Innlent

„Við sjáum þetta snjó­magn ekki oft“

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Þessa mynd birti lögreglan í Vestmannaeyjum í morgun með tilkynningu um snjómokstur. Fólk var þá beðið um að halda sig heima en samkvæmt nýjustu upplýsingum er allt orðið fært í eyjum.
Þessa mynd birti lögreglan í Vestmannaeyjum í morgun með tilkynningu um snjómokstur. Fólk var þá beðið um að halda sig heima en samkvæmt nýjustu upplýsingum er allt orðið fært í eyjum. lögreglan í vestmannaeyjum

Vel hefur gengið að ryðja götur í Vestmannaeyjum en ófært var á fjölda gatna í bænum í gær. Björgunarsveitarmaður segist sjaldan hafa séð jafn mikið magn af snjó og nú hefur verið.

„Við sjáum þetta snjómagn ekki oft en við sjáum það núna. Þetta er ívið meira heldur en í meðalári – og lengur. Þetta er farið að telja í nokkuð marga daga, og var byrjað þarna vel fyrir jól,“ segir Adólf Þórsson hjá Björgunarfélagi Vestmannaeyja. 

Hann segir að björgunarsveitarmenn hafi blessunarlega ekki staðið í ströngu við að losa bíla.

„En það voru náttúrulega bara allir í jólaboðum og höfðu það kósí heima. Þetta er bara partur af þessu, við viljum öll halda hátíðleg jól og þá hjálpumst við bara að, hvert annað, svo við náum því.“

Samkvæmt nýjustu upplýsingum eru allar götur orðnar færar í Vestmannaeyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×