Varðhaldskröfu í hryðjuverkamáli hafnað vegna vafa um ásetning Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2022 12:43 Sveinn Andri Sveinsson verjandi annars mannsins sem hefur verið ákærður fyrir tilraunar til hryðjuverka hefur sagt málatilbúnaðinn gagnvart honum söguleg mistök. Vísir/Egill Tveir karlmenn á þrítugsaldri þurfa ekki að sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk. Landsréttur staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. Landsréttur setur spurningamerki við hvort ásetningur hafi verið fyrir hendi hjá mönnunum tveimur. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars mannsins, staðfestir niðurstöðu Landsréttar við fréttastofu. Mennirnir höfðu setið í gæsluvarðhaldi í ellefu vikur þar til þeim var sleppt þann 13. desember með úrskurði Landsréttar. Sú ákvörðun byggði á geðmati og því að ekki stæði slík hætta af mönnunum að það réttlætti gæsluvarðhald. Ekki væri talið að árás væri yfirvofandi, eða mjög líkleg eins og áskilið samkvæmt ákvæðinu sem krafa ákæruvaldsins var byggð á. Mennirnir voru á dögunum ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka með því að hafa ákveðið að valda „ótilgreindum hópi fólks, á ótilgreindum stað, bana eða stórfelldu líkamstjóni eða stefna lífi þeirra í hættu með stórfelldum eignaspjöllum, og sýnt þann ásetning ótvírætt í verki með tilgreindum hætti á tímabilinu maí til september 2022, allt í þeim tilgangi að valda almenningi verulegum ótta og mikilli ringulreið í þjóðfélaginu“. Í úrskurði Landsréttar, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að samkvæmt gögnum málsins liggi fyrir upplýsingar um athafnir mannanna í aðdraganda þess að þeir voru handteknir. Undirbúningsathafnir einar og sér geta leitt til refsiábyrgðar. „Með undirbúningsathöfnum er átt við þær athafnir eða ráðstafanir geranda sem miða að framkvæmd brots eða er ætlað að miða að framkvæmd þess en nægja þó ekki til að brot geti fullframist. Af þeim þarf þó að vera unnt að draga þá ályktun að ásetningur standi til fullframningar brots og þá að undangengnu ströngu mati á huglægri afstöðu geranda til þeirra athafna sem um ræðir, sbr. orðalag ákvæðisins um að hann hafi ótvírætt sýnt þann ásetning í verki.“ Landsréttur telur að þessar upplýsingar megi, hlutlægt séð, virða sem undirbúning að framningu þess hegningarlagabrots sem ákæra tekur til. „Á hinn bóginn telst vera uppi í málinu vafi um hvort fullnægt sé kröfum um huglæga afstöðu varnaraðila til fullframningar þess, en niðurstaða þar um ræðst af sönnunarfærslu fyrir dómi,“ segir í úrskurði Landsréttar. Taldi Landsréttur að samkvæmt þeirri kröfu sem gera verði við mat á huglægri afstöðu ákærða sé ófært að slá því föstu að skilyrði fyrir gæsluvarðhaldi um sterkan grun sé fullnægt. Fréttin verður uppfærð. Dómsmál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Kærðu úrskurðinn og bíða nú niðurstöðu Landsréttar Embætti héraðssaksóknara hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embættinu, í samtali við fréttastofu. 19. desember 2022 10:23 Blöskraði áhugi félaga síns á drónaárásum Í framburði manns, sem ákærður hefur verið fyrir hlutdeild í tilraun til skipulagningar hryðjuverka, segir að honum hafi blöskrað mikill áhugi félaga síns á drónaárásum og hversu langt hann væri kominn í slíkum pælingum. 17. desember 2022 18:19 Telur ríkislögreglustjóra hafa gert söguleg mistök Lögmaður annars mannsins í hryðjuverkamálinu telur ríkislögreglustjóra hafa gert söguleg mistök í málinu og geri allt til að halda andlitinu. Gæsluvarðhaldi yfir mönnunum var hafnað í dag. Héraðssaksóknari hefur ekki ákveðið hvort hann ætli að áfrýja niðurstöðunni. 16. desember 2022 18:30 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars mannsins, staðfestir niðurstöðu Landsréttar við fréttastofu. Mennirnir höfðu setið í gæsluvarðhaldi í ellefu vikur þar til þeim var sleppt þann 13. desember með úrskurði Landsréttar. Sú ákvörðun byggði á geðmati og því að ekki stæði slík hætta af mönnunum að það réttlætti gæsluvarðhald. Ekki væri talið að árás væri yfirvofandi, eða mjög líkleg eins og áskilið samkvæmt ákvæðinu sem krafa ákæruvaldsins var byggð á. Mennirnir voru á dögunum ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka með því að hafa ákveðið að valda „ótilgreindum hópi fólks, á ótilgreindum stað, bana eða stórfelldu líkamstjóni eða stefna lífi þeirra í hættu með stórfelldum eignaspjöllum, og sýnt þann ásetning ótvírætt í verki með tilgreindum hætti á tímabilinu maí til september 2022, allt í þeim tilgangi að valda almenningi verulegum ótta og mikilli ringulreið í þjóðfélaginu“. Í úrskurði Landsréttar, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að samkvæmt gögnum málsins liggi fyrir upplýsingar um athafnir mannanna í aðdraganda þess að þeir voru handteknir. Undirbúningsathafnir einar og sér geta leitt til refsiábyrgðar. „Með undirbúningsathöfnum er átt við þær athafnir eða ráðstafanir geranda sem miða að framkvæmd brots eða er ætlað að miða að framkvæmd þess en nægja þó ekki til að brot geti fullframist. Af þeim þarf þó að vera unnt að draga þá ályktun að ásetningur standi til fullframningar brots og þá að undangengnu ströngu mati á huglægri afstöðu geranda til þeirra athafna sem um ræðir, sbr. orðalag ákvæðisins um að hann hafi ótvírætt sýnt þann ásetning í verki.“ Landsréttur telur að þessar upplýsingar megi, hlutlægt séð, virða sem undirbúning að framningu þess hegningarlagabrots sem ákæra tekur til. „Á hinn bóginn telst vera uppi í málinu vafi um hvort fullnægt sé kröfum um huglæga afstöðu varnaraðila til fullframningar þess, en niðurstaða þar um ræðst af sönnunarfærslu fyrir dómi,“ segir í úrskurði Landsréttar. Taldi Landsréttur að samkvæmt þeirri kröfu sem gera verði við mat á huglægri afstöðu ákærða sé ófært að slá því föstu að skilyrði fyrir gæsluvarðhaldi um sterkan grun sé fullnægt. Fréttin verður uppfærð.
Dómsmál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Kærðu úrskurðinn og bíða nú niðurstöðu Landsréttar Embætti héraðssaksóknara hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embættinu, í samtali við fréttastofu. 19. desember 2022 10:23 Blöskraði áhugi félaga síns á drónaárásum Í framburði manns, sem ákærður hefur verið fyrir hlutdeild í tilraun til skipulagningar hryðjuverka, segir að honum hafi blöskrað mikill áhugi félaga síns á drónaárásum og hversu langt hann væri kominn í slíkum pælingum. 17. desember 2022 18:19 Telur ríkislögreglustjóra hafa gert söguleg mistök Lögmaður annars mannsins í hryðjuverkamálinu telur ríkislögreglustjóra hafa gert söguleg mistök í málinu og geri allt til að halda andlitinu. Gæsluvarðhaldi yfir mönnunum var hafnað í dag. Héraðssaksóknari hefur ekki ákveðið hvort hann ætli að áfrýja niðurstöðunni. 16. desember 2022 18:30 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Kærðu úrskurðinn og bíða nú niðurstöðu Landsréttar Embætti héraðssaksóknara hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embættinu, í samtali við fréttastofu. 19. desember 2022 10:23
Blöskraði áhugi félaga síns á drónaárásum Í framburði manns, sem ákærður hefur verið fyrir hlutdeild í tilraun til skipulagningar hryðjuverka, segir að honum hafi blöskrað mikill áhugi félaga síns á drónaárásum og hversu langt hann væri kominn í slíkum pælingum. 17. desember 2022 18:19
Telur ríkislögreglustjóra hafa gert söguleg mistök Lögmaður annars mannsins í hryðjuverkamálinu telur ríkislögreglustjóra hafa gert söguleg mistök í málinu og geri allt til að halda andlitinu. Gæsluvarðhaldi yfir mönnunum var hafnað í dag. Héraðssaksóknari hefur ekki ákveðið hvort hann ætli að áfrýja niðurstöðunni. 16. desember 2022 18:30