Ólympíuverðlaunahafi dæmdur í tólf ára fangelsi Valur Páll Eiríksson skrifar 28. desember 2022 08:31 Aliaksandra Herasimenia hefur gagnrýnt stjórnvöld harðlega. Clive Rose/Getty Images Aliaksandra Herasimenia, þrefaldur verðlaunahafi af Ólympíuleikum, hefur verið dæmd í tólf ára fangelsi af hvítrússneskum dómsstólum vegna mótmæla sinna gegn þarlendum stjórnvöldum. Hin 36 ára gamla Herasimenia var dæmd á öðrum degi jóla þrátt fyrir fjarveru hennar við réttarhöld, en hún er í sjálfskipaðri útlegð í Litáen. Hún hefur löngum gagnrýnt forseta landsins, Alexander Lúkasjenkó. Hún var dæmd fyrir að stuðla að stofnun öfgasamtaka, en þar er átt við Samstöðustofnun íþróttafólks í Hvíta-Rússlandi. Einnig var hún dæmd fyrir að kalla eftir refsingum gegn Hvíta-Rússlandi og dreifa ósannindum um ákveðna atburði. Dómurinn tengist miklum mótmælum gegn þarlendum yfirvöldum árið 2020. Herasimenia var þá á meðal fjölmargra íþróttamanna sem skrifuðu undir opið bréf sem kölluðu eftir frjálsum kosningum í landinu. Lúkasjenkó, sem hefur setið á valdastóli frá árinu 1994, vann þá forsetakosningar með 81 prósent atkvæða. Andstæðingar Lúkasjenkó í kosningunum, þar á meðal Sviatlana Tsikhanouskaya, sem fékk næst flest atkvæði í kosningunum, voru handteknir á meðan kosningabaráttunni stóð. Kosningarnar eru almennt hvorki taldar hafa verið frjálsar né sanngjarnar. Herasimenia vann til þrenna verðlauna á Ólympíuleikum á sundferli sínum, tvö silfur í Lundúnum 2012 og eitt brons í Ríó 2016. Hún hélt uppboð á gullmedalíunni sem hún vann á HM 2012 og gaf andvirðið til Samstöðustofnunar íþróttafólks í Hvíta-Rússlandi. Ólíklegt er að Herasimenia muni lúta dómnum heima fyrir, enda býr hún í útlegð. Hún var dæmd á grundvelli laga sem Lúkasjenkó staðfesti í sumar, sem heimila dóm yfir fólki þrátt fyrir fjarveru þess (e. trial in absentia). Hvíta-Rússland Sund Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stresuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
Hin 36 ára gamla Herasimenia var dæmd á öðrum degi jóla þrátt fyrir fjarveru hennar við réttarhöld, en hún er í sjálfskipaðri útlegð í Litáen. Hún hefur löngum gagnrýnt forseta landsins, Alexander Lúkasjenkó. Hún var dæmd fyrir að stuðla að stofnun öfgasamtaka, en þar er átt við Samstöðustofnun íþróttafólks í Hvíta-Rússlandi. Einnig var hún dæmd fyrir að kalla eftir refsingum gegn Hvíta-Rússlandi og dreifa ósannindum um ákveðna atburði. Dómurinn tengist miklum mótmælum gegn þarlendum yfirvöldum árið 2020. Herasimenia var þá á meðal fjölmargra íþróttamanna sem skrifuðu undir opið bréf sem kölluðu eftir frjálsum kosningum í landinu. Lúkasjenkó, sem hefur setið á valdastóli frá árinu 1994, vann þá forsetakosningar með 81 prósent atkvæða. Andstæðingar Lúkasjenkó í kosningunum, þar á meðal Sviatlana Tsikhanouskaya, sem fékk næst flest atkvæði í kosningunum, voru handteknir á meðan kosningabaráttunni stóð. Kosningarnar eru almennt hvorki taldar hafa verið frjálsar né sanngjarnar. Herasimenia vann til þrenna verðlauna á Ólympíuleikum á sundferli sínum, tvö silfur í Lundúnum 2012 og eitt brons í Ríó 2016. Hún hélt uppboð á gullmedalíunni sem hún vann á HM 2012 og gaf andvirðið til Samstöðustofnunar íþróttafólks í Hvíta-Rússlandi. Ólíklegt er að Herasimenia muni lúta dómnum heima fyrir, enda býr hún í útlegð. Hún var dæmd á grundvelli laga sem Lúkasjenkó staðfesti í sumar, sem heimila dóm yfir fólki þrátt fyrir fjarveru þess (e. trial in absentia).
Hvíta-Rússland Sund Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stresuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira