Isiah Thomas útskýrir af hverju Jordan gerði hann svona reiðan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2022 14:31 Isiah Thomas og óvinur hans Michael Jordan. Samsett/Getty Körfuboltagoðsögnin Isiah Thomas er enn mjög ósáttur með Michael Jordan vegna „Last Dance“ heimildarþáttanna sem slógu í gegn á sínum tíma en máluðu ekki fallega mynd af Thomas. Það lítur út fyrir að öldurnar muni aldrei lægja í deilu Zeke og MJ. Í það minnsta er Thomas alltaf að tala um óvin sinn. Isiah Thomas og Michael Jordan hafa nefnilega verið litlir vinir síðan að þeir áttust svo oft við inn á körfuboltagólfinu á níunda áratugnum. Jordan náði ekki að verða NBA-meistari fyrr en hann komst í gegnum tuddana í Detriot Pistons sem gengu undir nafninu Slæmu strákarnir. Frægt var þegar Thomas og félagar strunsuðu út úr salnum án þess að þakka fyrir einvígið þegar Chicago Bulls vann þá loksins. Stuttu síðar var Thomas skilinn út undan þegar valið var í draumalið Bandaríkjamanna á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Það var fjallað um þetta í „Last Dance“ heimildarþáttunum og Jordan gerði lítið úr Zeke. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) Jordan er sagður hafa spilað lykilhlutverk í því að einn besti bakvörður NBA-deildarinnar í áratug var ekki valinn í liðið og það þótt að þjálfari hans hjá Pistons, Chuck Daly, væri að þjálfa landsliðið. Thomas hefur nú útskýrt betur hvað það er sem gerði hann svona reiðann út í Jordan eftir sýningu þáttanna. „Ég var mjög ósáttur með það að vera horfa á heimildarmynd um gæja sem lét eins og hálfviti við alla en kallaði mig síðan hálfvita og ég hef ekki verið neitt annað en almennilegur við þennan gaur alla tíð,“ sagði Isiah Thomas. Tímabilið 1990-91, fyrir valið á draumaliðinu þá var Isiah Thomas með 16,2 stig og 9,3 stoðsendingar í leik. Hann var ekki valinn í liðið en það var John Stockton sem var með 17,2 stig og 14,2 stoðsendingar að meðaltali þetta sama tímabil. Thomas var þarna á sínu tíunda tímabili og hafði tvisvar leitt Detroit Pistons til NBA meistaratitils. Hann var með 19,2 stig og 9,3 stoðsendingar að meðaltali í 979 leikjum sínum í deildarkeppni NBA og með 20,4 stig og 8,9 stoðsendingar að meðaltali í 111 leikjum sínum í úrslitakeppni NBA. Thomas var síðan með 22,6 stig iog 7,9 stoðsendingar í leik í sextán leikjum sínum í úrslitaeinvígi um titilinn. NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Það lítur út fyrir að öldurnar muni aldrei lægja í deilu Zeke og MJ. Í það minnsta er Thomas alltaf að tala um óvin sinn. Isiah Thomas og Michael Jordan hafa nefnilega verið litlir vinir síðan að þeir áttust svo oft við inn á körfuboltagólfinu á níunda áratugnum. Jordan náði ekki að verða NBA-meistari fyrr en hann komst í gegnum tuddana í Detriot Pistons sem gengu undir nafninu Slæmu strákarnir. Frægt var þegar Thomas og félagar strunsuðu út úr salnum án þess að þakka fyrir einvígið þegar Chicago Bulls vann þá loksins. Stuttu síðar var Thomas skilinn út undan þegar valið var í draumalið Bandaríkjamanna á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Það var fjallað um þetta í „Last Dance“ heimildarþáttunum og Jordan gerði lítið úr Zeke. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) Jordan er sagður hafa spilað lykilhlutverk í því að einn besti bakvörður NBA-deildarinnar í áratug var ekki valinn í liðið og það þótt að þjálfari hans hjá Pistons, Chuck Daly, væri að þjálfa landsliðið. Thomas hefur nú útskýrt betur hvað það er sem gerði hann svona reiðann út í Jordan eftir sýningu þáttanna. „Ég var mjög ósáttur með það að vera horfa á heimildarmynd um gæja sem lét eins og hálfviti við alla en kallaði mig síðan hálfvita og ég hef ekki verið neitt annað en almennilegur við þennan gaur alla tíð,“ sagði Isiah Thomas. Tímabilið 1990-91, fyrir valið á draumaliðinu þá var Isiah Thomas með 16,2 stig og 9,3 stoðsendingar í leik. Hann var ekki valinn í liðið en það var John Stockton sem var með 17,2 stig og 14,2 stoðsendingar að meðaltali þetta sama tímabil. Thomas var þarna á sínu tíunda tímabili og hafði tvisvar leitt Detroit Pistons til NBA meistaratitils. Hann var með 19,2 stig og 9,3 stoðsendingar að meðaltali í 979 leikjum sínum í deildarkeppni NBA og með 20,4 stig og 8,9 stoðsendingar að meðaltali í 111 leikjum sínum í úrslitakeppni NBA. Thomas var síðan með 22,6 stig iog 7,9 stoðsendingar í leik í sextán leikjum sínum í úrslitaeinvígi um titilinn.
NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum