Áhrif Þjóðleikhúsmálsins meiri en fólk geri sér grein fyrir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. desember 2022 21:00 Sóley Tómasdóttir fór yfir árið út frá feminísku sjónarhorni. Vísir/Vilhelm Sóley Tómasdóttir jafnréttis- og fjölbreytileikafræðingur telur að stóra Þjóðleikhúsmálið hafi haft meiri áhrif en fólk geri sér grein fyrir. Fólk sé móttækilegra fyrir menningarfordómum í dag og nefnir að nú borgi fólk henni fyrir að ræða hluti sem það hataði hana fyrir á sínum tíma. Sóley og Miriam Petra sérfræðingur hjá Rannís og fyrirlesari um rasisma og menningarfordóma litu í baksýnisspegilinn á árinu í hlaðvarpinu Karlmennskan. „Það breyttist mjög mikið eftir Black Lives Matter. Fólk fór að taka þessu alvarlegar. Sýnileiki fólks af erlendum uppruna og sem er með dekkri húð er meiri, núna er kynslóðin komin fram sem er að taka meira pláss.“segir Miriam og Sóley tekur undir og telur að að fólk sé móttækilegra í dag en fyrir 5 árum. „Mér finnst fólk vera móttækilegra í dag. Ég meina í dag borgar fólk mér fyrir að segja það sem það hataði mig fyrir að segja fyrir 10 eða bara 5 árum. Það er eitthvað að breytast.“ Stóra Þjóðleikhúsmálið og brottvísanir standi upp úr Aðspurðar um há- og lágpunkta á árinu 2022 segir Miriam að ekkert eitt atvik standi upp úr. „Ég hugsa ekki um einhvern stóran viðburð heldur miklu meiri sýnileika á allskonar hversdagslegu óréttlæti. Lagalegu, dómskerfinu, hvernig það tekur á kynferðisbrotamálum. Við erum að fá miklu fleiri haldbærari dæmi um að kerfið sé ógeðslega gallað“ Miriam rifjar þá upp aðferðir lögreglu við brottflutning á flóttafólki til Grikklands sem einn af lágpunktum ársins, „svo ætlum við að gagnrýna mannréttindabrot í fjarlægum löndum, eins og við séum eitthvað betri?“ segir Miriam. Sóley Tómasdóttir telur að stóra Þjóðleikhúsmálið hafi haft meiri áhrif en fólk átti sig á. „Það var svo magnað að sjá hvað við erum stutt komin í umræðunni og okkur langar svo að gera þetta almennilega [...] en það var fatlað fólk sem var einfaldlega sært.“ segir Sóley en þar á hún við gagnrýni á leiksýninguna Sem á himni eins og Vísir fjallaði um. Blóðugar upp að handakrikum Sóley útskýrir í hlaðvarpinu að til að ná fram breytingum þurfi margt að gerast á sama tíma, bæði þurfi fólk að taka afstöðu, fræðsla þurfi að vera til staðar og svo þurfi róttæka aðgerðasinna og byltingar. „Eitt er að vera æðislega proper fræðarar og með eitthvað podcast en stelpurnar í Öfgum og svona konur sem eru búnar að vera blóðugar upp að handakrikum í hræðilegri baráttu eru að skila alveg helling. Þannig skapast viðhorfsbreyting.“ Bendir Sóley á að mannréttindi og aukin réttindi hafi áunnist með baráttu, þrautseigju og hugrekki fólks sem sá og upplifði óréttlæti á eigin skinni. „Hlutir sem okkur þykja sjálfsagðir í dag [...] voru ekkert svona. Það var eitthvað fólk sem hafði hugrekki, kjark og þrautseigju til þess að beita sér og fræða okkur um ósanngirnina. Þannig skapaðist jafnvægi en núna erum við í ójafnvægi sem samfélag.“ Rasismi samfélagsmein „Hugsaðu um einhvern þátt í eigin fari sem þú skilgreinir fyrir þig og ímyndaðu þér að næsta tækifæri sem þú vilt í lífinu færðu ekki útaf af þessu. Hvernig líður þér með það? Og svo gerist þetta ítrekað og í pólitík er verið að tala inn í þetta og öllum fjölmiðlum.“ Miriam Petra segir að barátta gegn rasisma sé ekki bara þeirra sem verða fyrir honum heldur þurfi allt fólk að taka þátt í að uppræta fordóma og rasisma. 