íbúðarhúsin í Hólahverfi í Breiðholti í baksýn. Í forgrunni má sjá hrímuð grösin.KMU Þeir sem lögðu í göngutúr um Víðidalinn í kuldanum í dag voru verðlaunaðir með ægifegurð náttúrunnar. Hrímþoka og raunar ísþoka læddist niður með Elliðaánum og lagðist yfir umhverfi ánna. Svo þétt var þokan um tíma að á göngustíg skammt frá ánni sást varla á milli ljósastaura. Svona var inni í ísþokunni á göngustíg í Víðidalnum um tvöleytið. Varla sást á milli ljósastaura.KMU Talað er um hrímþoku þegar frostið nær allt að tuttugu stigum en ísþoku þegar frost fer niður fyrir tuttugu stig. Frostið í Víðidal hélst meira og minna undir tuttugu stigum í dag. Það var aðeins rétt eftir miðnætti sem „hlýnaði“ örlítið þegar frostið mældist 19,3 gráður. Hrímið lagðist yfir gróður eins og flórsykur í Víðidal í dag. Fjær sést í Hólahverfi í Breiðholti.KMU Þótt vatnshiti Elliðaánna sé vart nema rétt yfir frostmarki þessa dagana, sennilega innan við hálf gráða, er það hátt yfir þeim lofthita sem mældist í Víðidalnum. Rakinn sem steig upp af ánni lagðist svo eins og flórsykur yfir dalinn þegar hann hrímaði trjágróður og grös. Ísingin lagðist einnig á ljósastaura og girðingar.KMU Sólin kórónaði svo dýrðina með geislum sínum og minnti á að hún er farin að hækka á lofti og lengja daginn. Þannig var þessi dagur ellefu mínútum lengri í Reykjavík en á vetrarsólstöðum. Á morgun, gamlársdag, helst sólin nærri þremur mínútum lengur á lofti en í dag og nær þrjár gráður upp á sjóndeildarhringinn, fer örlítið hærra en í dag. Vatnsveitubrúin í dag. Ísþokan sveipar dulúð yfir umhverfið.KMU
Veður Reykjavík Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Búvörulögin dæmd ólögmæt Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Innlent Fleiri fréttir Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiðar vegna ofgnóttar fyrir vestan Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Sjá meira