Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Selenskí birtist óvænt í „hakkavélinni“ Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2022 14:49 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hitti hermenn í Bakhmut og veitti nokkrum þeirra orður. AP/Forsetaembætti Úkraínu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti óvænt Bakhmut í austurhluta Úkraínu í dag. Harðir bardagar hafa geisað um bæinn um mánaða skeið og hefur bænum verið lýst sem „hakkavél“. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði fyrr í morgun að ástandið í austurhluta Úkraínu væri „gífurlega flókið“ fyrir rússneska hermenn. Selenskí sagði í ávarpi í gær að átökin við Bakhmut væru þau hörðustu í Úkraínu um þessar mundir. Næsta dag heimsótti hann bæinn þar sem hann veitti hermönnum orður og ræddi við þá. Forsetinn hefur farið nokkrar ferðir sem þessar nálægt víglínunni í Úkraínu. The President of Ukraine @ZelenskyyUa visited Bakhmut and presented awards to the defenders of the city. Courage. Leadership.Invincibility.#UAarmy pic.twitter.com/ZFQzulNw81— Defense of Ukraine (@DefenceU) December 20, 2022 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, birti í dag ávarp sem hann sendi til starfsmanna öryggisstofnanna Rússlands. Í því viðurkenndi hann að ástandið í þeim héruðum Úkraínu sem Rússar hafa reynt að innlima með ólöglegum hætti, væri „gífurlega flókið“ fyrir rússneska hermenn og öryggissveitir. Forsetinn kallaði eftir því að öryggissveitir Rússlands legðu meira kapp á að berja niður mótspyrnu bæði í Rússlandi og á hernumdum svæðum Úkraínu, sem Pútín kallaði nýju héröð Rússlands. Svikarar og njósnarar yrðu eltir uppi og öryggi rússneskra borgara yrði tryggt. Pútín hefur lýst yfir innlimun fjögurra héraða í Úkraínu, auk Krímskaga, en hersveitir Rússa stjórna engu þeirra að fullu. Athygli vakti í gær að Varnarmálaráðuneyti Rússlands sagði Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, hafa flogið yfir víglínurnar í Úkraínu. Glöggir netverjar sýndu þó fljótt fram á að ráðherrann var hvergi nærri víglínunum. They show trenches to proof he flew over the front line while they are giving him an explanation (About what?)but in reality he is flying 85km behind the front line.Propaganda it seems.0:18 = 46.14961, 33.70099 , GeoLocated by our team.2/8 pic.twitter.com/PV7QO14nO1— GeoConfirmed (@GeoConfirmed) December 19, 2022 Hakkavélin snýst og snýst Víglínurnar í Úkraínu hafa lítið hreyfst á undanförnum vikum, frá því Rússar hörfuðu frá vesturbakka Dinproár og stórum hluta Kherson-héraðs. Hörðustu bardagarnir hafa geisað við Bakhmut og hafa fregnir borist af því að báðar fylkingar hafi flutt marga hermenn þangað frá Kherson. Rússar hafa sótt hart að bænum í marga mánuði. Málaliðahópurinn Wagner Group hefur leitt aðgerðir Rússa við Bakhmut en umsvif hersins hafa aukist þar á undanförnum vikum. Sérfræðingar hafa átt erfitt með að átta sig á því af hverju Rússar hafa lagt svo mikið kapp á að hernema Bakhmut. Fyrr í innrás þeirra hafi það virst nauðsynlegt og hefði bærinn getað reynst Rússum stökkpallur lengra inn í Úkraínu og þá sérstaklega að borgunum Sloviansk og Kramatorsk. Efasemdir eru uppi með að Rússar geti yfir höfuð sótt fram frá Bakhmut, takist þeim að ná tökum á bænum. Sjá einnig: Rýnt í stöðuna í Úkraínu - Hart barist í hakkavélinni við Bakhmut Ráðamenn í Úkraínu hafa þó á undanförnum dögum ítrekað varað við mögulegri nýrri sókn Rússa og halda því fram að Rússar hafi verið að byggja upp nýjar herdeildir í Rússlandi. Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu, var meðal annarra í viðtali nýlega en hann sagðist handviss um að Rússar muni gera aðra atlögu að Kænugarði. Verið væri að þjálfa um tvö hundruð þúsund nýja hermenn og að Rússar ætluðu sér að reyna að nota þá til að opna nýja víglínu á nýju ári. Sjá einnig: Viss um að Rússar geri aðra atlögu að Kænugarði Ráðamenn á Vesturlöndum og hernaðarsérfræðingar hafa þó dregið í efa að Rússar hafi burði til að opna nýja víglínu. Rússar eru sagðir eiga við skort á skotfærum fyrir stórskotalið að stríða en reynist það rétt mun það koma verulega niður á getu Rússa til að sækja fram í Úkraínu á næsta ári. Segja Rússa skjóta færri sprengikúlum Wall Street Journal fjallaði nýverið ítarlega um orrustuna um Bakhmut og aðstæður á víglínunni þar. Ummæli úkraínskra hermanna þar renna stoðum undir fregnir af skotfæraskorti Rússa. Í fyrstu beittu Rússar sambærilegri aðferð og þeir beittu í Maríupól og víðar. Það var að láta sprengjum rigna yfir Bakhmut og úthverfi bæjarins og senda svo fótgöngulið inn í rústirnar í kjölfarið. Það er sagst hafa breyst. Einn hermanna sem var fluttur til Bakhmut frá Kherson sagði að dregið hefði úr notkun Rússa á stórskotaliði og þeir væru að skjóta mun færri sprengikúlum en þeir hefðu gert í Kherson. Rússar hafa reynt að umkringja Bakhmut en Úkraínumenn stjórna enn minnst þremur vegum sem notaðir eru sem birgðaleiðir til bæjarins og nærliggjandi svæða. Til að reyna að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur eru forsvarsmenn Wagner sagðir senda bylgjur af föngum að Bakhmut. Þessir menn standa frammi fyrir því að vera skotnir til bana, neiti þeir að sækja fram, og hefur þeim verið lofað frelsi nái þeir að lifa af í sex mánuði. Sjá einnig: „Kokkur Pútíns“ býður föngum frelsi fyrir herþjónustu í Úkraínu Þessar árásir eru sagðar hafa kostað Rússa mjög marga hermenn en þó aðallega fanga. „Öllum er sama um líf þeirra,“ sagði einn úkraínskur hermaður við blaðamanna WSJ. „Við skjótum þá en þeir koma aftur og aftur eins og kakkalakkar. Það er fnykur af ökrunum í kringum okkur vegna líka þeirra en samt kemur hver bylgjan á fætur annarri.“ Úkraínskir hermenn að störfum nærri Bakhmut. Þeir segja notkun Rússa á stórskotaliði hafa dregist saman.AP/LIBKOS Besta fólkið gegn því versta Úkraínumenn verða eðli málsins samkvæmt einnig fyrir mannfalli og margir hermenn særast. Annar hermaður sagði WSJ að ástandið í Bakhmut væri ósanngjarnt. „Rússarnir tæma fangelsi sín og senda sína verstu menn hingað til að deyja, meðan við fórnum okkar besta fólki. Þetta eru alls ekki sanngjörn skipti,“ sagði Sergiy Stakhovsky, tennisspilari og víngerðarmaður sem tekur þátt í bardögunum við Bakhmut. Um sjötíu þúsund manns bjuggu í Bakhmut fyrir innrás Rússa. Úkraínumenn segja að um sjö þúsund séu eftir. Þar sé um að ræða fólk sem sé hliðhollt Rússum og bíði eftir því að þeir nái bænum og fólk sem er of gamalt og veikt til að flytja á brott. Aðrir eru sagðir standa í þeirri trú að Rússar muni á endanum þurfa að hörfa frá Bakhmut. Aldraður íbúi Bakhmut gengur um götur bæjarins.AP/LIBKOS Forðast yfirleitt orrustur sem þessar Takist Rússum að ná Bakhmut myndi það líklega skipta máli. Það myndi hafa jákvæð áhrif á baráttuanda Rússa og marka fyrsta árangur Rússa um margra mánaða skeið í Úkraínu. Fall Bakhmut myndi þar að auki gera Úkraínumönnum erfiðara um vik með að sækja frekar fram í austurhluta landsins. Þess vegna hafa Úkraínumenn varið svo miklu púðri í varnir bæjarins, þrátt fyrir að þeir hafi oftast reynt að forðast orrustur sem þessar. Staðbundnar orrustur sem báðar fylkingar dæla mannafla og hergögnum í. Einn viðmælandi WSJ sagði að þar sem svo margir hermenn væru komnir saman á svo litlu svæði gæti styrkleiki