Innlent

Segir starfsfólk hafa unnið fyrir fríinu

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Hrafnhildur Arnkelsdóttir, hagstofustjóri
Vísir/Bjarni

Það vakti talsverða athygli þegar að Hagstofan tilkynnti á heimasíðu sinni í vikunni að stofnunin yrði lokuð í fjóra daga nú um hátíðirnar.

Konráð Guðjónsson, hagfræðingur og efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins vakti athygli á þessu á twitter síðu sinni sem fékk mikil viðbrögð hjá Twitter-samfélaginu og ljóst að skiptar skoðanir eru á þessari ákvörðun nýs Hagstofustjóra, Hrafnhildar Arnkelsdóttur, en hún tók við stöðunni 1. nóvember síðastliðin. 

Jólaandinn ráði ríkjum

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lét til að mynda hafa eftir sér í gær að honum þætti óþarfi að ríkið væri að ganga lengra en almennur markaður varðandi frídaga. Hrafnhildur segir starfsfólk hafa unnið fyrir fríinu.

„Já, á Hagstofunni þar vinnur einvalalið fólks sem hefur unnið hörðum höndum að því að reyna að koma verkefnunum frá núna fyrir jól svo að þær hagtölur sem við getum komið út höfum við komið út til okkar notenda. Í staðinn fær fólk viðurkenningu og möguleika á því að vera heima með sínum nánustu og njóta samverustunda yfir jólin. Þetta er bara jólaandinn sem ræður ríkjum þar.

Hagstofan er ekki eini vinnustaðurinn sem lokar þessa daga, en það gera líka Menntamálastofnun, Langanesbyggð, leikskólar í Reykjanesbæ og Viðskiptaráð Íslands, svo eitthvað sé nefnt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×