„Maður hefur nú sennilega ekki séð það svartara“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. desember 2022 22:28 Snjó hefur kyngt niður á svæðinu. vísir Óvenjumiklum snjó hefur kyngt niður á Eyrarbakka síðustu daga, íbúum til mismikillar ánægju. Eyrarbakki er á kafi í snjó eins og sést í. Snjóruðningstæki hafa vart undan og myndefni af snjóblástri sem finna má í sjónvarpsfréttinni hér að neðan minnir einna helst á myndbrellu í bíómynd. „Maður hefur nú sennilega ekki séð það svartara en þetta. Þetta er svolítið mikill snjór. Hvernig hefur frostið verið? Það hefur verið mikið. 18 gráðu frost og nú síðast í morgun var á mælinum í bílnum 23 gráðu frost,“ sagði Birkir Pétursson, bílstjóri. Allt á kafi.einar árnason Þá verður erfitt fyrir íbúa hússins í sjónvarpsfréttinni að horfa á flugeldana út um gluggann á morgun því skaflinn nær upp fyrir gluggana. „Við vorum bara að koma hingað, höfum ekkert verið hér síðan fyrir jól. Það er búið að vera svo leiðinlegt veður þannig maður hefur ekki komist hingað. Þetta er smá vinna,“ sagði Borgar Þór. Ætliði að vera hér um áramótin? „Stefnum nú ekki að því, ég held að við komum okkur bara strax héðan.“ Íbúar hafa þurft að vera duglegir að moka.einar árnason Allir þeir sem fréttastofa ræddi við hrósuðu sveitarfélaginu rækilega fyrir snjóruðning og sögðu mikinn samtakamátt í íbúum sem hjálpast að við mokstur. „Það er búið að moka sig nokkrum sinnum út og það hefur alveg fennt vel fyrir. Já, við erum búin að koma bæði okkur og öðrum út en það er bara skemmtilegt,“ sagði Guðrún. Þær hafa þó áhyggjur af flóðamálum þegar byrjar að hlána. „Ég held að þetta sé komið gott, ég held að við séum ekki tilbúin í meiri snjó,“ sagði Guðbjört. Eins og paradís Vinkonurnar Hekla Ósk og Sigríður segja aldrei komið nóg af snjónum en þær hafa nýtt háa skafla á svæðinu og búið til snjóhús og rennibraut. „Þetta er bara æðislegt, þetta er eins og paradís,“ sögðu stelpurnar. Skaflarnir eru háir.einar árnason En eru krakkar duglegir að fara út að leika? „Við erum ekki búin að hitta neina.“ Þetta er svolítið hátt, er ekkert hræðilegt að renna sér niður? „Nei það var hræðilegt fyrst en ekki núna. Ég prufaði fyrst og svo gerði ég það bara aftur og aftur og það var ótrúlega skemmtilegt.“ Árborg Veður Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Eyrarbakki er á kafi í snjó eins og sést í. Snjóruðningstæki hafa vart undan og myndefni af snjóblástri sem finna má í sjónvarpsfréttinni hér að neðan minnir einna helst á myndbrellu í bíómynd. „Maður hefur nú sennilega ekki séð það svartara en þetta. Þetta er svolítið mikill snjór. Hvernig hefur frostið verið? Það hefur verið mikið. 18 gráðu frost og nú síðast í morgun var á mælinum í bílnum 23 gráðu frost,“ sagði Birkir Pétursson, bílstjóri. Allt á kafi.einar árnason Þá verður erfitt fyrir íbúa hússins í sjónvarpsfréttinni að horfa á flugeldana út um gluggann á morgun því skaflinn nær upp fyrir gluggana. „Við vorum bara að koma hingað, höfum ekkert verið hér síðan fyrir jól. Það er búið að vera svo leiðinlegt veður þannig maður hefur ekki komist hingað. Þetta er smá vinna,“ sagði Borgar Þór. Ætliði að vera hér um áramótin? „Stefnum nú ekki að því, ég held að við komum okkur bara strax héðan.“ Íbúar hafa þurft að vera duglegir að moka.einar árnason Allir þeir sem fréttastofa ræddi við hrósuðu sveitarfélaginu rækilega fyrir snjóruðning og sögðu mikinn samtakamátt í íbúum sem hjálpast að við mokstur. „Það er búið að moka sig nokkrum sinnum út og það hefur alveg fennt vel fyrir. Já, við erum búin að koma bæði okkur og öðrum út en það er bara skemmtilegt,“ sagði Guðrún. Þær hafa þó áhyggjur af flóðamálum þegar byrjar að hlána. „Ég held að þetta sé komið gott, ég held að við séum ekki tilbúin í meiri snjó,“ sagði Guðbjört. Eins og paradís Vinkonurnar Hekla Ósk og Sigríður segja aldrei komið nóg af snjónum en þær hafa nýtt háa skafla á svæðinu og búið til snjóhús og rennibraut. „Þetta er bara æðislegt, þetta er eins og paradís,“ sögðu stelpurnar. Skaflarnir eru háir.einar árnason En eru krakkar duglegir að fara út að leika? „Við erum ekki búin að hitta neina.“ Þetta er svolítið hátt, er ekkert hræðilegt að renna sér niður? „Nei það var hræðilegt fyrst en ekki núna. Ég prufaði fyrst og svo gerði ég það bara aftur og aftur og það var ótrúlega skemmtilegt.“
Árborg Veður Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira