Hildur Björg: Við höfum mikla breidd og fögnum því að ungir leikmenn séu að stíga upp og taka af skarið Árni Jóhannsson skrifar 28. desember 2022 22:27 Hildur Björg sveiflar tveimur af 14 stigum sínum ofan í körfuna gegn Njarðvík Vísir / Bára Dröfn Kristinsdóttir Reynslumestileikmaður Valskvenna, Hildur Björg Kjartansdóttir, var á því að það hafi verið liðsheildin sem skóp næsta auðveldan sigur heimakvenna á ríkjandi Íslandsmeisturum Njarðvíkur fyrr í kvöld í 14. umferð Subway deildar kvenna í körfubolta. Valur vann leikinn með 22 stigum, 83-61, en Hildur var ekki sammála því þetta hafi verið auðveld fæðing. „Þetta er aldrei þægilegt, við vorum að spila við ríkjandi Íslandsmeistara, þannig að við þurftum að hafa ansi mikið fyrir þessu. Alls ekki þægilegt. Við erum búnar að æfa mjög vel yfir jólin og uppskerum eftir því í kvöld.“ Hildur var þá spurð að því hvað Valsliðið hafi gert rétt til að landa sigrinum. „Þetta var liðssigur. Eins og sést á stigadreifingunni og þú sérð það á vörninni. Þetta byrjaði svolítið þar. Við ákváðum að byrja að stoppa og spila þéttara, hjálpa hvor annarri og byggðum svo ofan á það.“ Hildur átti mjög góðan leik en skoraði 12 af 14 stigum sínum í fyrri hálfleik og tók af skarið fyrir liðið sitt. Hún var spurð að því hvað þjálfarinn væri að segja við hana rétt fyrir leik og hvert hlutverk hennar væri í liðinu. „Bara að taka af skarið. Hjálpa stelpunum og stýra vörninni. Ég á bara að gera mitt. Ég er búin að gera þetta í nokkur ár“, sagði Hildur hlægjandi og var spurð þá út í þær stelpur sem hafa ekki verið að spila körfubolta á hæsta stigi í nokkur ár. Það hlýtur að vera jákvætt og gefa Valsliðinu von um góða hluti þegar leikmenn sem koma inn af bekknum skora 23 stig. „Algjörlega. Við höfum mikla breidd og fögnum því að ungir leikmenn séu að stíga upp og taka af skarið. Ég held að við séum með þannig hóp að allir geta sýnt sínar bestu hliðar. Ég fagna því.“ Að lokum var spurt út í hvað væri hægt að taka út úr þessum leik. „Við tökum með okkur mikla gleði. Það var gaman í dag. Þú sást það að við fögnuðum öllum litlu hlutunum sem við gerðum vel í kvöld. Ég held að við einbeitum okkur að því þó það sé að sjálfsögðu margt sem má laga. Margt mjög gott í kvöld.“ Subway-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur-Njarðvík 83-61 | Íslandsmeistararnir komust lítt áleiðis á Hlíðarenda Valur fór létt með Íslandsmeistara Njarðvíkur í lokaleik Subway deildar kvenna í körfubolta. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. desember 2022 21:55 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
„Þetta er aldrei þægilegt, við vorum að spila við ríkjandi Íslandsmeistara, þannig að við þurftum að hafa ansi mikið fyrir þessu. Alls ekki þægilegt. Við erum búnar að æfa mjög vel yfir jólin og uppskerum eftir því í kvöld.“ Hildur var þá spurð að því hvað Valsliðið hafi gert rétt til að landa sigrinum. „Þetta var liðssigur. Eins og sést á stigadreifingunni og þú sérð það á vörninni. Þetta byrjaði svolítið þar. Við ákváðum að byrja að stoppa og spila þéttara, hjálpa hvor annarri og byggðum svo ofan á það.“ Hildur átti mjög góðan leik en skoraði 12 af 14 stigum sínum í fyrri hálfleik og tók af skarið fyrir liðið sitt. Hún var spurð að því hvað þjálfarinn væri að segja við hana rétt fyrir leik og hvert hlutverk hennar væri í liðinu. „Bara að taka af skarið. Hjálpa stelpunum og stýra vörninni. Ég á bara að gera mitt. Ég er búin að gera þetta í nokkur ár“, sagði Hildur hlægjandi og var spurð þá út í þær stelpur sem hafa ekki verið að spila körfubolta á hæsta stigi í nokkur ár. Það hlýtur að vera jákvætt og gefa Valsliðinu von um góða hluti þegar leikmenn sem koma inn af bekknum skora 23 stig. „Algjörlega. Við höfum mikla breidd og fögnum því að ungir leikmenn séu að stíga upp og taka af skarið. Ég held að við séum með þannig hóp að allir geta sýnt sínar bestu hliðar. Ég fagna því.“ Að lokum var spurt út í hvað væri hægt að taka út úr þessum leik. „Við tökum með okkur mikla gleði. Það var gaman í dag. Þú sást það að við fögnuðum öllum litlu hlutunum sem við gerðum vel í kvöld. Ég held að við einbeitum okkur að því þó það sé að sjálfsögðu margt sem má laga. Margt mjög gott í kvöld.“
Subway-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur-Njarðvík 83-61 | Íslandsmeistararnir komust lítt áleiðis á Hlíðarenda Valur fór létt með Íslandsmeistara Njarðvíkur í lokaleik Subway deildar kvenna í körfubolta. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. desember 2022 21:55 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Leik lokið: Valur-Njarðvík 83-61 | Íslandsmeistararnir komust lítt áleiðis á Hlíðarenda Valur fór létt með Íslandsmeistara Njarðvíkur í lokaleik Subway deildar kvenna í körfubolta. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. desember 2022 21:55