Viðskipti innlent

Ráðin for­stöðu­kona kennslu­sviðs HR

Atli Ísleifsson skrifar
Hrefna Pálsdóttir.
Hrefna Pálsdóttir. HR

Hrefna Pálsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona kennslusviðs Háskólans í Reykjavík.

Í tilkynningu frá HR segir að sem leiðtogi sviðsins muni Hrefna stýra stefnumótun þess og leiða framþróun kennsluhátta í HR í nánu samspili fræða, rannsókna og vísindastarfs.

„Hlutverk kennslusviðs HR er að leiða þróun kennslumála við háskólann, móta og taka þátt í að framfylgja kennslustefnu háskólans og veita kennurum ráðgjöf. Þá ber kennslusvið ábyrgð á ýmsum gæðamálum tengdum námi og kennslu ásamt stundatöflu- og próftöflugerð, skráningum nemenda, prófahaldi og umsjón með brautskráningarskírteinum.

Hrefna er með B.Ed-gráðu frá Háskóla Íslands og MPH-meistaragráðu í lýðheilsufræðum frá Háskólanum í Reykjavík. Að auki er hún að ljúka viðbótarnámi í kennslufræði háskóla við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hrefna hefur starfað við rannsóknir og kennslu á háskólastigi frá árinu 2008 og gegnt starfi kennsluráðgjafa við HR síðan 2019. Hún er með víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og hefur meðal annars starfað hjá Háskólanum í Reykjavík, Háskóla Íslands sem aðjúnkt, Rannsóknum og greiningu og Reykjavíkurborg,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×