Úkraínumanna, sjálfstæð hugsun, skipulag og frumkvæði, orðið að veikleikum þar sem allir hefðu eigin skoðanir um hvað væri best að gera. Úkraínskir hermenn í Bakhmut hvíla sig.AP/LIBKOS Leðjan veldur vandræðum Annarsstaðar í Úkraínu er lítið um stóra drætti um þessar mundir. Norður af Bakhmut, við Kreminna, hafa Úkraínumenn verið að sækja hægt fram gegn Rússum en rigning og leðja hefur gert þeim erfitt um vik á undanförnum vikum. Frost gæti gert þeim kleift að gera frekari árásir á Rússa þar en ef þær heppnast gætu þær hersveitir ógnað hersveitum Rússa við Bakhmut. Takist Rússum að brjóta varnir Úkraínumanna við Bakhmut á bak aftur, munu þeir ógna hersveitum Úkraínumanna Kreminna. Stöðuna í Donetsk-héraði má sjá á korti í meðfylgjandi tísti bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war og á gagnvirku korti sem finna má hér. Eastern #Ukraine Update: #DonetskRussian forces reportedly lost positions south of #Bakhmut on December 18 and continued ground attacks near Bakhmut and Donetsk City.https://t.co/5lSDtB5P4x pic.twitter.com/WKsrW1ryCc— ISW (@TheStudyofWar) December 20, 2022 Það vakti nokkra athylgi í gær þegar Pútín fór til Hvíta-Rússlands á fund Alexanders Lúkasjenka, einræðisherra ríkisins, en með honum fóru þeir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra, og Sergei Shoigu. Þetta var fyrsta heimsókn Pútíns til landsins í þrjú ár en óttast er að Pútín sé að reyna að draga Hvít-Rússa inn í stríðið með beinum hætti. Sjá einnig: Pútín, Lavrov og Shoigu allir í Hvíta-Rússlandi Her Hvíta-Rússlands er tiltölulega lítill og óreyndur en hann inniheldur eingöngu um 45 þúsund hermenn og þar á meðal menn sem hafa verið skikkaðir til herþjónustu. Hermenn ríkisins þykja þar að auki agalausir og illa þjálfaðir Eftir fund Pútíns og Lúkasjenka tilkynntu þeir að þeir hefðu sammælst sameiginlegar heræfingar í Hvíta-Rússlandi og þjálfun. Þeir tilkynntu einnig að ríkin muni starfa náið saman varðandi tolla og skatta en Pútín þvertók fyrir að hann væri að reyna að innlima Hvíta-Rússland. Úkraínumenn lýstu því í kjölfarið yfir að þeir myndu auka varnir sínar á landamærum Úkraínu og Hvíta-Rússlands. Rýnt í stöðuna í Úkraínu Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Fréttaskýringar Tengdar fréttir Pútín, Lavrov og Shoigu allir í Hvíta-Rússlandi Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fer í dag á fund Alexanders Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Pútín sækir Lúkasjenka heim en hann er einn af fáum bandamönnum Pútíns. 19. desember 2022 13:44 Drónaárásir á Kænugarð í morgunsárið Loftvarnaflautur hafa ómað í úkraínsku höfuðborginni Kænugarði í morgun vegna drónaárása rússneska hersins. Vítalí Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, segir að fjöldi sprenginga hafi heyrst í höfuðborginni í morgun. 19. desember 2022 06:31 Búist við auknum sóknarþunga Rússa Valdímír Pútin Rússlandsforseti hefur fundað með herforingjum sínum nú þegar hávær orðrómur er um að Rússar muni gera metnaðarfulla tilraun til að snúa vörn í sókn á vígvellinum. 17. desember 2022 16:48 Sextíu flugskeytum skotið á borgir Úkraínu í morgunsárið Rússar eru sagðir hafa skotið tugum flugskeyta á borgir Úkraínu snemma í morgun. Skipulega hafi verið ráðist á innviði þjóðarinnar. Rafmagnslaust er í borgunum Kharkiv og Poltava eftir árásirnar. 16. desember 2022 10:47 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Selenskí sagði í ávarpi í gær að átökin við Bakhmut væru þau hörðustu í Úkraínu um þessar mundir. Næsta dag heimsótti hann bæinn þar sem hann veitti hermönnum orður og ræddi við þá. Forsetinn hefur farið nokkrar ferðir sem þessar nálægt víglínunni í Úkraínu. The President of Ukraine @ZelenskyyUa visited Bakhmut and presented awards to the defenders of the city. Courage. Leadership.Invincibility.