Neytendur

Inn­kalla hættu­legan stól

Árni Sæberg skrifar
Vert er að passa sig á kolgráum Odger stólum.
Vert er að passa sig á kolgráum Odger stólum. Ikea

Ikea hefur innkallað skrifborðsstól af gerðinni Odger í kolgráum vegna hættu á að fóturinn brotni með tilheyrandi fall- og slysahættu.

IKEA hvetur viðskiptavini sína sem eiga slíkan stól með framleiðsludagsetningu til og með 2221 (áávv), að taka hann úr notkun og skila í IKEA þar sem hann verður að fullu endurgreiddur.

Í tilkynningu frá Ikea segir að öryggi sé alltaf efst á forgangslista fyrirtækisins og að Ikea notist við strangt áhættumat við vöruþróun. Þrátt fyrir það hafi Ikea á Íslandi borist upplýsingar að utan um að fótur stólsins geti brotnað.

Tekið er fram að framvísun kvittunar sé ekki forsenda endurgreiðslu.

Fólk sem á svona stól er hvatt til að skila honum til Ikea.Ikea





Fleiri fréttir

Sjá meira


×