Hildur Björg: Við höfum mikla breidd og fögnum því að ungir leikmenn séu að stíga upp og taka af skarið Árni Jóhannsson skrifar 28. desember 2022 22:27 Hildur Björg sveiflar tveimur af 14 stigum sínum ofan í körfuna gegn Njarðvík Vísir / Bára Dröfn Kristinsdóttir Reynslumestileikmaður Valskvenna, Hildur Björg Kjartansdóttir, var á því að það hafi verið liðsheildin sem skóp næsta auðveldan sigur heimakvenna á ríkjandi Íslandsmeisturum Njarðvíkur fyrr í kvöld í 14. umferð Subway deildar kvenna í körfubolta. Valur vann leikinn með 22 stigum, 83-61, en Hildur var ekki sammála því þetta hafi verið auðveld fæðing. „Þetta er aldrei þægilegt, við vorum að spila við ríkjandi Íslandsmeistara, þannig að við þurftum að hafa ansi mikið fyrir þessu. Alls ekki þægilegt. Við erum búnar að æfa mjög vel yfir jólin og uppskerum eftir því í kvöld.“ Hildur var þá spurð að því hvað Valsliðið hafi gert rétt til að landa sigrinum. „Þetta var liðssigur. Eins og sést á stigadreifingunni og þú sérð það á vörninni. Þetta byrjaði svolítið þar. Við ákváðum að byrja að stoppa og spila þéttara, hjálpa hvor annarri og byggðum svo ofan á það.“ Hildur átti mjög góðan leik en skoraði 12 af 14 stigum sínum í fyrri hálfleik og tók af skarið fyrir liðið sitt. Hún var spurð að því hvað þjálfarinn væri að segja við hana rétt fyrir leik og hvert hlutverk hennar væri í liðinu. „Bara að taka af skarið. Hjálpa stelpunum og stýra vörninni. Ég á bara að gera mitt. Ég er búin að gera þetta í nokkur ár“, sagði Hildur hlægjandi og var spurð þá út í þær stelpur sem hafa ekki verið að spila körfubolta á hæsta stigi í nokkur ár. Það hlýtur að vera jákvætt og gefa Valsliðinu von um góða hluti þegar leikmenn sem koma inn af bekknum skora 23 stig. „Algjörlega. Við höfum mikla breidd og fögnum því að ungir leikmenn séu að stíga upp og taka af skarið. Ég held að við séum með þannig hóp að allir geta sýnt sínar bestu hliðar. Ég fagna því.“ Að lokum var spurt út í hvað væri hægt að taka út úr þessum leik. „Við tökum með okkur mikla gleði. Það var gaman í dag. Þú sást það að við fögnuðum öllum litlu hlutunum sem við gerðum vel í kvöld. Ég held að við einbeitum okkur að því þó það sé að sjálfsögðu margt sem má laga. Margt mjög gott í kvöld.“ Subway-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur-Njarðvík 83-61 | Íslandsmeistararnir komust lítt áleiðis á Hlíðarenda Valur fór létt með Íslandsmeistara Njarðvíkur í lokaleik Subway deildar kvenna í körfubolta. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. desember 2022 21:55 Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Sjá meira
„Þetta er aldrei þægilegt, við vorum að spila við ríkjandi Íslandsmeistara, þannig að við þurftum að hafa ansi mikið fyrir þessu. Alls ekki þægilegt. Við erum búnar að æfa mjög vel yfir jólin og uppskerum eftir því í kvöld.“ Hildur var þá spurð að því hvað Valsliðið hafi gert rétt til að landa sigrinum. „Þetta var liðssigur. Eins og sést á stigadreifingunni og þú sérð það á vörninni. Þetta byrjaði svolítið þar. Við ákváðum að byrja að stoppa og spila þéttara, hjálpa hvor annarri og byggðum svo ofan á það.“ Hildur átti mjög góðan leik en skoraði 12 af 14 stigum sínum í fyrri hálfleik og tók af skarið fyrir liðið sitt. Hún var spurð að því hvað þjálfarinn væri að segja við hana rétt fyrir leik og hvert hlutverk hennar væri í liðinu. „Bara að taka af skarið. Hjálpa stelpunum og stýra vörninni. Ég á bara að gera mitt. Ég er búin að gera þetta í nokkur ár“, sagði Hildur hlægjandi og var spurð þá út í þær stelpur sem hafa ekki verið að spila körfubolta á hæsta stigi í nokkur ár. Það hlýtur að vera jákvætt og gefa Valsliðinu von um góða hluti þegar leikmenn sem koma inn af bekknum skora 23 stig. „Algjörlega. Við höfum mikla breidd og fögnum því að ungir leikmenn séu að stíga upp og taka af skarið. Ég held að við séum með þannig hóp að allir geta sýnt sínar bestu hliðar. Ég fagna því.“ Að lokum var spurt út í hvað væri hægt að taka út úr þessum leik. „Við tökum með okkur mikla gleði. Það var gaman í dag. Þú sást það að við fögnuðum öllum litlu hlutunum sem við gerðum vel í kvöld. Ég held að við einbeitum okkur að því þó það sé að sjálfsögðu margt sem má laga. Margt mjög gott í kvöld.“
Subway-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur-Njarðvík 83-61 | Íslandsmeistararnir komust lítt áleiðis á Hlíðarenda Valur fór létt með Íslandsmeistara Njarðvíkur í lokaleik Subway deildar kvenna í körfubolta. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. desember 2022 21:55 Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Sjá meira
Leik lokið: Valur-Njarðvík 83-61 | Íslandsmeistararnir komust lítt áleiðis á Hlíðarenda Valur fór létt með Íslandsmeistara Njarðvíkur í lokaleik Subway deildar kvenna í körfubolta. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. desember 2022 21:55
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum