Áform um vetrarleika sett á ís vegna mútumáls Valur Páll Eiríksson skrifar 27. desember 2022 12:30 Haruyuki Takahashi er laus gegn tryggingu. Vísir/EPA Japanir hafa gert hlé á sókn sinni eftir gestgjafarétti á Vetrarólympíuleikunum árið 2030 vegna stórfellds mútumáls tengt Ólympíuleikunum í Tókýó. Sakborningurinn Haruyuki Takahashi, fyrrum nefndarmaður í skipulagsnefnd Ólympíuleikanna, hefur verið sleppt gegn tryggingu. Takahashi var háttsettur aðili í framkvæmdastjórn Tókýó 2020. Hann var handtekinn í ágúst, sakaður um mútuþægni. Saksóknarar í Japan héldu því fram í sumar að Takahashi hafi þegið 51 milljón japanskra jena, rúmar 52 milljónir króna, frá smásölufyrirtækinu Aoki Holdings, sem var á meðal styrktaraðila leikanna. Hironiro Aoki, fyrrum forseti fyrirtækisins, og yngri bróðir hans Takahisa Aoki, varaforseti, voru einnig handteknir vegna málsins. Það sama má segja um Katsuhisa Ueda sem var framkvæmdastjóri Aoki Holdings. Síðan hefur málið undið upp á sig þar sem Takahasi er sakaður um að hafa þegið mútur frá í það minnsta fimm mismunandi fyrirtækjum sem voru styrkaraðilar leikanna. Hann er sakaður um að hafa þegið í heildina tæplega 198 milljónir japanskra jena, rúmlega 212 milljónir króna, í mútufé frá fyrirtækjum sem sóttust eftir því að vera styrktaraðilar leikanna. Hinn 78 ára gamli Takahashi hefur neitað sök en kæra var lögð fram gegn þremur aðilum innan viðkomandi fyrirtækja, þar á meðal Aoki, fyrir að múta Takahashi. Ásakanirnar skyggja á arfleifð leikanna sem fóru vel fram í fyrra eftir árs frestun sökum kórónuveirufaraldursins. Japanir hafa sett áform sín um að sækjast eftir því að halda Vetrarleikana árið 2030 í Sapporo á ís vegna málsins. Borgin var talin líklegust til að hreppa hnossið en afar ólíklegt verður að þykja að af því verði í ljósi ásakananna gegn Takahashi. Japan Ólympíuleikar Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sjá meira
Takahashi var háttsettur aðili í framkvæmdastjórn Tókýó 2020. Hann var handtekinn í ágúst, sakaður um mútuþægni. Saksóknarar í Japan héldu því fram í sumar að Takahashi hafi þegið 51 milljón japanskra jena, rúmar 52 milljónir króna, frá smásölufyrirtækinu Aoki Holdings, sem var á meðal styrktaraðila leikanna. Hironiro Aoki, fyrrum forseti fyrirtækisins, og yngri bróðir hans Takahisa Aoki, varaforseti, voru einnig handteknir vegna málsins. Það sama má segja um Katsuhisa Ueda sem var framkvæmdastjóri Aoki Holdings. Síðan hefur málið undið upp á sig þar sem Takahasi er sakaður um að hafa þegið mútur frá í það minnsta fimm mismunandi fyrirtækjum sem voru styrkaraðilar leikanna. Hann er sakaður um að hafa þegið í heildina tæplega 198 milljónir japanskra jena, rúmlega 212 milljónir króna, í mútufé frá fyrirtækjum sem sóttust eftir því að vera styrktaraðilar leikanna. Hinn 78 ára gamli Takahashi hefur neitað sök en kæra var lögð fram gegn þremur aðilum innan viðkomandi fyrirtækja, þar á meðal Aoki, fyrir að múta Takahashi. Ásakanirnar skyggja á arfleifð leikanna sem fóru vel fram í fyrra eftir árs frestun sökum kórónuveirufaraldursins. Japanir hafa sett áform sín um að sækjast eftir því að halda Vetrarleikana árið 2030 í Sapporo á ís vegna málsins. Borgin var talin líklegust til að hreppa hnossið en afar ólíklegt verður að þykja að af því verði í ljósi ásakananna gegn Takahashi.
Japan Ólympíuleikar Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sjá meira