110. Miriam Petra og Sóley Tómasdóttir DESKTOP from Karlmennskan on Vimeo. „Fordómar, menningarfordómar og rasismi er samfélagsmein. Þetta er ekki bara vandamál þeirra sem verða fyrir því af því að ef einhver verður fyrir fordómum þýðir að einhver annar er að græða á þeim. Þá er það líka á þeirra herðum að taka þátt í baráttunni.“ Þá kallar Miriam eftir auknu samstarfi og samtali ólíkra baráttuhópa og sér fyrir sér að það geti gerst á nýju ári. „Ég væri til í að sjá meira þverfræðilegt samstarf milli baráttuhópa. Að baráttuhópar tækju sig saman þótt við séum í ólíkum afkimum samfélagsins, að tala um ólíka hluti en hagur okkar allra væri að sameinast kannski í einhverri umræðu.“ Leikhús Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Rétturinn til að standa á sviði Þegar ég var lítil dreymdi mig um að verða atvinnukona í fimleikum. Ég lagði mig alla fram við að æfa fimleika en sú stund rann upp að ég fór að dragast aftur úr jafnöldrum mínum. Því voru foreldrar mínir og þjálfari tilneydd að setjast niður með mér og taka erfitt samtal um að því miður væri ekki mögulegt fyrir mig að keppa í hópi ófatlaðra jafnaldra minna í framtíðinni. 13. október 2022 09:01 Segir Unni ekki vita upp á hár hvað fatlað fólk gangi í gegnum Freyja Haraldsdóttir, baráttukona og fyrrverandi varaþingmaður, segir leikstjóra verksins Sem á himni ekki vita upp á hár hvað fatlað fólk gangi í gegnum, þrátt fyrir að eiga fatlað barn. Hún vonast eftir því að aðstandendur sýningarinnar axli ábyrgð á langþreyttri birtingarmynd fötlunar. 23. september 2022 11:45 Krefst þess ekki að „allir hafi upplifað allt sem þeir segja á sviðinu“ Sviðshöfundur með fötlun telur að sleppa hefði átt umdeildri persónu í nýjasta stórsöngleik Þjóðleikhússins. Þá sé leikaravalið ekki stóra málið, heldur hvernig fatlað fólk sé ítrekað smættað niður í staðalímyndir. 22. september 2022 20:00 „Þessi umræða er miklu stærri og mikilvægari en einstaka leiksýning“ Leikstjóri verksins Sem á himni segir umræðuna sem hefur skapast um túlkun á fatlaðri persónu í verkinu vera særandi en gagnrýnendur segja persónuna barngerða og niðurlægða. Hún hafi viljað varpa ljósi á stöðu fatlaðra og ekki milda það eða fara með mjúkum höndum en fatlaðir eigi tilverurétt í leikhúsinu. Samfélagið þurfi að taka umræðuna þrátt fyrir að það sé sárt eða erfitt að horfa upp á. 22. september 2022 14:51 „Einhverskonar holdgerving staðalmynda um fatlað fólk“ Í Víðsjá í gær birtist gagnrýni sem fjallaði um verkið „Sem á himni“ sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Gagnrýnin hefur fengið mikla athygli síðan hún var birt og þá sérstaklega fyrir það að benda á meðferð og túlkun á fötluðum karakter innan verksins. Embla Guðrúnar- Ágústsdóttir, talskona hjá Tabú segir karakterinn birtast sem holdgerving staðalmynda um fatlað fólk. 21. september 2022 22:16 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Sóley og Miriam Petra sérfræðingur hjá Rannís og fyrirlesari um rasisma og menningarfordóma litu í baksýnisspegilinn á árinu í hlaðvarpinu Karlmennskan. „Það breyttist mjög mikið eftir Black Lives Matter. Fólk fór að taka þessu alvarlegar. Sýnileiki fólks af erlendum uppruna og sem er með dekkri húð er meiri, núna er kynslóðin komin fram sem er að taka meira pláss.“segir Miriam og Sóley tekur undir og telur að að fólk sé móttækilegra í dag en fyrir 5 árum. „Mér finnst fólk vera móttækilegra í dag. Ég meina í dag borgar fólk mér fyrir að segja það sem það hataði mig fyrir að segja fyrir 10 eða bara 5 árum. Það er eitthvað að breytast.“ Stóra Þjóðleikhúsmálið og brottvísanir standi upp úr Aðspurðar um há- og lágpunkta á árinu 2022 segir Miriam að ekkert eitt atvik standi upp úr. „Ég hugsa ekki um einhvern stóran viðburð heldur miklu meiri sýnileika á allskonar hversdagslegu óréttlæti. Lagalegu, dómskerfinu, hvernig það tekur á kynferðisbrotamálum. Við erum að fá miklu fleiri haldbærari dæmi um að kerfið sé ógeðslega gallað“ Miriam rifjar þá upp aðferðir lögreglu við brottflutning á flóttafólki til Grikklands sem einn af lágpunktum ársins, „svo ætlum við að gagnrýna mannréttindabrot í fjarlægum löndum, eins og við séum eitthvað betri?“ segir Miriam. Sóley Tómasdóttir telur að stóra Þjóðleikhúsmálið hafi haft meiri áhrif en fólk átti sig á. „Það var svo magnað að sjá hvað við erum stutt komin í umræðunni og okkur langar svo að gera þetta almennilega [...] en það var fatlað fólk sem var einfaldlega sært.“ segir Sóley en þar á hún við gagnrýni á leiksýninguna Sem á himni eins og Vísir fjallaði um. Blóðugar upp að handakrikum Sóley útskýrir í hlaðvarpinu að til að ná fram breytingum þurfi margt að gerast á sama tíma, bæði þurfi fólk að taka afstöðu, fræðsla þurfi að vera til staðar og svo þurfi róttæka aðgerðasinna og byltingar. „Eitt er að vera æðislega proper fræðarar og með eitthvað podcast en stelpurnar í Öfgum og svona konur sem eru búnar að vera blóðugar upp að handakrikum í hræðilegri baráttu eru að skila alveg helling. Þannig skapast viðhorfsbreyting.“ Bendir Sóley á að mannréttindi og aukin réttindi hafi áunnist með baráttu, þrautseigju og hugrekki fólks sem sá og upplifði óréttlæti á eigin skinni. „Hlutir sem okkur þykja sjálfsagðir í dag [...] voru ekkert svona. Það var eitthvað fólk sem hafði hugrekki, kjark og þrautseigju til þess að beita sér og fræða okkur um ósanngirnina. Þannig skapaðist jafnvægi en núna erum við í ójafnvægi sem samfélag.“ Rasismi samfélagsmein „Hugsaðu um einhvern þátt í eigin fari sem þú skilgreinir fyrir þig og ímyndaðu þér að næsta tækifæri sem þú vilt í lífinu færðu ekki útaf af þessu. Hvernig líður þér með það? Og svo gerist þetta ítrekað og í pólitík er verið að tala inn í þetta og öllum fjölmiðlum.“ Miriam Petra segir að barátta gegn rasisma sé ekki bara þeirra sem verða fyrir honum heldur þurfi allt fólk að taka þátt í að uppræta fordóma og rasisma. 110. Miriam Petra og Sóley Tómasdóttir DESKTOP from Karlmennskan on Vimeo. „Fordómar, menningarfordómar og rasismi er samfélagsmein. Þetta er ekki bara vandamál þeirra sem verða fyrir því af því að ef einhver verður fyrir fordómum þýðir að einhver annar er að græða á þeim. Þá er það líka á þeirra herðum að taka þátt í baráttunni.“ Þá kallar Miriam eftir auknu samstarfi og samtali ólíkra baráttuhópa og sér fyrir sér að það geti gerst á nýju ári. „Ég væri til í að sjá meira þverfræðilegt samstarf milli baráttuhópa. Að baráttuhópar tækju sig saman þótt við séum í ólíkum afkimum samfélagsins, að tala um ólíka hluti en hagur okkar allra væri að sameinast kannski í einhverri umræðu.“
Leikhús Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Rétturinn til að standa á sviði Þegar ég var lítil dreymdi mig um að verða atvinnukona í fimleikum. Ég lagði mig alla fram við að æfa fimleika en sú stund rann upp að ég fór að dragast aftur úr jafnöldrum mínum. Því voru foreldrar mínir og þjálfari tilneydd að setjast niður með mér og taka erfitt samtal um að því miður væri ekki mögulegt fyrir mig að keppa í hópi ófatlaðra jafnaldra minna í framtíðinni. 13. október 2022 09:01 Segir Unni ekki vita upp á hár hvað fatlað fólk gangi í gegnum Freyja Haraldsdóttir, baráttukona og fyrrverandi varaþingmaður, segir leikstjóra verksins Sem á himni ekki vita upp á hár hvað fatlað fólk gangi í gegnum, þrátt fyrir að eiga fatlað barn. Hún vonast eftir því að aðstandendur sýningarinnar axli ábyrgð á langþreyttri birtingarmynd fötlunar. 23. september 2022 11:45 Krefst þess ekki að „allir hafi upplifað allt sem þeir segja á sviðinu“ Sviðshöfundur með fötlun telur að sleppa hefði átt umdeildri persónu í nýjasta stórsöngleik Þjóðleikhússins. Þá sé leikaravalið ekki stóra málið, heldur hvernig fatlað fólk sé ítrekað smættað niður í staðalímyndir. 22. september 2022 20:00 „Þessi umræða er miklu stærri og mikilvægari en einstaka leiksýning“ Leikstjóri verksins Sem á himni segir umræðuna sem hefur skapast um túlkun á fatlaðri persónu í verkinu vera særandi en gagnrýnendur segja persónuna barngerða og niðurlægða. Hún hafi viljað varpa ljósi á stöðu fatlaðra og ekki milda það eða fara með mjúkum höndum en fatlaðir eigi tilverurétt í leikhúsinu. Samfélagið þurfi að taka umræðuna þrátt fyrir að það sé sárt eða erfitt að horfa upp á. 22. september 2022 14:51 „Einhverskonar holdgerving staðalmynda um fatlað fólk“ Í Víðsjá í gær birtist gagnrýni sem fjallaði um verkið „Sem á himni“ sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Gagnrýnin hefur fengið mikla athygli síðan hún var birt og þá sérstaklega fyrir það að benda á meðferð og túlkun á fötluðum karakter innan verksins. Embla Guðrúnar- Ágústsdóttir, talskona hjá Tabú segir karakterinn birtast sem holdgerving staðalmynda um fatlað fólk. 21. september 2022 22:16 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Rétturinn til að standa á sviði Þegar ég var lítil dreymdi mig um að verða atvinnukona í fimleikum. Ég lagði mig alla fram við að æfa fimleika en sú stund rann upp að ég fór að dragast aftur úr jafnöldrum mínum. Því voru foreldrar mínir og þjálfari tilneydd að setjast niður með mér og taka erfitt samtal um að því miður væri ekki mögulegt fyrir mig að keppa í hópi ófatlaðra jafnaldra minna í framtíðinni. 13. október 2022 09:01
Segir Unni ekki vita upp á hár hvað fatlað fólk gangi í gegnum Freyja Haraldsdóttir, baráttukona og fyrrverandi varaþingmaður, segir leikstjóra verksins Sem á himni ekki vita upp á hár hvað fatlað fólk gangi í gegnum, þrátt fyrir að eiga fatlað barn. Hún vonast eftir því að aðstandendur sýningarinnar axli ábyrgð á langþreyttri birtingarmynd fötlunar. 23. september 2022 11:45
Krefst þess ekki að „allir hafi upplifað allt sem þeir segja á sviðinu“ Sviðshöfundur með fötlun telur að sleppa hefði átt umdeildri persónu í nýjasta stórsöngleik Þjóðleikhússins. Þá sé leikaravalið ekki stóra málið, heldur hvernig fatlað fólk sé ítrekað smættað niður í staðalímyndir. 22. september 2022 20:00
„Þessi umræða er miklu stærri og mikilvægari en einstaka leiksýning“ Leikstjóri verksins Sem á himni segir umræðuna sem hefur skapast um túlkun á fatlaðri persónu í verkinu vera særandi en gagnrýnendur segja persónuna barngerða og niðurlægða. Hún hafi viljað varpa ljósi á stöðu fatlaðra og ekki milda það eða fara með mjúkum höndum en fatlaðir eigi tilverurétt í leikhúsinu. Samfélagið þurfi að taka umræðuna þrátt fyrir að það sé sárt eða erfitt að horfa upp á. 22. september 2022 14:51
„Einhverskonar holdgerving staðalmynda um fatlað fólk“ Í Víðsjá í gær birtist gagnrýni sem fjallaði um verkið „Sem á himni“ sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Gagnrýnin hefur fengið mikla athygli síðan hún var birt og þá sérstaklega fyrir það að benda á meðferð og túlkun á fötluðum karakter innan verksins. Embla Guðrúnar- Ágústsdóttir, talskona hjá Tabú segir karakterinn birtast sem holdgerving staðalmynda um fatlað fólk. 21. september 2022 22:16