Sport

Farsælir í faraldri, lánlaust landslið og verðlaunaóðir Valsmenn

Valur Páll Eiríksson og Svava Kristín Gretarsdóttir skrifa
Strákarnir okkar hófu íþróttaárið 2022 með stæl.
Strákarnir okkar hófu íþróttaárið 2022 með stæl. Vísir

Íþróttaárið 2022 hófst í miðjum heimsfaraldri sem setti stórt strik í reikninginn hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta sem keppti á EM í upphafi árs. Þrátt fyrir það vann liðið einn sinn stærsta sigur í sögunni.

Eftir því sem leið á árið fjaraði undan samkomutakmörkunum og veirusmitum og íþróttalífið komst hægt og rólega í eðlilegt horf eftir að heilu mótunum hafði verið aflýst árin á undan.

Svekkelsið var óbærilegt hjá kvennalandsliðinu, Blikar voru bestir í boltanum, Njarðvík voru nýliðar ársins og Valsmenn og -konur voru ósjaldséð á verðlaunapöllum.

Það er af nógu að taka af íþróttaárinu á Íslandi árið 2022 sem lauk á hafnfirskri handprengju í handboltanum.

Klippa: Annáll 2022 - Íþróttir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×