Innlent

Múrmansk svarar Akureyri í sömu mynt

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bæjarstjórn Akureyrar ákvað í nóvember að slíta vinabæjarsamstarfi við Múrmansk.
Bæjarstjórn Akureyrar ákvað í nóvember að slíta vinabæjarsamstarfi við Múrmansk. Vísir/Tryggvi

Borgarráð rússnesku borgarinnar Múrmansk hefur ákveðið að slíta vinabæjarsamstarfi við Akureyri, eftir að bæjarráð Akureyrar sleit samstarfinu við Múrmansk í síðasta mánuði.

Rússneska fréttaveitan Interfax greindi frá þessari ákvörðun borgarráðs Múrmansk, sem tekin var í síðustu viku.

Í frétt Interfax segir að allir 23 fulltrúar í borgarráði hafi samþykkt að slíta vinabæjarsamstarfinu.

Haft er eftir Olgu Dzyuba, næstráðanda í borgarráðinu að þann 28. nóvember síðastliðinn hafi stjórnsýslu Múrmansk borist bréf frá Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra Akureyrar, þar sem borgaryfirvöldum Múrmansk var greint frá ákvörðun bæjarstjórn Akureyrar að slíta vinasambandinu.

Frá Múrmansk.Delphine AURES/Gamma-Rapho via Getty Images

Segir í frétt Interfax að ákvörðun borgarráðs Múrmansk sé tekin til að svara bæjaryfirvöldum á Akureyri í sömu mynt.

Samþykkt var einróma á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í nóvember að slíta umræddu vinabæjarsamstarfi. 

Ákvörðunin var tekin vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þá kom einnig fram í umfjöllun um ákvörðun bæjarstjórnar að vinabæjarsamstarfið á milli Akureyrar og Múrmansk, sem komið var á árið 1994, hafi ekki verið virkt í mörg ár.


Tengdar fréttir

Úti­lokar ekki að slitið verði á tengslin við vina­borgina Moskvu

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ekkert útilokað í þeim efnum hvort slitið verði á tengsl Reykjavíkurborgar og vinaborgarinnar Moskvu. Í Danmörku bárust fréttir af því í gær að bæði Árósir og Álaborg hafi slitið á tengslin við rússneskar vinaborgir sínar vegna innrásar Rússa í Úkraínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×