Meistararnir mis­stigu sig gegn E­ver­ton

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Erling Braut Håland skoraði mark Man City en var verulega pirraður að fá ekki þrjú stig.
Erling Braut Håland skoraði mark Man City en var verulega pirraður að fá ekki þrjú stig. Jan Kruger/Getty Images

Everton náði í stig gegn Englandsmeisturum Manchester City þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, lokatölur 1-1.

Strax á fyrstu mínútu leiksins fór Erling Braut Håland í grasið eftir groddaralega tæklingu Ben Godfrey. Hann hefði betur sleppt því að sparka Norðmanninn niður en framherjinn var vægast sagt brjálaður eftir að hafa fengið það óþvegið.

Það var svo að sjálfsögðu Halaand sem kom Man City yfir þegar 24 mínútur voru komnar á klukkuna. Riyad Mahrez gerði frábærlega og gaf boltann út á Håland sem skoraði með skoti sem Jordan Pickford var þó nálægt að verja.

Håland fagnaði með því að öskra eins hátt og hann gat á meðan hann virtist vera að leita að Godfrey. Staðan orðin 1-0 og virtist sem heimaliðið ætlaði að vinna enn einn stórsigurinn á lánlausu liði Everton. Man City fékk samt ekki mörg tækifæri áður en flautað var til hálfleiks. Skömmu áður en það gerðist átti John Stones skalla í stöng og kjölfarið fékk Håland gult spjald fyrir glórulausa tæklingu út við hliðarlínu.

Staðan var hins vegar 1-0 í hálfleik og þannig var hún allt þangað til Demari Gray jafnaði óvænt metin með stórglæsilegu marki á 64. mínútu. Boltinn í stöng og inn, óverjandi fyrir Ederson í marki Man City.

Fleiri urðu mörkin ekki þrátt fyrir þunga sókn City undi rlok leiks og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. City er í 2. sæti með 36 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Arsenal sem á leik til góða. Everton er í 16. sæti með 15 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira