Bílastæðasjóður stelur jólunum frá fötluðum manni Jakob Bjarnar skrifar 23. desember 2022 14:23 Vilberg segist hafa gert allt samkvæmt bókinni, lagt í stæði sem merkt er fötluðum, enda er hann fatlaður eftir vinnuslys sem hann lenti í fyrir tíu árum, og bíll hans er merktur fötluðum manni. En allt kemur fyrir ekki, Bilastæðasjóður stendur fastur á sínu og mun engu ansa þar um fyrr en 4. janúar, starfsmenn Bílastæðasjóðs eru komnir í jólafrí. aðsend Vilberg Guðnason segir Bílastæðasjóð hafa stolið frá sér jólunum, pakkinn til eiginkonunnar verði því miður tómur þessi jólin. „Þökk sé“ sekt sem nemur 45 þúsund krónum, sekt sem stenst enga skoðun að sögn Vilbergs. Vilberg taldi sig vera að gera allt samkvæmt bókinni þegar hann lagði bíl sínum í stæði merkt fötluðum. Hann var með stöðukort sitt á sínum stað, í innanverðri framrúðunni. Vaskur stöðumælavörður en glámskyggn lét það ekki stöðva sig. Og laumaði sektarmiða undir rúðublaðið. Þetta gerðist ekki einu sinni í desember heldur þrisvar. Í miðborg Reykjavíkur. Sektirnar sem Vilberg stendur frammi fyrir því að greiða eru samtals 45 þúsund. Segir Bílastæðasjóð hata fatlaða Vilberg hefur reynt að fá sektina fellda niður á þeim forsendum að hér hafi stöðumælaverðir farið offari, hann hafi sannarlega verið í fullum rétti við að leggja bílnum í stæði merkt fötluðum, hann sé fatlaður eftir að hann lenti í vinnuslysi fyrir tíu árum. En allt kemur fyrir ekki. Bílastæðasjóður ber því við að stöðukortið hafi ekki verið sýnilegt, sem Vilberg segir fráleitar mótbárur. Og sýnir mynd því til staðfestingar. Kortið ætti ekki að fara neitt á milli mála. „Jájá, það er gaman fyrir öryrkja að borga 45 í sekt fyrir að leggja í stæði sem þú mátt leggja í. Ég fæ 80 þúsund frá Tryggingastofnun þannig að þetta er meirihlutinn af bótunum,“ segir Vilberg ósáttur og lái honum hver sem vill. Vilberg segir þetta þekkt vandamál, að fatlaðir séu rukkaðir með þessum hætti. Hann hefur í fjórgang kvartað undan hliðstæðum sektargreiðslum og Bílastæðasjóður hafi þá fallið frá sektinni. En nú vilja þeir standa fastir á sínu, sinni óskiljanlegu ákvörðun að mati Vilbergs. „Bílastæðasjóður hatar fatlaða, því þeir þurfa ekki að borga,“ segir Vilberg. Það sé ekki hægt að draga neina aðra ályktun af þessu framferði. „Lögfræðingurinn sem er með þetta mál fyrir okkur, hefur fengið sekt fyrir að leggja í stæði merkt fötluðum. Hún er líka með stöðukort fatlaðra í framrúðunni. Hún fékk endurgreitt.“ Allir hjá Bílastæðasjóði komnir í jólafrí og ekkert hægt að gera Einn umræddra sektarmiða. Þegar þau svo ætluðu að reyna að fá Bílastæðasjóð ofan af þessari ákvörðun, sem þau telja blasa við að sé augljóslega röng, það blasi við, steyttu þau á skeri. „Við hringdum í dag en þá fengum við þau svör að það yrði ekkert meira gert í þessu máli fyrr en í fyrsta lagi 4. janúar. Það væru allir hjá Bílastæðasjóði komnir í jólafrí. Þetta er gaman eða hitt þó heldur,“ segir Vilberg. Hann segir að það hefði verið ódýrara fyrir sig að leggja ólöglega annars staðar því sérstakt sektarákvæði er að leggja í stæði merkt fötluðum. „Já, ef menn eru ekki með kort eins og ég er með,“ segir Vilberg sem reynir að halda í jólaskapið. En það verða engir pakkar. „Mamma er búin að kaupa í jólamatinn fyrir okkur þannig að ég fer nú ekki að slá hana fyrir því.“ Reykjavík Bílastæði Jól Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Vilberg taldi sig vera að gera allt samkvæmt bókinni þegar hann lagði bíl sínum í stæði merkt fötluðum. Hann var með stöðukort sitt á sínum stað, í innanverðri framrúðunni. Vaskur stöðumælavörður en glámskyggn lét það ekki stöðva sig. Og laumaði sektarmiða undir rúðublaðið. Þetta gerðist ekki einu sinni í desember heldur þrisvar. Í miðborg Reykjavíkur. Sektirnar sem Vilberg stendur frammi fyrir því að greiða eru samtals 45 þúsund. Segir Bílastæðasjóð hata fatlaða Vilberg hefur reynt að fá sektina fellda niður á þeim forsendum að hér hafi stöðumælaverðir farið offari, hann hafi sannarlega verið í fullum rétti við að leggja bílnum í stæði merkt fötluðum, hann sé fatlaður eftir að hann lenti í vinnuslysi fyrir tíu árum. En allt kemur fyrir ekki. Bílastæðasjóður ber því við að stöðukortið hafi ekki verið sýnilegt, sem Vilberg segir fráleitar mótbárur. Og sýnir mynd því til staðfestingar. Kortið ætti ekki að fara neitt á milli mála. „Jájá, það er gaman fyrir öryrkja að borga 45 í sekt fyrir að leggja í stæði sem þú mátt leggja í. Ég fæ 80 þúsund frá Tryggingastofnun þannig að þetta er meirihlutinn af bótunum,“ segir Vilberg ósáttur og lái honum hver sem vill. Vilberg segir þetta þekkt vandamál, að fatlaðir séu rukkaðir með þessum hætti. Hann hefur í fjórgang kvartað undan hliðstæðum sektargreiðslum og Bílastæðasjóður hafi þá fallið frá sektinni. En nú vilja þeir standa fastir á sínu, sinni óskiljanlegu ákvörðun að mati Vilbergs. „Bílastæðasjóður hatar fatlaða, því þeir þurfa ekki að borga,“ segir Vilberg. Það sé ekki hægt að draga neina aðra ályktun af þessu framferði. „Lögfræðingurinn sem er með þetta mál fyrir okkur, hefur fengið sekt fyrir að leggja í stæði merkt fötluðum. Hún er líka með stöðukort fatlaðra í framrúðunni. Hún fékk endurgreitt.“ Allir hjá Bílastæðasjóði komnir í jólafrí og ekkert hægt að gera Einn umræddra sektarmiða. Þegar þau svo ætluðu að reyna að fá Bílastæðasjóð ofan af þessari ákvörðun, sem þau telja blasa við að sé augljóslega röng, það blasi við, steyttu þau á skeri. „Við hringdum í dag en þá fengum við þau svör að það yrði ekkert meira gert í þessu máli fyrr en í fyrsta lagi 4. janúar. Það væru allir hjá Bílastæðasjóði komnir í jólafrí. Þetta er gaman eða hitt þó heldur,“ segir Vilberg. Hann segir að það hefði verið ódýrara fyrir sig að leggja ólöglega annars staðar því sérstakt sektarákvæði er að leggja í stæði merkt fötluðum. „Já, ef menn eru ekki með kort eins og ég er með,“ segir Vilberg sem reynir að halda í jólaskapið. En það verða engir pakkar. „Mamma er búin að kaupa í jólamatinn fyrir okkur þannig að ég fer nú ekki að slá hana fyrir því.“
Reykjavík Bílastæði Jól Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira