Þvertekur fyrir mismunun og býður þingmanni Pírata að mæta Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. desember 2022 14:30 Kristófer Gajowski hefur verið sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands um árabil. Hann þvertekur fyrir það að samtökin mismuni fólki eftir þjóðerni. Aðsend Sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafnar því alfarið að fólki sé mismunað eftir þjóðerni við úthlutun í Reykjanesbæ, líkt og skilja mátti af færslu sem birtist í gær. Hann segir þingmann Pírata sem gagnrýndi færsluna njóta forréttinda og spyr hvort hann hafi nokkurn tíma heimsótt Fjölskylduhjálp. Sjálfboðaliðinn sem birti færsluna hefur verið látinn fara. Í færslunni sem birtist á Facebook síðu Fjölskylduhjálpar Íslands í Reykjanesbæ í gær sagði að byrjað yrði á Íslendingum sem óskað höfðu eftir jólaaðstoð og að erlendir ríkisborgarar með íslenskar kennitölur yrðu næstir. Svona hljóðaði fyrsta færsla Fjölskylduhjálpar. Í færslu sem birtist nú í morgun var beðist afsökunar á fyrri færslunni og sagt að allir væru jafnir. Úthlutanir færu fram á tveimur dögum þar sem margir skjólstæðingar þyrftu að hafa túlka með sér. Báðum færslum hefur nú verið eytt. Þessi færsla var fjarlægð skömmu eftir birtingu. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins. Á mbl.is í dag er haft eftir henni að sjálfboðaliði hafi sett færsluna inn og að sá hafi verið látinn fara. Þetta vildi Ásgerður Jóna ekki staðfesta opinberlega í samtali við fréttastofu. Þvertekur fyrir mismunun og segir um misskilning að ræða Kristófer Gajowski, sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands sem hefur tekið þátt í úthlutunum í Reykjavík og í Reykjanesbæ í um áratug, segir málið byggja á misskilning. Það hafi verið þannig að allir sem væru með íslenska kennitölu, óháð þjóðerni, væru í annari röð en þeir sem ekki væru með kennitölu, enda þurfi að skrá þá. Kristófer er einnig stofnandi samtakanna Support Ukraine Iceland. Hann þvertekur fyrir það að fólki sé mismunað. „Eins og til dæmis ef þú ert frá Póllandi, frá Afríku, frá Venesúela eða Úkraínu, að þú fengir ekki neitt. Nei. Það eru alltaf allir hjartanlega velkomnir sem að koma til Fjölskylduhjálpar Íslands,“ segir Kristófer. Þannig það stóð aldrei til að Íslendingar myndu fá og aðrir myndu sitja eftir? „Það er ekki þannig,“ segir hann enn fremur. „Við erum aldrei að undirbúa íslenska og útlenska hópa. Við erum bara að gefa öllum sem koma hingað og fara.“ Hann bætir við að færslan hafi verið misskilin af þeim sem hana gagnrýndu, einhverjum sem hefðu ef til vill betri tök á íslensku máli en sá sem ritaði færsluna. Þingmaður Pírata gæti mætt og aðstoðað í fríinu Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, var meðal þeirra sem gagnrýndu færsluna og vísaði til 65. greinar stjórnarskrárinnar, sem kveður á um að allir skuli vera jafnir fyrir lögum. Kristófer segir það hárrétt að allir skulu vera jafnir. „En ég held að hann njóti tækifæra sem allir vita um. Ég vil spyrja svona alþingismann, sem að lifir á okkar peningum, allra skattgreiðanda á Íslandi, hvenær var hann í síðasta skipti hjá Fjölskylduhjálp Íslands hér í Reykjavík eða í Keflavík,“ spyr Kristófer og bætir við að Björn Leví gæti komið og aðstoðað meðan Alþingi er í jólafríi. Sjálfur fer Kristófer einnig fyrir samtökunum Support Ukraine Iceland og bendir á að þau líkt og Fjölskylduhjálp Íslands fái litla sem enga aðstoð frá yfirvöldum, þar á meðal í sveitarfélögum á borð við Reykjavíkurborg. „Hversu mikið höfum við fengið frá þeim? Þau eru endalaust að bjóða fólki til Íslands, þau lofa en standa aldrei við það sem þau hafa lofað,“ segir hann. Áður borið á gagnrýni í garð Fjölskylduhjálpar Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Fjölskylduhjálp Íslands hefur verið sökuð um mismunun en fyrir rúmum áratug greindi Fréttablaðið frá því að fólki hafi verið bent í tvær biðraðir í vikulegri matarúthlutun sinni. Í aðra röðina hafi útlendingar farið en í hina Íslendingar, sem gengu fyrir. Gaf Ásgerður Jóna þær skýringar þá að útlendingarnir mættu snemma í biðröð á meðan íslenskt barnafólk og eldri borgarar komu seinna og gáfust upp á biðinni. Þá lýsti fyrrverandi sjálfboðaliði og skjólstæðingur fyrir tveimur árum reynslu sinni af mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Þá sögðust konur af erlendum uppruna hafa upplifað mismunun. Ásgerður Jóna svaraði ásökunum í yfirlýsingu á vef samtakanna. Þar sagði hún að 58 prósent skjólstæðinga væru með erlent ríkisfang og að gagnrýni byggði á staðreyndavillum. Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar óskaði við það tilefni eftir því að Fjölskylduhjálp Íslands skilaði greinargerð um hvernig tryggt væri að þar væri unnið gegn mismunun við úthlutun til skjólstæðinga. Sabine Leskopf, formaður ráðsins, staðfestir við fréttastofu í dag að slíkri greinargerð hafi ekki verið skilað. Hjálparstarf Félagsmál Reykjanesbær Píratar Tengdar fréttir Formaður Fjölskylduhjálparinnar sögð hafa mismunað skjólstæðingum og sýnt virðingarleysi Fyrrverandi sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands segist hafa ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hún hafi orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar saka formanninn um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. 9. desember 2020 18:37 Borgin tekur ásakanir á hendur Fjölskylduhjálpar „mjög alvarlega“ Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að yfirlýsing Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, W.O.M.E.N., þar sem samtökin skora á ráðið að veita Fjölskylduhjálp ekki fjárhagsstuðning, sé tekin mjög alvarlega. 12. desember 2020 18:57 Fjölmenningarráð vill greinargerð frá Fjölskylduhjálp eftir að fleiri stíga fram og lýsa mismunun Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar hefur farið fram á að Fjölskylduhjálp Íslands skili greinargerð um hvernig tryggt sé að þar sé unnið gegn mismunun við úthlutun til skjólstæðinga. Formaður ráðsins segir skjólstæðinga og sjálfboðaliða af erlendum uppruna hafa lýst mismunun í starfi samtakanna. 15. desember 2020 13:15 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Sjá meira
Í færslunni sem birtist á Facebook síðu Fjölskylduhjálpar Íslands í Reykjanesbæ í gær sagði að byrjað yrði á Íslendingum sem óskað höfðu eftir jólaaðstoð og að erlendir ríkisborgarar með íslenskar kennitölur yrðu næstir. Svona hljóðaði fyrsta færsla Fjölskylduhjálpar. Í færslu sem birtist nú í morgun var beðist afsökunar á fyrri færslunni og sagt að allir væru jafnir. Úthlutanir færu fram á tveimur dögum þar sem margir skjólstæðingar þyrftu að hafa túlka með sér. Báðum færslum hefur nú verið eytt. Þessi færsla var fjarlægð skömmu eftir birtingu. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins. Á mbl.is í dag er haft eftir henni að sjálfboðaliði hafi sett færsluna inn og að sá hafi verið látinn fara. Þetta vildi Ásgerður Jóna ekki staðfesta opinberlega í samtali við fréttastofu. Þvertekur fyrir mismunun og segir um misskilning að ræða Kristófer Gajowski, sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands sem hefur tekið þátt í úthlutunum í Reykjavík og í Reykjanesbæ í um áratug, segir málið byggja á misskilning. Það hafi verið þannig að allir sem væru með íslenska kennitölu, óháð þjóðerni, væru í annari röð en þeir sem ekki væru með kennitölu, enda þurfi að skrá þá. Kristófer er einnig stofnandi samtakanna Support Ukraine Iceland. Hann þvertekur fyrir það að fólki sé mismunað. „Eins og til dæmis ef þú ert frá Póllandi, frá Afríku, frá Venesúela eða Úkraínu, að þú fengir ekki neitt. Nei. Það eru alltaf allir hjartanlega velkomnir sem að koma til Fjölskylduhjálpar Íslands,“ segir Kristófer. Þannig það stóð aldrei til að Íslendingar myndu fá og aðrir myndu sitja eftir? „Það er ekki þannig,“ segir hann enn fremur. „Við erum aldrei að undirbúa íslenska og útlenska hópa. Við erum bara að gefa öllum sem koma hingað og fara.“ Hann bætir við að færslan hafi verið misskilin af þeim sem hana gagnrýndu, einhverjum sem hefðu ef til vill betri tök á íslensku máli en sá sem ritaði færsluna. Þingmaður Pírata gæti mætt og aðstoðað í fríinu Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, var meðal þeirra sem gagnrýndu færsluna og vísaði til 65. greinar stjórnarskrárinnar, sem kveður á um að allir skuli vera jafnir fyrir lögum. Kristófer segir það hárrétt að allir skulu vera jafnir. „En ég held að hann njóti tækifæra sem allir vita um. Ég vil spyrja svona alþingismann, sem að lifir á okkar peningum, allra skattgreiðanda á Íslandi, hvenær var hann í síðasta skipti hjá Fjölskylduhjálp Íslands hér í Reykjavík eða í Keflavík,“ spyr Kristófer og bætir við að Björn Leví gæti komið og aðstoðað meðan Alþingi er í jólafríi. Sjálfur fer Kristófer einnig fyrir samtökunum Support Ukraine Iceland og bendir á að þau líkt og Fjölskylduhjálp Íslands fái litla sem enga aðstoð frá yfirvöldum, þar á meðal í sveitarfélögum á borð við Reykjavíkurborg. „Hversu mikið höfum við fengið frá þeim? Þau eru endalaust að bjóða fólki til Íslands, þau lofa en standa aldrei við það sem þau hafa lofað,“ segir hann. Áður borið á gagnrýni í garð Fjölskylduhjálpar Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Fjölskylduhjálp Íslands hefur verið sökuð um mismunun en fyrir rúmum áratug greindi Fréttablaðið frá því að fólki hafi verið bent í tvær biðraðir í vikulegri matarúthlutun sinni. Í aðra röðina hafi útlendingar farið en í hina Íslendingar, sem gengu fyrir. Gaf Ásgerður Jóna þær skýringar þá að útlendingarnir mættu snemma í biðröð á meðan íslenskt barnafólk og eldri borgarar komu seinna og gáfust upp á biðinni. Þá lýsti fyrrverandi sjálfboðaliði og skjólstæðingur fyrir tveimur árum reynslu sinni af mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Þá sögðust konur af erlendum uppruna hafa upplifað mismunun. Ásgerður Jóna svaraði ásökunum í yfirlýsingu á vef samtakanna. Þar sagði hún að 58 prósent skjólstæðinga væru með erlent ríkisfang og að gagnrýni byggði á staðreyndavillum. Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar óskaði við það tilefni eftir því að Fjölskylduhjálp Íslands skilaði greinargerð um hvernig tryggt væri að þar væri unnið gegn mismunun við úthlutun til skjólstæðinga. Sabine Leskopf, formaður ráðsins, staðfestir við fréttastofu í dag að slíkri greinargerð hafi ekki verið skilað.
Hjálparstarf Félagsmál Reykjanesbær Píratar Tengdar fréttir Formaður Fjölskylduhjálparinnar sögð hafa mismunað skjólstæðingum og sýnt virðingarleysi Fyrrverandi sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands segist hafa ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hún hafi orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar saka formanninn um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. 9. desember 2020 18:37 Borgin tekur ásakanir á hendur Fjölskylduhjálpar „mjög alvarlega“ Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að yfirlýsing Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, W.O.M.E.N., þar sem samtökin skora á ráðið að veita Fjölskylduhjálp ekki fjárhagsstuðning, sé tekin mjög alvarlega. 12. desember 2020 18:57 Fjölmenningarráð vill greinargerð frá Fjölskylduhjálp eftir að fleiri stíga fram og lýsa mismunun Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar hefur farið fram á að Fjölskylduhjálp Íslands skili greinargerð um hvernig tryggt sé að þar sé unnið gegn mismunun við úthlutun til skjólstæðinga. Formaður ráðsins segir skjólstæðinga og sjálfboðaliða af erlendum uppruna hafa lýst mismunun í starfi samtakanna. 15. desember 2020 13:15 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Sjá meira
Formaður Fjölskylduhjálparinnar sögð hafa mismunað skjólstæðingum og sýnt virðingarleysi Fyrrverandi sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands segist hafa ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hún hafi orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar saka formanninn um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. 9. desember 2020 18:37
Borgin tekur ásakanir á hendur Fjölskylduhjálpar „mjög alvarlega“ Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að yfirlýsing Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, W.O.M.E.N., þar sem samtökin skora á ráðið að veita Fjölskylduhjálp ekki fjárhagsstuðning, sé tekin mjög alvarlega. 12. desember 2020 18:57
Fjölmenningarráð vill greinargerð frá Fjölskylduhjálp eftir að fleiri stíga fram og lýsa mismunun Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar hefur farið fram á að Fjölskylduhjálp Íslands skili greinargerð um hvernig tryggt sé að þar sé unnið gegn mismunun við úthlutun til skjólstæðinga. Formaður ráðsins segir skjólstæðinga og sjálfboðaliða af erlendum uppruna hafa lýst mismunun í starfi samtakanna. 15. desember 2020 13:15