#UAarmy pic.twitter.com/ZFQzulNw81— Defense of Ukraine (@DefenceU) December 20, 2022 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, birti í dag ávarp sem hann sendi til starfsmanna öryggisstofnanna Rússlands. Í því viðurkenndi hann að ástandið í þeim héruðum Úkraínu sem Rússar hafa reynt að innlima með ólöglegum hætti, væri „gífurlega flókið“ fyrir rússneska hermenn og öryggissveitir. Forsetinn kallaði eftir því að öryggissveitir Rússlands legðu meira kapp á að berja niður mótspyrnu bæði í Rússlandi og á hernumdum svæðum Úkraínu, sem Pútín kallaði nýju héröð Rússlands. Svikarar og njósnarar yrðu eltir uppi og öryggi rússneskra borgara yrði tryggt. Pútín hefur lýst yfir innlimun fjögurra héraða í Úkraínu, auk Krímskaga, en hersveitir Rússa stjórna engu þeirra að fullu. Athygli vakti í gær að Varnarmálaráðuneyti Rússlands sagði Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, hafa flogið yfir víglínurnar í Úkraínu. Glöggir netverjar sýndu þó fljótt fram á að ráðherrann var hvergi nærri víglínunum. They show trenches to proof he flew over the front line while they are giving him an explanation (About what?)but in reality he is flying 85km behind the front line.Propaganda it seems.0:18 = 46.14961, 33.70099 , GeoLocated by our team.2/8 pic.twitter.com/PV7QO14nO1— GeoConfirmed (@GeoConfirmed) December 19, 2022 Hakkavélin snýst og snýst Víglínurnar í Úkraínu hafa lítið hreyfst á undanförnum vikum, frá því Rússar hörfuðu frá vesturbakka Dinproár og stórum hluta Kherson-héraðs. Hörðustu bardagarnir hafa geisað við Bakhmut og hafa fregnir borist af því að báðar fylkingar hafi flutt marga hermenn þangað frá Kherson. Rússar hafa sótt hart að bænum í marga mánuði. Málaliðahópurinn Wagner Group hefur leitt aðgerðir Rússa við Bakhmut en umsvif hersins hafa aukist þar á undanförnum vikum. Sérfræðingar hafa átt erfitt með að átta sig á því af hverju Rússar hafa lagt svo mikið kapp á að hernema Bakhmut. Fyrr í innrás þeirra hafi það virst nauðsynlegt og hefði bærinn getað reynst Rússum stökkpallur lengra inn í Úkraínu og þá sérstaklega að borgunum Sloviansk og Kramatorsk. Efasemdir eru uppi með að Rússar geti yfir höfuð sótt fram frá Bakhmut, takist þeim að ná tökum á bænum. Sjá einnig: Rýnt í stöðuna í Úkraínu - Hart barist í hakkavélinni við Bakhmut Ráðamenn í Úkraínu hafa þó á undanförnum dögum ítrekað varað við mögulegri nýrri sókn Rússa og halda því fram að Rússar hafi verið að byggja upp nýjar herdeildir í Rússlandi. Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu, var meðal annarra í viðtali nýlega en hann sagðist handviss um að Rússar muni gera aðra atlögu að Kænugarði. Verið væri að þjálfa um tvö hundruð þúsund nýja hermenn og að Rússar ætluðu sér að reyna að nota þá til að opna nýja víglínu á nýju ári. Sjá einnig: Viss um að Rússar geri aðra atlögu að Kænugarði Ráðamenn á Vesturlöndum og hernaðarsérfræðingar hafa þó dregið í efa að Rússar hafi burði til að opna nýja víglínu. Rússar eru sagðir eiga við skort á skotfærum fyrir stórskotalið að stríða en reynist það rétt mun það koma verulega niður á getu Rússa til að sækja fram í Úkraínu á næsta ári. Segja Rússa skjóta færri sprengikúlum Wall Street Journal fjallaði nýverið ítarlega um orrustuna um Bakhmut og aðstæður á víglínunni þar. Ummæli úkraínskra hermanna þar renna stoðum undir fregnir af skotfæraskorti Rússa. Í fyrstu beittu Rússar sambærilegri aðferð og þeir beittu í Maríupól og víðar. Það var að láta sprengjum