Hvernig líður fólki í orkugeiranum? Hildur Harðardóttir skrifar 22. desember 2022 07:31 Hlutverk félagsins Konur í orkumálum (KÍO) er að stuðla að jafnrétti í orkumálum. Eitt af okkar verkfærum til þess að geta haft jákvæð áhrif á jafnréttismenningu fyrir öll kyn er könnun um líðan starfsfólks í orku- og veitugeiranum. Á dögunum birtum við niðurstöður úr þriðju könnun félagsins, en nýbreytnin í könnuninni í ár var að svarendur eru öll kyn innan 12 stærstu orku- og veitufyrirtækja landsins. Fyrri skipti var könnunin send á félagskonur KÍO sem hefur gefið mikilvæga innsýn í upplifun kvenna á starfsumhverfi sínu í geiranum. Nýtt fyrirkomulag gefur okkur enn verðmætari sýn á stöðu mála. Nú er ljósara hvar hallar á konur og hvar hallar á karla. Einnig er hægt að rýna betur í bakgrunnsbreytur aðrar en kyn svo sem aldur og starfaflokka. Allt skiptir þetta máli þegar tækifæri til úrbóta eru greind og ráðist í aðgerðir. Niðurstöðurnar eru heilt yfir mjög ánægjulegar. Hjá orku- og veitugeiranum starfar vel menntað starfsfólk sem býr yfir mikilli þekkingu. Það sem stendur upp úr er hversu mikil starfsánægja er meðal starfsfólks miðað við markaðinn í heild sinni, en 90% segjast vera ánægð í starfi. Þá er starfsaldur hár, um 40% svarenda hefur unnið í geiranum í 11 ár eða lengur. Þessi ánægja hefur komið fram í fyrri könnunum og niðurstöðurnar í ár staðfesta enn frekar hversu gott er að starfa í orku- og veitugeiranum. Þá svarar meirihlutinn því einnig til að öllu starfsfólki bjóðist jöfn tækifæri innan orku- og veitufyrirtækjanna og ekki sé mismunað eftir kyni, aldri eða þjóðerni. Það er sannarlega gleðiefni. Þrátt fyrir þetta sýna niðurstöðurnar einnig greinileg tækifæri til þess að gera betur. 30% starfsfólks hefur orðið fyrir misrétti í starfi svo sem að hafa verið höfð útundan, faglegt álit þeirra hundsað eða að annar aðili hafi fengið hrós eða viðurkenningu fyrir þeirra vinnu. Konur upplifa þetta frekar en karlar, en þó er þróunin í rétta átt þar sem þeim fækkar á milli ára. Einnig kemur í ljós að 10% starfsfólks segist hafa orðið fyrir einelti, kynbundinni og kynferðislegri áreitni á sínum vinnustað sl. 12 mánuði. Þessari tölu þarf að koma niður í núll, enda á einelti og kynbundin eða kynferðisleg áreitni á vinnustað aldrei að líðast. Hlúa þarf betur að ákveðnum hópum innan fyrirtækjanna. Konur upplifa frekar þverrandi tækifæri til þróunar í starfi og minni hvatningu með hækkandi aldri en karlar. En karlar finna minni sveigjanleika og svigrúm til fjarvinnu en konur í nánast öllum starfsflokkum. Það skýrist að einhverjum hluta á því að orku- og veitugeirinn er kynskiptur þ.e. almennt starfa konur í stoðeiningum eins og skrifstofu- og sérfræðistörfum á meðan karlar eru í meirihluta í iðn- og tæknistörfum. Eins má gera gangskör í því að bæta upplýsingagjöf um hvert skal leita þegar neikvæð atvik koma upp á vinnustað og efla traust starfsfólks til þess ferlis sem þá tekur við, en næstum því þriðjungur er neikvæður í garð þess. Góð líðan starfsfólks og jafnrétti á vinnustað ætti að vera kappsmál allra stjórnenda. Því eru kannanir sem þessi mikilvægt tól til þess að fá góða yfirsýn yfir stöðu mála. Við hjá KÍO viljum þakka Orkusölunni, sem hefur sýnt öflugan stuðning við gerð könnunarinnar í öll þrjú skiptin, og eins hinumfyrirtækjunum og mannauð þeirra fyrir þátttökuna. Nánari niðurstöður má nálgast á kio.is. Höfundur er formaður stjórnar Kvenna í orkumálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vinnumarkaður Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Hlutverk félagsins Konur í orkumálum (KÍO) er að stuðla að jafnrétti í orkumálum. Eitt af okkar verkfærum til þess að geta haft jákvæð áhrif á jafnréttismenningu fyrir öll kyn er könnun um líðan starfsfólks í orku- og veitugeiranum. Á dögunum birtum við niðurstöður úr þriðju könnun félagsins, en nýbreytnin í könnuninni í ár var að svarendur eru öll kyn innan 12 stærstu orku- og veitufyrirtækja landsins. Fyrri skipti var könnunin send á félagskonur KÍO sem hefur gefið mikilvæga innsýn í upplifun kvenna á starfsumhverfi sínu í geiranum. Nýtt fyrirkomulag gefur okkur enn verðmætari sýn á stöðu mála. Nú er ljósara hvar hallar á konur og hvar hallar á karla. Einnig er hægt að rýna betur í bakgrunnsbreytur aðrar en kyn svo sem aldur og starfaflokka. Allt skiptir þetta máli þegar tækifæri til úrbóta eru greind og ráðist í aðgerðir. Niðurstöðurnar eru heilt yfir mjög ánægjulegar. Hjá orku- og veitugeiranum starfar vel menntað starfsfólk sem býr yfir mikilli þekkingu. Það sem stendur upp úr er hversu mikil starfsánægja er meðal starfsfólks miðað við markaðinn í heild sinni, en 90% segjast vera ánægð í starfi. Þá er starfsaldur hár, um 40% svarenda hefur unnið í geiranum í 11 ár eða lengur. Þessi ánægja hefur komið fram í fyrri könnunum og niðurstöðurnar í ár staðfesta enn frekar hversu gott er að starfa í orku- og veitugeiranum. Þá svarar meirihlutinn því einnig til að öllu starfsfólki bjóðist jöfn tækifæri innan orku- og veitufyrirtækjanna og ekki sé mismunað eftir kyni, aldri eða þjóðerni. Það er sannarlega gleðiefni. Þrátt fyrir þetta sýna niðurstöðurnar einnig greinileg tækifæri til þess að gera betur. 30% starfsfólks hefur orðið fyrir misrétti í starfi svo sem að hafa verið höfð útundan, faglegt álit þeirra hundsað eða að annar aðili hafi fengið hrós eða viðurkenningu fyrir þeirra vinnu. Konur upplifa þetta frekar en karlar, en þó er þróunin í rétta átt þar sem þeim fækkar á milli ára. Einnig kemur í ljós að 10% starfsfólks segist hafa orðið fyrir einelti, kynbundinni og kynferðislegri áreitni á sínum vinnustað sl. 12 mánuði. Þessari tölu þarf að koma niður í núll, enda á einelti og kynbundin eða kynferðisleg áreitni á vinnustað aldrei að líðast. Hlúa þarf betur að ákveðnum hópum innan fyrirtækjanna. Konur upplifa frekar þverrandi tækifæri til þróunar í starfi og minni hvatningu með hækkandi aldri en karlar. En karlar finna minni sveigjanleika og svigrúm til fjarvinnu en konur í nánast öllum starfsflokkum. Það skýrist að einhverjum hluta á því að orku- og veitugeirinn er kynskiptur þ.e. almennt starfa konur í stoðeiningum eins og skrifstofu- og sérfræðistörfum á meðan karlar eru í meirihluta í iðn- og tæknistörfum. Eins má gera gangskör í því að bæta upplýsingagjöf um hvert skal leita þegar neikvæð atvik koma upp á vinnustað og efla traust starfsfólks til þess ferlis sem þá tekur við, en næstum því þriðjungur er neikvæður í garð þess. Góð líðan starfsfólks og jafnrétti á vinnustað ætti að vera kappsmál allra stjórnenda. Því eru kannanir sem þessi mikilvægt tól til þess að fá góða yfirsýn yfir stöðu mála. Við hjá KÍO viljum þakka Orkusölunni, sem hefur sýnt öflugan stuðning við gerð könnunarinnar í öll þrjú skiptin, og eins hinumfyrirtækjunum og mannauð þeirra fyrir þátttökuna. Nánari niðurstöður má nálgast á kio.is. Höfundur er formaður stjórnar Kvenna í orkumálum.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar