„Maður hefur nú sennilega ekki séð það svartara“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. desember 2022 22:28 Snjó hefur kyngt niður á svæðinu. vísir Óvenjumiklum snjó hefur kyngt niður á Eyrarbakka síðustu daga, íbúum til mismikillar ánægju. Eyrarbakki er á kafi í snjó eins og sést í. Snjóruðningstæki hafa vart undan og myndefni af snjóblástri sem finna má í sjónvarpsfréttinni hér að neðan minnir einna helst á myndbrellu í bíómynd. „Maður hefur nú sennilega ekki séð það svartara en þetta. Þetta er svolítið mikill snjór. Hvernig hefur frostið verið? Það hefur verið mikið. 18 gráðu frost og nú síðast í morgun var á mælinum í bílnum 23 gráðu frost,“ sagði Birkir Pétursson, bílstjóri. Allt á kafi.einar árnason Þá verður erfitt fyrir íbúa hússins í sjónvarpsfréttinni að horfa á flugeldana út um gluggann á morgun því skaflinn nær upp fyrir gluggana. „Við vorum bara að koma hingað, höfum ekkert verið hér síðan fyrir jól. Það er búið að vera svo leiðinlegt veður þannig maður hefur ekki komist hingað. Þetta er smá vinna,“ sagði Borgar Þór. Ætliði að vera hér um áramótin? „Stefnum nú ekki að því, ég held að við komum okkur bara strax héðan.“ Íbúar hafa þurft að vera duglegir að moka.einar árnason Allir þeir sem fréttastofa ræddi við hrósuðu sveitarfélaginu rækilega fyrir snjóruðning og sögðu mikinn samtakamátt í íbúum sem hjálpast að við mokstur. „Það er búið að moka sig nokkrum sinnum út og það hefur alveg fennt vel fyrir. Já, við erum búin að koma bæði okkur og öðrum út en það er bara skemmtilegt,“ sagði Guðrún. Þær hafa þó áhyggjur af flóðamálum þegar byrjar að hlána. „Ég held að þetta sé komið gott, ég held að við séum ekki tilbúin í meiri snjó,“ sagði Guðbjört. Eins og paradís Vinkonurnar Hekla Ósk og Sigríður segja aldrei komið nóg af snjónum en þær hafa nýtt háa skafla á svæðinu og búið til snjóhús og rennibraut. „Þetta er bara æðislegt, þetta er eins og paradís,“ sögðu stelpurnar. Skaflarnir eru háir.einar árnason En eru krakkar duglegir að fara út að leika? „Við erum ekki búin að hitta neina.“ Þetta er svolítið hátt, er ekkert hræðilegt að renna sér niður? „Nei það var hræðilegt fyrst en ekki núna. Ég prufaði fyrst og svo gerði ég það bara aftur og aftur og það var ótrúlega skemmtilegt.“ Árborg Veður Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Fleiri fréttir Segir auglýsingabruðl Isavia með miklum ósköpum Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Sjá meira
Eyrarbakki er á kafi í snjó eins og sést í. Snjóruðningstæki hafa vart undan og myndefni af snjóblástri sem finna má í sjónvarpsfréttinni hér að neðan minnir einna helst á myndbrellu í bíómynd. „Maður hefur nú sennilega ekki séð það svartara en þetta. Þetta er svolítið mikill snjór. Hvernig hefur frostið verið? Það hefur verið mikið. 18 gráðu frost og nú síðast í morgun var á mælinum í bílnum 23 gráðu frost,“ sagði Birkir Pétursson, bílstjóri. Allt á kafi.einar árnason Þá verður erfitt fyrir íbúa hússins í sjónvarpsfréttinni að horfa á flugeldana út um gluggann á morgun því skaflinn nær upp fyrir gluggana. „Við vorum bara að koma hingað, höfum ekkert verið hér síðan fyrir jól. Það er búið að vera svo leiðinlegt veður þannig maður hefur ekki komist hingað. Þetta er smá vinna,“ sagði Borgar Þór. Ætliði að vera hér um áramótin? „Stefnum nú ekki að því, ég held að við komum okkur bara strax héðan.“ Íbúar hafa þurft að vera duglegir að moka.einar árnason Allir þeir sem fréttastofa ræddi við hrósuðu sveitarfélaginu rækilega fyrir snjóruðning og sögðu mikinn samtakamátt í íbúum sem hjálpast að við mokstur. „Það er búið að moka sig nokkrum sinnum út og það hefur alveg fennt vel fyrir. Já, við erum búin að koma bæði okkur og öðrum út en það er bara skemmtilegt,“ sagði Guðrún. Þær hafa þó áhyggjur af flóðamálum þegar byrjar að hlána. „Ég held að þetta sé komið gott, ég held að við séum ekki tilbúin í meiri snjó,“ sagði Guðbjört. Eins og paradís Vinkonurnar Hekla Ósk og Sigríður segja aldrei komið nóg af snjónum en þær hafa nýtt háa skafla á svæðinu og búið til snjóhús og rennibraut. „Þetta er bara æðislegt, þetta er eins og paradís,“ sögðu stelpurnar. Skaflarnir eru háir.einar árnason En eru krakkar duglegir að fara út að leika? „Við erum ekki búin að hitta neina.“ Þetta er svolítið hátt, er ekkert hræðilegt að renna sér niður? „Nei það var hræðilegt fyrst en ekki núna. Ég prufaði fyrst og svo gerði ég það bara aftur og aftur og það var ótrúlega skemmtilegt.“
Árborg Veður Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Fleiri fréttir Segir auglýsingabruðl Isavia með miklum ósköpum Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent