Boris Becker segir að annar fangi hafi reynt að drepa hann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. desember 2022 08:31 Boris Becker slapp lifandi úr fangelsi. getty/Chris J Ratcliffe Boris Becker, fyrrverandi þýska tennisstjarnan, segist hafa lifað af morðtilraun meðan hann sat inni í fangelsi í Bretlandi. Becker slapp úr fangelsi á dögunum eftir að hafa setið inni í átta mánuði. Hann var upphaflega dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að fela eignir að andvirði hundruða þúsunda punda þegar hann lýsti yfir gjaldþroti árið 2017. Dómurinn var mildaður í fimmtán mánuði og Becker afplánaði átta af þeim. Becker er nú kominn heim til Þýskalands og í viðtali við þarlenda sjónvarpsstöð sagðist hann hafa komist í hann krappann í fangelsinu. Hann fékk reglulegar morðhótanir frá öðrum fagna sem var ósáttur við að Becker hefði vingast við svarta fanga. „Ég titraði svakalega. Ég öskraði hátt og um leið komu aðrir fangar og hótuðu honum. Hann var hættulegur. Hann skildi ekki af hverju ég tengdist svörtum föngum svona vel,“ sagði Becker. Hann segir að dvölin í fangelsinu hafi verið mjög einmanaleg. „Þegar klefahurðin lokast er ekkert eftir. Það er einmanalegasta augnablik ævinnar. Næturnar voru skelfilegar. Þú heyrðir öskrin í fólki sem reyndi að drepa eða skaða sig. Þú sefur ekki,“ sagði Becker. Hann vann sex risamót á ferli sínum og varð yngsti tenniskappi sögunnar til að fagna risatitli er hann vann Wimbledon-mótið 1985, aðeins sautján ára. Tennis Bretland Þýskaland Tengdar fréttir Fyrrverandi tennisstjarna laus úr fangelsi Þýska fyrrum tennisstjarnan Boris Becker er laus úr fangelsi í Bretlandi eftir átta mánaða dvöl bakvið lás og slá. 15. desember 2022 17:01 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Becker slapp úr fangelsi á dögunum eftir að hafa setið inni í átta mánuði. Hann var upphaflega dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að fela eignir að andvirði hundruða þúsunda punda þegar hann lýsti yfir gjaldþroti árið 2017. Dómurinn var mildaður í fimmtán mánuði og Becker afplánaði átta af þeim. Becker er nú kominn heim til Þýskalands og í viðtali við þarlenda sjónvarpsstöð sagðist hann hafa komist í hann krappann í fangelsinu. Hann fékk reglulegar morðhótanir frá öðrum fagna sem var ósáttur við að Becker hefði vingast við svarta fanga. „Ég titraði svakalega. Ég öskraði hátt og um leið komu aðrir fangar og hótuðu honum. Hann var hættulegur. Hann skildi ekki af hverju ég tengdist svörtum föngum svona vel,“ sagði Becker. Hann segir að dvölin í fangelsinu hafi verið mjög einmanaleg. „Þegar klefahurðin lokast er ekkert eftir. Það er einmanalegasta augnablik ævinnar. Næturnar voru skelfilegar. Þú heyrðir öskrin í fólki sem reyndi að drepa eða skaða sig. Þú sefur ekki,“ sagði Becker. Hann vann sex risamót á ferli sínum og varð yngsti tenniskappi sögunnar til að fagna risatitli er hann vann Wimbledon-mótið 1985, aðeins sautján ára.
Tennis Bretland Þýskaland Tengdar fréttir Fyrrverandi tennisstjarna laus úr fangelsi Þýska fyrrum tennisstjarnan Boris Becker er laus úr fangelsi í Bretlandi eftir átta mánaða dvöl bakvið lás og slá. 15. desember 2022 17:01 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Fyrrverandi tennisstjarna laus úr fangelsi Þýska fyrrum tennisstjarnan Boris Becker er laus úr fangelsi í Bretlandi eftir átta mánaða dvöl bakvið lás og slá. 15. desember 2022 17:01