rigna yfir Bakhmut og úthverfi bæjarins og senda svo fótgöngulið inn í rústirnar í kjölfarið. Það er sagst hafa breyst. Einn hermanna sem var fluttur til Bakhmut frá Kherson sagði að dregið hefði úr notkun Rússa á stórskotaliði og þeir væru að skjóta mun færri sprengikúlum en þeir hefðu gert í Kherson. Rússar hafa reynt að umkringja Bakhmut en Úkraínumenn stjórna enn minnst þremur vegum sem notaðir eru sem birgðaleiðir til bæjarins og nærliggjandi svæða. Til að reyna að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur eru forsvarsmenn Wagner sagðir senda bylgjur af föngum að Bakhmut. Þessir menn standa frammi fyrir því að vera skotnir til bana, neiti þeir að sækja fram, og hefur þeim verið lofað frelsi nái þeir að lifa af í sex mánuði. Sjá einnig: „Kokkur Pútíns“ býður föngum frelsi fyrir herþjónustu í Úkraínu Þessar árásir eru sagðar hafa kostað Rússa mjög marga hermenn en þó aðallega fanga. „Öllum er sama um líf þeirra,“ sagði einn úkraínskur hermaður við blaðamanna WSJ. „Við skjótum þá en þeir koma aftur og aftur eins og kakkalakkar. Það er fnykur af ökrunum í kringum okkur vegna líka þeirra en samt kemur hver bylgjan á fætur annarri.“ Úkraínskir hermenn að störfum nærri Bakhmut. Þeir segja notkun Rússa á stórskotaliði hafa dregist saman.AP/LIBKOS Besta fólkið gegn því versta Úkraínumenn verða eðli málsins samkvæmt einnig fyrir mannfalli og margir hermenn særast. Annar hermaður sagði WSJ að ástandið í Bakhmut væri ósanngjarnt. „Rússarnir tæma fangelsi sín og senda sína verstu menn hingað til að deyja, meðan við fórnum okkar besta fólki. Þetta eru alls ekki sanngjörn skipti,“ sagði Sergiy Stakhovsky, tennisspilari og víngerðarmaður sem tekur þátt í bardögunum við Bakhmut. Um sjötíu þúsund manns bjuggu í Bakhmut fyrir innrás Rússa. Úkraínumenn segja að um sjö þúsund séu eftir. Þar sé um að ræða fólk sem sé hliðhollt Rússum og bíði eftir því að þeir nái bænum og fólk sem er of gamalt og veikt til að flytja á brott. Aðrir eru sagðir standa í þeirri trú að Rússar muni á endanum þurfa að hörfa frá Bakhmut. Aldraður íbúi Bakhmut gengur um götur bæjarins.AP/LIBKOS Forðast yfirleitt orrustur sem þessar Takist Rússum að ná Bakhmut myndi það líklega skipta máli. Það myndi hafa jákvæð áhrif á baráttuanda Rússa og marka fyrsta árangur Rússa um margra mánaða skeið í Úkraínu. Fall Bakhmut myndi þar að auki gera Úkraínumönnum erfiðara um vik með að sækja frekar fram í austurhluta landsins. Þess vegna hafa Úkraínumenn varið svo miklu púðri í varnir bæjarins, þrátt fyrir að þeir hafi oftast reynt að forðast orrustur sem þessar. Staðbundnar orrustur sem báðar fylkingar dæla mannafla og hergögnum í. Einn viðmælandi WSJ sagði að þar sem svo margir hermenn væru komnir saman á svo litlu svæði gæti styrkleiki Úkraínumanna, sjálfstæð hugsun, skipulag og frumkvæði, orðið að veikleikum þar sem allir hefðu eigin skoðanir um hvað væri best að gera. Úkraínskir hermenn í Bakhmut hvíla sig.AP/LIBKOS Leðjan veldur vandræðum Annarsstaðar í Úkraínu er lítið um stóra drætti um þessar mundir. Norður af Bakhmut, við Kreminna, hafa Úkraínumenn verið að sækja hægt fram gegn Rússum en rigning og leðja hefur gert þeim erfitt um vik á undanförnum vikum. Frost gæti gert þeim kleift að gera frekari árásir á Rússa þar en ef þær heppnast gætu þær hersveitir ógnað hersveitum Rússa við Bakhmut. Takist Rússum að brjóta varnir Úkraínumanna við Bakhmut á bak aftur, munu þeir ógna hersveitum Úkraínumanna Kreminna. Stöðuna í Donetsk-héraði má sjá á korti í meðfylgjandi tísti bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war og á gagnvirku korti sem finna má hér. Eastern #Ukraine Update: #DonetskRussian forces reportedly lost positions south of #Bakhmut on December 18 and continued ground attacks near Bakhmut and Donetsk City.https://t.co/5lSDtB5P4x pic.twitter.com/WKsrW1ryCc— ISW (@TheStudyofWar) December 20, 2022 Það vakti nokkra athylgi í gær þegar Pútín fór til Hvíta-Rússlands á fund Alexanders Lúkasjenka, einræðisherra ríkisins, en með honum fóru þeir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra, og Sergei Shoigu. Þetta var fyrsta heimsókn Pútíns til landsins í þrjú ár en óttast er að Pútín sé að reyna að draga Hvít-Rússa inn í stríðið með beinum hætti. Sjá einnig: Pútín, Lavrov og Shoigu allir í Hvíta-Rússlandi Her Hvíta-Rússlands er tiltölulega lítill og óreyndur en hann inniheldur eingöngu um 45 þúsund hermenn og þar á meðal menn sem hafa verið skikkaðir til herþjónustu. Hermenn ríkisins þykja þar að auki agalausir og illa þjálfaðir Eftir fund Pútíns og Lúkasjenka tilkynntu þeir að þeir hefðu sammælst sameiginlegar heræfingar í Hvíta-Rússlandi og þjálfun. Þeir tilkynntu einnig að ríkin muni starfa náið saman varðandi tolla og skatta en Pútín þvertók fyrir að hann væri að reyna að innlima Hvíta-Rússland. Úkraínumenn lýstu því í kjölfarið yfir að þeir myndu auka varnir sínar á landamærum Úkraínu og Hvíta-Rússlands.
Rýnt í stöðuna í Úkraínu Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Fréttaskýringar Tengdar fréttir Pútín, Lavrov og Shoigu allir í Hvíta-Rússlandi Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fer í dag á fund Alexanders Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Pútín sækir Lúkasjenka heim en hann er einn af fáum bandamönnum Pútíns. 19. desember 2022 13:44 Drónaárásir á Kænugarð í morgunsárið Loftvarnaflautur hafa ómað í úkraínsku höfuðborginni Kænugarði í morgun vegna drónaárása rússneska hersins. Vítalí Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, segir að fjöldi sprenginga hafi heyrst í höfuðborginni í morgun. 19. desember 2022 06:31 Búist við auknum sóknarþunga Rússa Valdímír Pútin Rússlandsforseti hefur fundað með herforingjum sínum nú þegar hávær orðrómur er um að Rússar muni gera metnaðarfulla tilraun til að snúa vörn í sókn á vígvellinum. 17. desember 2022 16:48 Sextíu flugskeytum skotið á borgir Úkraínu í morgunsárið Rússar eru sagðir hafa skotið tugum flugskeyta á borgir Úkraínu snemma í morgun. Skipulega hafi verið ráðist á innviði þjóðarinnar. Rafmagnslaust er í borgunum Kharkiv og Poltava eftir árásirnar. 16. desember 2022 10:47 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Pútín, Lavrov og Shoigu allir í Hvíta-Rússlandi Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fer í dag á fund Alexanders Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Pútín sækir Lúkasjenka heim en hann er einn af fáum bandamönnum Pútíns. 19. desember 2022 13:44
Drónaárásir á Kænugarð í morgunsárið Loftvarnaflautur hafa ómað í úkraínsku höfuðborginni Kænugarði í morgun vegna drónaárása rússneska hersins. Vítalí Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, segir að fjöldi sprenginga hafi heyrst í höfuðborginni í morgun. 19. desember 2022 06:31
Búist við auknum sóknarþunga Rússa Valdímír Pútin Rússlandsforseti hefur fundað með herforingjum sínum nú þegar hávær orðrómur er um að Rússar muni gera metnaðarfulla tilraun til að snúa vörn í sókn á vígvellinum. 17. desember 2022 16:48
Sextíu flugskeytum skotið á borgir Úkraínu í morgunsárið Rússar eru sagðir hafa skotið tugum flugskeyta á borgir Úkraínu snemma í morgun. Skipulega hafi verið ráðist á innviði þjóðarinnar. Rafmagnslaust er í borgunum Kharkiv og Poltava eftir árásirnar. 16. desember 2022 10:47