„Verkefnið hefur stækkað gríðarlega“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. desember 2022 20:58 Unnið er að því að moka húsagötur en búist er við að því verði lokið annað kvöld. Vísir/Sigurjón Snjómokstur í borginni verður sífellt umfangsmeiri samhliða stækkun borgarinnar. Fimmtíu snjómoksturstæki hafa verið notuð til að ryðja göturnar síðustu daga og hafa þau nú rutt samtals um þúsund kílómetra leið. Frá því það byrjaði að snjóa í höfuðborginni síðasta föstudagskvöld hefur verið unnið að því að ryðja götur borgarinnar. Nú er búið að ryðja um áttatíu prósent af götum borgarinnar en þær götur sem á eftir að ryðja eru flestar húsagötur. Búist er við að lokið verði við að ryðja allar göturnar annað kvöld. Hjalti J. Guðmundsson, skrifstofustjóri borgarlandsins, segir snjómoksturinn hafa gengið nokkurn veginn samkvæmt plani. „Við lentum í pínulitlum erfiðleikum fyrst með það að kalla út en síðan þegar við vorum búin að leysa það þá gekk þetta bara eins og þetta hefur alltaf gengið og í dag erum við alveg sæmilega sátt.“ Göturnar sem þarf er að ryðja í Reykjavík eru samtals 1.200 kílómetrar að lengd en það er hátt í allur hringvegurinn. Búið er að ryðja um þúsund kílómetra. Rúmlega fimmtíu snjómoksturstæki hafa verið á ferðinni síðustu daga. Hjalti segir snjóruðning í borginni sífellt umfangsmeira verkefni. „Verkefnið hefur stækkað gríðarlega í raun og veru og til dæmis undanfarin nokkur ár, kannski sjö til tíu ár, hefur sem dæmi hjóla og gönguleiðakerfið lengst um ef ég man rétt um fimmtíu prósent. Þannig að við erum í stækkandi borg og á því verður bara að taka.“ Borginni hafa borist töluvert af ábendingum vegna snjómoksturs og sumum finnst verkið sækjast of hægt „Við erum í þjónustuhlutverki og við erum í nærþjónustu og þegar svoleiðis verkefni eru fyrir hendi þá láta nú íbúar, borgarbúar, vegfarendur í sér heyra bara stundum og það verður bara að hlusta á það og sjá hvað er í því.“ Snjómokstur Reykjavík Tengdar fréttir Farið að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar Íbúi í efri byggðum Reykjavíkur er mjög gagnrýninn á snjómokstur borgarinnar. Farið sé að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar í hverfinu sem hann býr í. Telur hann ólíklegra að sjá snjóruðningstæki en geirfugl á lykilgötu hverfisins. 21. desember 2022 10:03 Andskotans fokking fokk Enn eina ferðina er allt í rugli þegar snjómokstur í Reykjavík er annars vegar og sem fyrr er borgarstjórnarmeirihlutinn algjörlega úti á túni í þessu máli sem mörgum öðrum. 21. desember 2022 09:31 „Um leið og þú losar einn þá festist annar“ Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í snjóbyl í dag. Bílar eru fastir frá Borgarfirði og austur fyrir Selfoss þar sem ofankoman er einna mest. Þá hafa tafir orðið á flugi á Keflavíkurflugvelli vegna veðurtepptrar áhafnar og mikið púður hefur farið í snjómokstur á flugbrautum. 17. desember 2022 15:53 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Frá því það byrjaði að snjóa í höfuðborginni síðasta föstudagskvöld hefur verið unnið að því að ryðja götur borgarinnar. Nú er búið að ryðja um áttatíu prósent af götum borgarinnar en þær götur sem á eftir að ryðja eru flestar húsagötur. Búist er við að lokið verði við að ryðja allar göturnar annað kvöld. Hjalti J. Guðmundsson, skrifstofustjóri borgarlandsins, segir snjómoksturinn hafa gengið nokkurn veginn samkvæmt plani. „Við lentum í pínulitlum erfiðleikum fyrst með það að kalla út en síðan þegar við vorum búin að leysa það þá gekk þetta bara eins og þetta hefur alltaf gengið og í dag erum við alveg sæmilega sátt.“ Göturnar sem þarf er að ryðja í Reykjavík eru samtals 1.200 kílómetrar að lengd en það er hátt í allur hringvegurinn. Búið er að ryðja um þúsund kílómetra. Rúmlega fimmtíu snjómoksturstæki hafa verið á ferðinni síðustu daga. Hjalti segir snjóruðning í borginni sífellt umfangsmeira verkefni. „Verkefnið hefur stækkað gríðarlega í raun og veru og til dæmis undanfarin nokkur ár, kannski sjö til tíu ár, hefur sem dæmi hjóla og gönguleiðakerfið lengst um ef ég man rétt um fimmtíu prósent. Þannig að við erum í stækkandi borg og á því verður bara að taka.“ Borginni hafa borist töluvert af ábendingum vegna snjómoksturs og sumum finnst verkið sækjast of hægt „Við erum í þjónustuhlutverki og við erum í nærþjónustu og þegar svoleiðis verkefni eru fyrir hendi þá láta nú íbúar, borgarbúar, vegfarendur í sér heyra bara stundum og það verður bara að hlusta á það og sjá hvað er í því.“
Snjómokstur Reykjavík Tengdar fréttir Farið að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar Íbúi í efri byggðum Reykjavíkur er mjög gagnrýninn á snjómokstur borgarinnar. Farið sé að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar í hverfinu sem hann býr í. Telur hann ólíklegra að sjá snjóruðningstæki en geirfugl á lykilgötu hverfisins. 21. desember 2022 10:03 Andskotans fokking fokk Enn eina ferðina er allt í rugli þegar snjómokstur í Reykjavík er annars vegar og sem fyrr er borgarstjórnarmeirihlutinn algjörlega úti á túni í þessu máli sem mörgum öðrum. 21. desember 2022 09:31 „Um leið og þú losar einn þá festist annar“ Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í snjóbyl í dag. Bílar eru fastir frá Borgarfirði og austur fyrir Selfoss þar sem ofankoman er einna mest. Þá hafa tafir orðið á flugi á Keflavíkurflugvelli vegna veðurtepptrar áhafnar og mikið púður hefur farið í snjómokstur á flugbrautum. 17. desember 2022 15:53 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Farið að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar Íbúi í efri byggðum Reykjavíkur er mjög gagnrýninn á snjómokstur borgarinnar. Farið sé að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar í hverfinu sem hann býr í. Telur hann ólíklegra að sjá snjóruðningstæki en geirfugl á lykilgötu hverfisins. 21. desember 2022 10:03
Andskotans fokking fokk Enn eina ferðina er allt í rugli þegar snjómokstur í Reykjavík er annars vegar og sem fyrr er borgarstjórnarmeirihlutinn algjörlega úti á túni í þessu máli sem mörgum öðrum. 21. desember 2022 09:31
„Um leið og þú losar einn þá festist annar“ Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í snjóbyl í dag. Bílar eru fastir frá Borgarfirði og austur fyrir Selfoss þar sem ofankoman er einna mest. Þá hafa tafir orðið á flugi á Keflavíkurflugvelli vegna veðurtepptrar áhafnar og mikið púður hefur farið í snjómokstur á flugbrautum. 17. desember 2022 15:53